Vinna indjánarnir!

Þegar við vorum um átta ára aldurinn í Kópavoginum var farið reglulega í sunnudagsbíó. Roy Rogers var aðalstjarnan, cowboy af bestu gerð, sem malaði indjánana. Svo var farið heim og strákarnir í Hrauntungunni fóru í hlutverk indjánana. Mér er algjörlega ómöuglegt að skilja svona eftirá að enginn stórslasaðist í átökunum. Menn lifðu sig inn í hlutverkin. Féllu menn í óvinahendur voru menn bundnir við staur og þeir píndir. 

Nú rúmum fimmtíu árum síðar lifa menn sig enn í svona hlutverkaleik. Helgi Hjörvar er orðinn indjáni, og hann vill  að Sjálfstæðismenn verði cowboyar. Reyndar sér Helgi Samfylkinguna sem Demokrata, og Sjálstæðisflokkinn sem Rebúblikana. (í USA væri Samfylkingin flokkuð sem hreinræktaðir kommúnistar) Það vill bara enginn leika við Helga. Honum bent á að fara fyrr að sofa. Ekki það að mér finnst oft að Helgi hafi getað verið indjáni. 

Einu sem hafa viljað leika þennan cawboyar- indjánaleik eru Samfylkingin og VG. Þar sem báðir flokkar hafa haldið hinum í gíslingu og reyndar innbyrðis líka. Nú hefur tekist að króa einn villikött af, og þá skal murka úr honum lífið. Rétt eins og í leiknum hér forðum, þurftu menn að sýna forystunni skilyrðislausa hlýðni. 


mbl.is „Vilji menn halda flokknum saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Vinstri Grænir eru því miður svikarar af verstu gerð.

Voru það svik sem við þurftum raunverulega á að halda, eftir bankráns-hrunið?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.11.2012 kl. 00:18

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Anna, nei.

Sigurður Þorsteinsson, 7.11.2012 kl. 08:31

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góðan daginn Sigurður.

Nei það er ekki hægt að bera okkar vinstri stjórn (alltof langt til vinstri) saman við demókratana í USA og heldur ekki sjálfstæðisflokkinn við einstrengingslegan Romney og fylgdarlið..Mín skoðun :)

Kveðja úr Heiðarbæ.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 7.11.2012 kl. 09:08

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Algjörlega sammála þér og með góðum rökum er hægt að halda því fram að Demókratar séu hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.11.2012 kl. 09:42

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Við bjóðum drottningunni úr Heiðarbæ góðan daginn. Við erum alveg sammála. Sennilega finnst demókrötum Sjálfstæðisflokkurinn vera of mikið til vinstri eins og Guðbjörn heldur fram. Það er hins vegar umhugsunarefni hversu marga í stjórmálaflokkunum  hérlendis skortir umburðarlyndi fyrir mismunandi áherslum skoðana. Það er eins og vanti lýðræðislegan þroska. 

Sigurður Þorsteinsson, 7.11.2012 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband