Sagðir þú ekki 4600 störf, elskan!

Þegar kemur að kosningum taka margir stjórnmálamenn kipp. Hverju hafa þeir lofað og við hvað hafa þeir staðið. Þá kemur æði oft upp á að á þessu er talsverður mismunur. Þá taka stjórnmálamenn oft upp hætti Gróu á Leiti og fara með ósannindi, annað hvort beint eða með tölfræðinni.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er orðin óvinsælasta ríkisstjórn allra tíma, og hún sjálf óvinsælasti forsætisráðherra alla ríma. Í Eldhúsumærðum nú nýlega ákvað Jóhanna Sigurðardóttir að snúa vörn í sókn og ljúga upp á sg árangur. Hún fór með spegil í ræðustól Alþingis og horfði í hann og sagði ,, þú fegurst kvenna"  og svo sagði hún : ,, við höfum skapað 4600 ný störf" hún horfð aftur í spegilinn og var brugðið. Þá ákvað hún að gefa í og sagði þjóðinni að engin ríkisstjórn í neinu landi hafði staðið sig enis vel og ríkisstjórn hennar. 

Svo kemur Gylfi Arnbjrönsson framkvæmdastjóri ASÍ og segir þjóðinni að Jóhanna hefur ekki skapað nein störf, sem þýðir að atvinnulausum hefur fjöldgað, því þjóðinni er allaf að fjölga. Við það bætist það fólk sem flúið hafur land. Tölur Hagstofnunnar segja sömu sögu. 

Þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi skorið niður allar framkævmdir, þá er samt milljarða tuga halli á ríkissjóði. Það eina sem Jóhanna lofar nú, er nú upp í ermina á næstu ríkisstjórn.

Loforðin um störfin eru samningar við þjóðina og við þann samning stóð Jóhanna ekki ekki frekar en aðra samninga sem hún hefur gert. Við kippum okkur ekki lengur upp við það að forsætisráðherra okkar segi ósatt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Ég er alveg sannfærð um það Sigurður að Jóhanna Sigurðardóttir hefur aldrei kunnað að segja satt, veit klárlega ekki hvað fólk er að tala um þegar það talar um sannleika.

Sandy, 25.9.2012 kl. 13:03

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Elskan skapaði bara ekkert,jú kannski þörf,og það mikla.

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2012 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband