Naut verðandi formaður Samfylkingarinnar aðeins stuðnings 0,33%?

Það er mjög alvarlegt hversu lausir svokallaðir ,,sérfræðingar" fjölmiðlanna eru hvað varðar gagnrýna hugsun. Er kjörsókn mikil eða lítil eða  er stuðningur við frambjóðendur lítill eða mikill? Árni Páll fékk 1041 atkvæði í Kraganum. Það er vissulega aðeins 0,33% ef með eru teknir allir landsmenn. Þá þarf að geta þess að ekki geta allir landsmenn tekið þátt í prófkjöri í Kraganum, og aðeins þeir sem búa á svæðinu sem náð hafa ákveðnum aldri.

 Á kjörskrá Samfylkingarinnar í Kraganum voru 5693 og kjörsókn því ,,aðeins"  um 37% og Árni Páll fékk því ,,aðeins"  atkvæði 18,29% þeirra sem var á kjörskrá. Aftur þarf að greina betur. Á kjörskrá flokkana eru allir þeir sem hafa skráð sig í flokkinn og hafa tekið þátt í prófkjörum á undanförnum árum. Í prófkjörinu nú tóku að sjálfsögðu þátt einstaklingar sem munu alls ekki kjósa Samfylkinguna í næstu kosningum og hugsanlega aldrei. Þetta fylgi borgar ekki félagsgjald, en það er tilbúið að koma í prófkjör til þess að veita ákveðnum einstaklingi brautargengi. Þessir einstaklingar búa til í raun falska kjörskrá. Það sem verra er, þetta lið verður áfram á  kjörskrá í næsta prófkjöri. Gróflega er talið að innan við 50% þeirra sem eru á kjörskrá muni ekki kjósa viðkomandi flokka. Miðað við þetta er þáttaka í prófkjönunum vel viðuandi.

Árni Páll fékk um 48% atvæða þeirra sem tóku þátt í prófkjörinu og má vel við una. Sérstaklega vegna þess að flokksmaskínan vann á móti honum. Bjarni Benediktsson fékk tæplega 55% sem er heldur lakara en hann reiknaði með, en Bjarni beitti sér ekki í prófkörinu. Össur fékk tæplega 39% í fyrsta sætið í Reykjavík og er örugglega nokkuð sáttur.

Rússnesk kosning er liðin tíð. Það eru nýjir tímar. Það verða bæði frambjóðendur að taka tillit til, en ekki síður ,,sérfræðingar" fjölmiðlanna sem stundum viðast vera út á túni.  

 


mbl.is Sigríður opin fyrir formennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Komandi stjórnarandstaða litin dagsins ljós...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.11.2012 kl. 00:33

2 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Stjórnmálamenn eru grátbroslegir og þessir tveir eru engin undantekning.

Guðmundur Pétursson, 18.11.2012 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband