Minnumst Icesaveníðinganna í komandi kosningum!

Ef þá á eftir að velja versta samning Íslandssögunnar kemur aðeins einn til greina, Svavarssamningurinn í Icesave málinu. Þó þjóðin hafi fellt þennan samning nánast með fullu húsi, er enn lið úr innsta trúarliði samfylkingarinnar sem enn telur að þessi samningur hafi veri alveg ágætur. Það notar öll möguleg tækifæri að níða þá menn sem beittu sér fyrir því að samningurinn yrði felldur. Fremstur hataðra hjá samfylkingunni er Ólafur Ragnar Grímsson, okkar ágæti forseti. Á Eyjunni í dag kemur einn samfylkingarsnúðurinn Karl Th. Birgisson og ræðst á annan heiðursmann, sem þjóðin á mikið að þakka Ragnar Hall. Þessi undirmálsmaður Karl Th. Birgisson kann ekki einu sinni að skammast sín, heldur hælir sér af því að hafa stutt Svavarssamninginn sem hefði sett þjóðina endanlega á hausinn. 

Nú fer að líða að síðustu mánaðamótum sem við þurfum að hafa vinstri stjórn á Íslandi.  Þjóðin er þegar farin að fagna.

Minnumst allra þeirra í samfylkingunni sem vildu koma Íslandi á vonarvöl. Þar voru einnig piltarnir sem nú kallar sig bjarta framtíð, útibú frá samfylkingunni. Í sama hópi voru allir ráðherrar VG, nema Ögmundur og núverandi þingmenn VG. Megi uppskera þeirra í komandi kosningum verða í samræmi við það sem þeir til sáðu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Sigurður, góðan og þarfan pistilinn.

Jón Valur Jensson, 25.3.2013 kl. 23:53

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Sigurður,það er ekki ónýtt að hafa ykkur í vörninni.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2013 kl. 01:31

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég á eftir að lesa pistil Karls.

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2013 kl. 01:39

4 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Aðkoma hans að GG málunum var ömurleg.

Guðmundur Böðvarsson, 26.3.2013 kl. 08:53

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Sigurður það væri ef vil vill rétt að birta nöfnin svona í aðdraganda kosninga til að merkja ómerkinga sem svífast enskis til að annaðhvort ota eigin tota eða fylgja foringja sínum í blindni í von um upphefð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 09:49

6 Smámynd: Rafn Guðmundsson

endilega birta þeirra nöfn og auðvitað líka þeirra sem voru til í að spila 'rúsneska rúlettu' með framtíð landsins

Rafn Guðmundsson, 26.3.2013 kl. 10:49

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rafn?  > og auðvitað líka þeirra sem voru til í að spila &#39;rúsneska rúlettu&#39; með framtíð landsins<

Eins sumra í Dögun ?

Guðni Karl Harðarson, 26.3.2013 kl. 15:08

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ásthildur, þú ert nú í framboði með þeim helstu.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.3.2013 kl. 17:18

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefði nú aldrei trúað því að Sigurður væri að hvetja fólk til að kjósa ekki Sjálfstæðisflokk. En það var jú hann sem samdi um að um Icesave yrði samið reyndar undir miklu þrýstingi sem Árni Matt samþykkti það. Sjálfstæðisflokkur tók síðan þátt vinnu og samþykkt Icesave 3 Lee Buccheit samninginn. Sem var sá síðasti. Eins eru áhöld um hvort að við spöruðum okkur nokkuð á þessu þar sem að þrotabú Landsbankans borgar allan höfuðstólin og vaxtakjrö á lánum ríkis og annarra sem þurftu að taka lán 2008 og 2009 mótuðust af skuldatrygginar álagi sem m.a.a var vegna þess að ósamið var um Icesave. Og vextir af Icesave 3 hefðu ekki orðið nem aum 40 eða 50 milljarðar og sennilega minna því við hefðum greitt upp höfuðstólinn hraðar en reiknað var með.

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2013 kl. 18:44

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Enn sem sagt að ég get ekki túlkað þetta öðruvísi en að Sigurður Þorsteinsson sé hér með að lýsa yfir stuðningi við framsókn

Magnús Helgi Björgvinsson, 26.3.2013 kl. 18:46

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ingibjörg Sólrún og Kristrún Heimisdóttir hafa farið yfir það hvernig samninga þær stóðu að fyrir samfylkinguna. Þessar tvær eru stjórnmálamenn sem maður mun alltaf bera virðingu fyrir, bæði vegna heilinda og dómgreindar í flestum málum. Því miður var annað hvort einhver togsþreyta milli þeirra tveggja og Jóhönnuliðsins, eða samskiptavandamál, sem leiddi til þess að Svavarsnefndin vissi hvorki í þennan heim né annan í samningagerðinni. Þetta hefur Jóhanna og Árni Páll viðurkennt síðar og játað ylristjón sína í málinu.

Samningur  Lee Buccheit var á allt öðrum nótum. Sá samningur hefði að mínu mati verið mjög vel ásættanlegur. Dómurinn var að vísu betri en við vorum mörg sem töldum að við værum að taka óþarfa áhættu. 

Þú Magnús eins og fleiri flokkssauðir samfylkingarinnar studdu Sævarssamninginn, og hefur annað hvort ekki haft manndóm eða þann skilning á málinu að þú ættir að biðja lesendur þína afsökunar. ÉG myndi aldrei gera þá kröfu til þín Magnús. 

Sigurður Þorsteinsson, 26.3.2013 kl. 19:41

12 Smámynd: Elle_

Ískalda mat Bjarna Ben og 8 alþingismanna hans var ekki af hræðslu við dóm, Sigurður, þeir vissu að lögin stæðu með okkur.  Það vissi líka Þorvaldur Gylfason, fyrr í Dögun með nokkrum öðrum landsölumönnum, nú í svokallaðri Lýðræðisvakt, einn skæðasti maður sem komið hefur fram opinberlega.  Það var ekki við öðru að búast en að sauðirnir í flokki Magnúsar, líka Ingibjörg, stæðu ranglætismegin gegn þjóðinni, eins og vanalega. 

Elle_, 26.3.2013 kl. 20:19

13 Smámynd: Elle_

Og mikill misskilningur að ICESAVE3 hafi verið ásættanlegur, hann var hættulegur.  Með honum átti að færa lögsögu okkar í málinu yfir til Englands.  Og við hefðum ekki losnað undan dómi þó við hefðum sættst á hann.   Það voru gríðarlegar blekkingar í gangi allan tímann af völdum ICESAVE stjórnarinnar og meðhjálpara eins og Magnúsar, og í lokin trúði alltof mikill fjöldi kjósenda þeim.

Elle_, 26.3.2013 kl. 20:30

14 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ja hérna &#150; sumir þurfa að fá sé sigurðarvara

Rafn Guðmundsson, 26.3.2013 kl. 21:33

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er einfaldlega rangt hjá þér Jón Steinar Þór og Margrét stóðu gegn Icesave samningunum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.3.2013 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband