Loksins kemur hennar tími!

Þegar uppgjörið varð milli Jóns Baldvins Hannibalssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur sagði Jóhanna Sigurðardóttir:,, Minn tími mun koma". Það varð að bíða lengi, en tíminn kom ekki þegar hún loksins varð formaður Samfylkingarinnar og heldur ekki þegar hún varð forsætisráðherra, þessi tími hefur verið ein sorgarsaga. Saga einræðis og lítilla hugsjóna. Ekki svo að merkja að Jóhanna hafði hugsjónir þegar hún var félagsmálaráðherra. Hún var þeim hugsjónum trú, en hún gat aldrei náð neinum lausnum, sem krefst lýðræðislegri færni. Lausnum sem krafðist lýðræðislegar þekkingar. Það var hennar skoðun, eða ekkert. Spaugilegt  en satt að í ríkisstjórn Davíðs Oddsonar, þá var það  hann sem var hennar helsti bandamaður og sálusorgari. Þangað gat hún leitað skjóls m.a. frá sínum eigin flokksmönnum og ráðherrum.

Í forsætisráðherratíð sinni hefur henni gengið fátt í haginn. Klúðrið í Steingrími og Icesave, bitnaði á Jóhönnu. Vegna þess að hún studdi málsmeðferðina. Síðan varð hún að viðurkenna að það hefði verið betra að senda út fagmenn en Svavar Gestsson, með sína austur þýsku arlfeiðfð. Svo sat hún upp með Indriða Þorláksson sem líka var af austurþýska skólanum, að kröfu Steingríms og VG. Jóhanna gat ekkert lempað, og engum lausnum náð. Nokkrir þingmenn VG gerðu uppreisn og þá var ekki lengur hægt að ná nokkru í gegn. Allt í gíslingu. 

Fylgi Jóhönnu fór úr um 70% í um 15%, og það eru bara alhörðustu fylgendur stjórnarflokkana, sem treysta henni. Hún hefur náð því að breyta Samfylkingunni úr því að hafa hugsjónir jafnaðarmanna yfir í sósíalistaflokk. 

Þegar kemur að mælikvörunum um árangur, verður Jóhanna að leita til lýginnar. Nokkuð sem hún áður hafði ekki verið þekkt fyrir. Margir kenna þar um Hrannari B. Arnarssyni, sem hefur haldið sig algjörlega frá sviðsljósinu. Jóhanna ætlaði að slá skjalborg um heimilin og að því hægja allir í dag. Hún ætlaði að skapa þúsundir starfa, en störf hafa ekki í langan tíma verið færri. Hún æltaði að ná jafnvægi í ríksfjármálunum, en hefur á hverju ári skilað ríkissjóði með tugi milljarða halla. 

Á sínum tíma var farin blysför að heimilli Jóhönnu til þess að hvetja hana til þess að taka að sér formennsku í Samfylkingunni. Þangað mættu 7 fjölmiðlar og einn blysfari. Í dag myndu mæta hundruðir manna í blysför að heimili Jóhönnu til þess að fagna  ákvörðun hennar í dag, eða til þess að hvetja hana til þess að vera áfram formaður Samfylkingarinnar. Þeir væru þá allir stuðningsmenn annarra flokka. 

Tími Jóhnnu fer að renna upp. Það verður fagnaðrastund fyrir flesta landsmenn. 


mbl.is Jóhanna ætlar að hætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viðtalið við hana í fréttum var brandari svo ekki sé meira sagt, þeir sem vilja atvinnuöryggi, þeir sem vilja velferð og jöfnuð og bla bla þetta var brandari ársins.  Þetta hlýtur að verða þeim áramótaskaupsmönnum gott innlegg.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.9.2012 kl. 19:15

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jóhanna er að vonast til þess að fá gullúr. Það verður hins vegar hátíð. Tilefnið þarf ekki að vera á staðnum.

Sigurður Þorsteinsson, 27.9.2012 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband