Er tími prófkjöranna liðinn?

Prófkjörin að undanförnu kalla á margar spurningar. Er tími þeirra liðinn , eða a.m.k. í núverandi mynd?

Þegar prófkjör Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks var í Kraganum, var áhugavert að sjá hvernig niðurstaða þeirra var túlkuð. 35% þáttaka af svokallaðri kjörksrá þótti afar slæm þáttaka hjá Sjálfstæðisflokki. Hins vegar þótti 37% þáttaka í prófkjöri Samfylkingarinnar ekkert tiltökumál. 

Málið er að fjöldi félaga í stjórnmálaflokkunum er stórlega oftalin. Mjög margir eru skráðir í fleiri en einn stjórnmálaflokk, sem á oftast nær þá skýringu að viðkomandi hefur tekið þátt í prófkjörum til þess að styðja vini og vandamenn. Svokallaðar kjörskrár hafa lítið með  stuðningsmenn eða félagsmenn flokkanna að gera. 

Meiningin með prófkjörum er ekki slæm. Að einstaklingar sem áhuga hafa á stjórnmálum og vilji gefa kost á sér, geti auðveldlega boðið sig fram og kjósendur geti síðan gert upp á milli aðila. 

Gallinn er bara sá, að þó að gott fólk vilji gefa kost á sér, þá kostar slíkt mikla fjármuni og vinnu. Einstaka frambjóðendur hafa komið upp sérstökum kosningamaskínum. Harðsnúið lið, með tölvkerfi  sem fer milli kjördæma til þess að tryggja hinum útvöldu kosningu. Síðan er fólki smalað á kjörstað með miða meðferðis sem segir því hvernig merkja eigi við á kjörseðlinum. Þetta þekkist í öllum flokkum.

 Núverandi fyrirkomulag prófkjöra hefur gengið sér til húðar.  


mbl.is Úrslit leysa ekki togstreitu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband