23.9.2012 | 16:39
Að skammast sín fyrir flokkinn sinn.
Nú var það svo til margra ára að Framsóknarflokkurinn mældist alltaf með minna fylgi í skoðakönnunum en í kosningum. Einhverjir sem könnuðu þetta nánar, töldu að hluti af skýringunni væri sá að Framsóknarflokkurinn var áður fyrst og fremst flokkur sem gætti hagsmuna bænda, en á þessum tíma var talað svo illa um bændur í fjölmiðlum og af Alþýðuflokknum sáluga að Framsóknarmenn báru höfuðið ekki hátt. Nú eru breyttir tímar og það þykir fínt að vera í ræktun og hugsa um dýr.
Hafi menn haldið að nú kæmi tími þar sem sjálfsviðring stuðningmanna flokkana myndi vaxa, en svo var ekki. Flestir Framsóknarmenn viðurkenndu stöðu sína, en nú er sá tími að félagar í Samfylkingarinnar viðast hafa mesta skömm á flokknum sínum. Fyrst bar á þessu í Kópavoginum þar sem bloggarinn Magnús Björgvinsson sem frábað sig að vera kallaður Samfylkingarmaður þrátt fyrir að hann tæki að sér að verja Guðríði Arnardótur oddvita Samfylkingarinnar í Kópavogi. Magnús var sískrifandi enda margt siðlaust sem þurfti að verja í framgöngu Guðríðar. Hið sanna átti þó eftir að koma í ljós, er einstaklingur úr innsta hring skrifaði opinberlega að skif Magnúsar væru ósmekkleg því bæði væri hann barnsfaðir Guðríðar og í innsta áhrifamannahring flokksins.
Eftir klúður Guðríðar varðandi bæjarstjórann í Kópavogi, sem leiddi til þess að Samfylkingunni var hent út úr bæjarstórnarmeirihlutanum. Síðan þá hefur Magnús vart sést í bloggheimum.
Tveir bloggarar Samfylkingarinnar frá Akureyri fóru mikinn um tíma. Þeir töldu báðir sig vera afskaplega hlutlausa.
Þá kemur að Stefáni Ólafssyni hinum hlutlausa. Hann skrifar reglulega lofgjarðarpisla um Jóhönnu Sigurðardóttur og ríkisstjórnarflokkana. Mörgum blöskraði þessi skrif í ljósi þess að Stefán væri á ofurlaunum á vegum ríkisstjórnarinnar í anda flokksgæðinganna í Austur þýska kommúnistaflokksins. Stefán hefur verið hvattur til þess að gefa upp þessar tekjur sínar, en sagan segir að umfangið sé það mikið að Hagstofan hafi verið fengin til verksins.
Þá kemur að Guðbjarti Hannessyni heilbrigðisráðherra, en launahækkun hans til Björns Zoëga lak út úr kerfinu. Heilbrigðiskerfið logar og þeir sem gáfu sig upp sem félaga í Samfylkingunni eru afar sparir með yfirlýsingar nú. Er talið að Framsóknarmenn muni fá talsvert fylgi meðal jafnaðarmanna í Landspítalunum. Auðvitað er full ástæða til þess að skammast sín fyrir framgöngu Guðbjartar Hannessonar. Í nágrannaríkjum okkar sem þeir Samfylkingarmenn vísa oft til sem fyrirmynd, myndi Guðbjartur segja af sér. Það mun hann ekki gera, og fær skömmina að launum.
Sinna skyldum sínum áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Já hann að segja af sér, og það á reyndar líka við um Jóhönnu ef hún meinti eitthvað með ráðherraábyrgð á sínum tíma.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 23.9.2012 kl. 17:11
Meinti hún ekki ráðherraáburð,?
Helga Kristjánsdóttir, 24.9.2012 kl. 01:43
Hahahaha Helga, ætli það ekki bara.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2012 kl. 10:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.