Fær Jón Ásgeir sakaruppgjöf?

Vaxandi efasemdir eru um Jón Ásgeir verði nokkru sinni sakfelldur. Íslensk stjórnvöld muni sjá til þess að hann og aðrir útrásarvíkingar muni ekki verða dregnir fyrir dóm. Margir munu eflaust mótmæla þessu, og vitna í skýrslu Alþingis um hrunið, þar sem þessir  gaurar eru taldir bera höfðuáherslu á hruninu. Á móti eru sterk rök. Fyrst er það að telja að sá aðili sem hvað harðast gekk í að draga útrásarvíkinganna fyrir dóm, forstjóri Fjármálaeftirlitsins  Gunnari Andersen var vikið úr starfi á afar umdeildan hátt. Hitt er að algjörlega óljóst er hver á rúmlega helming fjölmiðla landsins. Í þeim er rekinn linnulaus áróður. Þessir fjölmiðlar eru sagðir í eigu Ingibjargar Pálmadóttur eiginkonu Jóns Ásgeirs, en þegar grannt er skoðað eru þeir í eigu fyrirtækja í skattaskjólum. Þetta gerist undir verndarvæng ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Lítil varta úr Baugsmiðlunum DV datt af, og er skyndilega komið í eigu ,,huldukonu" sem líka á Smuguna áróðursvef VG. Var einhver að tala um helmingaskiptareglu Samfylkingarinnar og VG. Báðir ríkisstjórnarflokkarnir láta þetta sér vel líka.

 Það skyldi þó aldrei vera að málin gegn útrásarvíkingunum fyrnist. Þekkt er að ,,vildarviðskiptavinir" hafa fengið feita bita frá skilanefndunum. Í kvöld fjallaði Sigrún Davíðsdóttir um þetta skukk í Speglinum á RÚV um 365 miðla. 

Ríkistjórnin sem boðaði siðbót, þegir þunnu hljóði.  Er það furða að menn segja að Jón Ásgeir elski Jóhönnu Sigurðardóttur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband