Skjaldborgarvagninn - súpueldhús á hjólum!

Nú er veturinn að gagna í garð og spáin segir að aldrei verði færri í vinnu. Jóhanna er búin að gera alvarlegar athugasemdir við að Hagstofan birti óhagstæðar tölur um fjölda atvinnulausra og fjölda í vinnu. Forsetisráðherra mun fara um allt land og lofa þúsundum starfa og reyna að sannfæra fólkið að það hafi aldrei haft það betra. Fólkið viti bara ekki af því. Þeir sem fara til Noregs séu bara í fríi. Þeir sem bíða í röðum góðgerðarstofnanna sé fólk sem geti ekki hamið matarfíknina. Í vetur verður súpueldhús á hjólum sem fer út í hverfin, það verður sannarlega skjaldborgar -súpueldhús. Samfylkingarboltinn á súpueldhúsinu er alls ekki merki Samfylkingarinnar heldur jólakúla, til þess að gleðja landann.
mbl.is Þrengir að efnalitlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já maður verður bara reiður vegna þessa, svo vogar þetta fólk sér allt saman sem er við stjórnvöld að segja að því sé búið að ganga svo vel, og vissulega er þessu fólki búið að ganga vel að grafa undan öllu...

Sannleika á að fela í von um eitthvað klapp á bakið...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.10.2012 kl. 07:50

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Væri ekki kjörið fyrir Jóhönnu að hætta strax í stjórnmálum til að geta tekið að sér rekstur "Skjaldborgar-súpueldhúss"?

Óskar Guðmundsson, 3.10.2012 kl. 07:51

3 Smámynd: Sólbjörg

Almenningur þarf að vakna upp og gera sér grein fyrir að á Íslandi á aldrei að kjósa vinstri flokka. Allir vinstri flokkar aðhyllast stefnu í framkvæmd að almenningur á að lifa við fátækt og sult og skammast sín fyrir kröfur um betra líf.

Það sem hefur ruglað alþýðu fólks til trúar á að vinstri flokkar vilji bæta hag þeirra, er að vinstri flokkar hatast mikið út í fyrirtækjarekstur og blómleg iðnaðarrekstur og telja þau arðræningja og sökudólga fyrir flestu sem miður er. Endalaus aukin skattheimta vinstri ríkistjórna er af sama meiði og gripadeildir glæpaflokka, ekkert byggt upp en allt tekið, afleiðingin er að það skilur þjóðina eftir slyppa og snauða nema spillta embættismenn og þeirra vini.

Sólbjörg, 3.10.2012 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband