Óvenjulegar forsetakosningar.

Forsetakosningarnar  nú verða að teljast mjög óvenjulegar. Um áramótin mátti skilja á Ólafi Ragnari Grímssyni að hann ætlaði að hætta, sem var fyllilega eðlilegt í ljósi þess að hann hafði setið í 16 ár í embætti. Ef ekki hefði komið til að forystumenn ríkisstjórnarinnar höfðu verið í stríði við forsetann eftir Icesave og þeirri baráttu var einfaldlega ekki lokið. Dropinn sem fyllti mælinn var þegar Jóhanna skipaði forsetanum að setja sér siðareglur. Jafn gáfulegt hefði verið af Ólafi að óska eftir því við forsætisráðherrann að hún útskýrði fyrir þjóðinni hvernig liði uppbyggingu skjaldborgar fyrir heimilin.

Ef ekki verið til staðar þessi togstreita milli forsetans og óhemju óvninsællar ríkisstjórnar, hefði framboð Ólafs aldrei verið möguleiki. 

Það var dálítið hjákátlegt þegar söfnun áskrifta fór á stað fyrir Ólaf, og undirtektir voru tvíbendar. Útspil ríkisstjórnarflokkana var að koma fram með Þóru Arnórsdóttur glæsilgarar fjölmiðlakonu. Í startinu voru mestu mistökin falin. RÚV og Stöð 2 gleymdu hlutleysi sínu, og þar með gaf það kosningabaráttu Ólafs tækifæri. Þóra var komin með yfirburðarstöðu. Það gerði Ólafur með gagnsókn, eða counterattack, og Þóra náði aldri vopnum sínum að nýju. 

Auðvitað voru margir sem töldu engan frambjóðanda þann rétta, auðvitað hafði veðrið áhrif og enn aðrir eru orðinir fullsaddir á þessu reypitogi. Barátta milli lýðræðis og þöggunar. 

Taparar þessarar kosningabaráttu eru fjölmiðlarnir. Aldrei hafa jafn margir fjölmiðamenn berað sig sem óhæfa sem í þessum kosningum. Gátu ekki dulið eigin skoðanir. Hugsið ykkur ef hjúkrunarfólk, læknar, prestar, kennarar verði að tjá viðskiptavinum sínum, eða skjóstæðingum flokkspólitíkska skoðun sína. 

Meira að segja í lokin,þegar kosningabaráttunni var lokið og úrslitin lágu fyrir missti einn fréttamaður RÚV, Ægir Þór Eysteinsson  sig og fullyrti að þau 30% sem ekki mættu lýstu með því frati í frambjóðendurna og Ólaf þar með talinn. Svar Ólafs minnti á þegar hann rassskellti Jóhann Hauksson í beinni útsendingu á Bessastöðum. 

Þegar íþróttamaður brýtur af sér í leik, fær hann dóm og jafnvel áminningu. Þegar hann brýtur af sér eftir leik, er hann settur í langt keppnisbann. Það er einmitt sem ætti að gera við þennan auma fréttamann. 

Forsetakosningarnar kalla á endurkoðun á fjölmiðlalögum. 


mbl.is Vantraust á stjórnmálaforystuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Góður pistill hjá þér Sigurður. Verst að hafa misst af rassskellingu Ægis Þórs.

En kannski væri rétt að senda ríkisstjórnina og þingmeirihlutann í heilu lagi til "rassskellingar" að Bessastöðum.....?

 Þetta var glæsileg kosning hjá Ólafi Ragnari og full ástæða til að óska honum og þjóðinni til hamingju með forsetinn skyldi svara kallinu með að gefa kost á sér áfram. Viðbrögð talsmanna ríkisstjórnarinnar sýna það svo ekki verður um villst hversu óhæf þau eru til þeirra verka sem þeim eru ætluð að vinna.....

Ómar Bjarki Smárason, 1.7.2012 kl. 17:39

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir með ykkur báðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.7.2012 kl. 20:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband