3.10.2012 | 22:42
Einelti Katrínar Jakobsdóttur.
Margrét Pála er stórmerkilegur maður. Hún vakti athygli þegar hún vildi reka leikskóla á eigin reikning, til þess að hafa meira faglegt frelsi. Á sama tíma var hún vinstri sinni, Allaballi eins og hún sagði það vera. Var það ekki bara hið opinbera sem mátti reka leikskóla, og af hverju það? Þegar litið er til hinna Norðurlandanna eru reknir einkareknir leikskólar og skólar. Þar eru jafnaðarmenn í forystu fyrir að leyfa fjölbreytileikann. Fyrir nokkrum árum sat ég ráðstefnu í Svíþjóð þar sem farið var yfir kosti og galla slíks blandaðs kerfis. Aðstoðarráðherra úr stjórn jafnaðarmanna, hélt því fram að það væru fyrst og fremst sósíalistar og kommúnistar sem væru á móti blönduðum rekstri. Hugmyndafræði austurblokkarinnar sem væri að líða undir lok.
Sérfræðingar í útboðum lögðu á það áherslu að þegar slíkur rekstur fer í útboð, þyrfti opinber rekstur og einkarekinn rekstur menntastofnana að sitja við sama borð. Gæta þyrfi að fleiri þáttum en fjárhagsþáttarins. Taka þarf líka tillit til faglega þáttarins. Stjórnmálamenn sem ætla að ,,græða" á útboðum í menntamálum væru á villigötum, ef mikill sparnaður væri aðalmarkmiðið.
Framganga Margrétar Pálu er aðdáunarverð. Vissulega hef ég hitt leikskólakennara og grunnskólakennara sem hata Margréti fyrir framgönguna. Í mínum huga er það pólitískt einelti.
Nú er það Kartrín Jakobsdóttir sem tekur á skarið og ákveður að beita eineltinu. Þessi huggulega kona, er rétt eins og hinir kommúnistarnir í anda Austur Þýskalands. Nú skaust loðið skottið undan draktinni. Það þarf einhver að kæra Katrínu Jakobsdóttur fyrir einelti. Hún hefur sýnt sitt rétta eðli.
Ekki einkavæðing skólakerfisins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Ekki hugsaði sveitastjórn með Eyrúnu Ingibjörgu sjálfstæðismann sem oddvita(á Tálknafirði) sig um,en þau völdu Hjallastefnuna í sínu bæjarfélagi.
Helga Kristjánsdóttir, 4.10.2012 kl. 00:58
Sammála hverju orði hjá þér Sigurður
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 4.10.2012 kl. 08:15
Nei, Helga og þau hafa heldur ekki valið Margréti Pálu með flokkspólitík í huga, heldur af faglegum sjónarmiðum.
Sigurður Þorsteinsson, 4.10.2012 kl. 09:53
Ég var einmitt á fyrirlestri hjá henni í fyrrakvöld á foreldrafundi, þar sem hún flutti frábæran fyrirlestur um uppeldi barna,hún var full af eldmóði og áhuga á því verkefni sem hún hafði tekið að sér á Táknafirði, og hvað það gengi allt vel og frábær samvinna barnanna kennara og yfirmanna. Hún fór einmitt hlýjum orðum um Katrínu og vildi meina að hún væri manneskja sem hugsaði út fyrir kassann. Þetta hlýtur því að vera blaut tuska frama í hana af menntamálaráðherra.
Nú er ekkert annað fyrir hendi en að reyna að styðua Margréti Pálu á einhvern hátt.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 11:02
Sveitarfélögum á Vestfjörðum er að sjálfsögðu ekki trúandi til að reka grunnskóla eins og dæmin sanna...
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.10.2012 kl. 14:47
Einmitt að þetta skyldi koma frá þeim sjálfum er ótrúlegt, því eftir því sem kom fram á þessum fundi okkar með Margréti Pálu þá hefur þetta gengið alveg ótrúlega vel. Svei og skömm að þessu. Að reyna að fella gott mál á prikum og punktum er bara óþolandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 15:43
Mörgum kemur þetta framferði Katrínar mjög á óvart. Besta skýringin á athæfinu kom fram á kaffistofunni okkar í dag. Hún er sú að Katrín vilji fá Magréti Pálu á þing fyrir VG. Ólína Þorvarðardóttir var rekin og inn á þing.
Það er þó ekki sérlega áhugavert dæmi til þess að herma eftir.
Sigurður Þorsteinsson, 4.10.2012 kl. 16:10
Það rekur enginn Margréti Pálu til eins eða neins það er nokkuð öruggt. Nú fer örugglega af stað undirskriftalisti til að leyfa Tálknafirðin að hafa þennan háttin á og ég skal verða fyrsta manneskjan til að undirrita slíka undirskriftasöfnun.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 16:20
Ef lögin eru óréttlát á að breyta þeim. Ég tel að þessum lögum eigi að breyta, eða útskýra hvað liggur að baki þeim.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 4.10.2012 kl. 19:46
Nákvæmlega.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.10.2012 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.