13.5.2012 | 20:29
Er ásættanlegt að Jóhanna Sigurðardóttir blekki þjóðina ítrekað og segi henni ósatt?
Það vissu allir að það voru ekki kærleikar á milli þeirra Ólafs Ragnars og Davíðs Oddsonar. Það var miður að þessir tveir forystumenn íslensku þjóðarinnar gætu ekki lagt persónulegan ágreing sinn til hliðar. Þeir áttu þó samskipti, töluðust við og hittust.
Við vissum líka að það væri stirt milli Jóhönnu og Steingríms annars vegar og Ólafs Ragnars eftir Icesavemálið, en þar sem mikil hætta steðjaði að þjóðinni óraði mann ekki við því að samskiptin væru fryst. Ólafur ferðaðist víða erlendis og talaði máli okkar. Oft virtist hann nærri því sá eini. Jú, Jóhanna nær mállaus á erlendri grund, auk þess sem hafði ekki þá persónutöfra sem fékk menn til þess að hlusta. Jóhanna og Steingrímur settu samskiptin við forsetaembættið á ís. Brutu þau ákvæði stjórnarskrárinnar? Er hér komin viðbótarástæða til þess að stefna þeim fyrir Landsdóm?
Að sjálfsögðu vísar Jóhanna Sigurðardóttir þessu á bug. Það gerir hún alltaf. Hún var áður þver baráttukona, en talin heiðarleg, nú blekkir hún og lýgur. Hennar nánustu kenna aðstoðarmanni hennar, Hrannari Arnarssyni um. Hann sé óvenju ómerkilegur pólitíkus, sem vílar ekkert fyrir sér. Sonur Kristínar Ólafsdóttur þjóðlagasöngkonu, og Arnars Sigurbjörnssonar úr Flowers. Hann hefur vissulega slæmt orðspor, en það skiptir engu hvort einhver segi Jóhönnu að blekkja og ljúga að þjóðinni, eða hún finni það upp hjá sjálfri sér. Verknaðurinn er jafn slæmur.
Vísar ásökunum á bug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Ef almenningur er svo ósjálfstæður og skyni skroppinn, að láta Jóhönnu Sigurðardóttur blekkja sig, þá á almenningur ekkert betra skilið en að vera blekktur.
Öllum var gefið vit og vilji til að standa með sínum skoðunum og hugsjónum. Þeir sem svíkja sjálfan sig eiga sér ekki viðreisnar von.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.5.2012 kl. 21:01
Jóhanna leyfir sér í öllum málum sem henni hentar að vísa sannleikanum á bug og afbakar allar staðreyndir. Hvernig stendur á að hún vogar hún sér það í öllum málum fyrir framan alþjóð? Hún hefur engar áhyggjur, veit að fjölmiðalamenn eru eins og hugur hennar og eigin skuggi. Það er aldrei gengið að henni með staðreyndir eða hún spurð neins sem skiftir máli. Þetta nýtir hún sér á ófyrirleitinn hátt, hún og ríkistjórnin hundsa sannleikann að vild óáreitt og áhyggjulaus. Hvar tíðkast slík fjölmiðlun annarstaðar í vestrænum lýðræðisríkjum? Svarið er einfalt; hvergi!! Niðurstaðan er að við búum ekki við fjölmiðlavald frjálsra, vestrænna stjórnarhátta.
Sólbjörg, 14.5.2012 kl. 06:13
Anna málið er að almenningur getur ekki gert neitt. Ég er almenningur og ég hef kært bæði jóhönnu og Össur fyrir landráð Ríkissaksóknari segir ekki fótur fyrir kærunni þútt ríkislögreglan sendi hana til embættissins. Ég hef sent inn lögformlega kæru og farið fram á lögbann á starfsemi Evrópustofunar og fengið svar en ekkert skeður. Þeir halda bara upp á sjálfa sig og sendiherra ESB segist halda áfram að brjóta Vínarsáttmálan og okkar lög um starfsemi erlendra sendiráða.
Valdimar Samúelsson, 14.5.2012 kl. 10:25
Það er málið! Við almenningur getum lítið gert, ekki nema grípa til örþrifa ráða, og hver vill það?
Eyjólfur G Svavarsson, 14.5.2012 kl. 13:43
Valdimar. Getur þú ekki sett þessar kærur á netið , þannig að Almenningur geti séð ákæruatriðin. Það er verið að vinna að því að senda spurningar um Stjórnarskrá Íslands, eða breytingar á henni, þannig að fólk þarf að lesa og kynna sér Stjórnarskrána vegna þessa.
Ég tel að þú fáir kærkominn stuðning við þína kærur frá þjóðinni og þessi stuðningur hlítur að hreyfa við Ríkissakstóknara.
En annars á Ríkislögreglustjóri að "handtaka" eða koma úr umferð þessum kærðu persónum, ef hann hefur talið rétt að senda þessar ákærur til saksóknara.
Eggert Guðmundsson, 14.5.2012 kl. 13:46
Valdimar þú hefur þó gert það sem okkur flest öll hefur langað til að gera - leggja inn kæru. Hafir þú heiður fyrir það, en varst með lögfræðing með þér í að skrifa kæruna ? Það er brýnt að það sé lögfræðingur sem bakkar kæruna upp á lagalegu hliðinni og hafi andsvör. Það má búast við að fjölmiðlaþjónar ríkistjórnarinnar vilji ekki fjalla mikið um slíka kæru en það verða þeir samt að gera. Erlendir fjölmiðlar eru örugglega til í að skrifa um slíka kæru.
Leitt stafaruglið á mér þarna kl. 6 í morgun- betra að blogga eftir einn kaffibolla. ;-)
Sólbjörg, 14.5.2012 kl. 14:09
Mjög áhugaverðar umræður. Gott frumkvæði Valdimar. Lýðræðið á alltaf til leiðir og þær eru til. Barátta okkar þarf að vera friðsöm, en árangursrík. Nú er t.d. ljóst að þegar upp kom krafa um að leiðrétta vísitölutengd lán, þá var svar Jóhönnu eins og áður að skoða málið vel og lengi en koma síðan með uppáheldsvar hennar: ,, Það er ekkert hægt að gera"
Nú er veður að batna, og Austurvöllurinn bíður með opinn arminn.
Sigurður Þorsteinsson, 14.5.2012 kl. 17:30
www.nyframtid.is þar er Stjórnarskráin ásamt tillögum stjórnlagaráðs um breytingar á henni.
Eyjólfur Jónsson, 17.5.2012 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.