9.4.2013 | 08:50
Eru nærri 600 níðgreinar á 4 árum um sama mannin, ofbeldi?
Það er fáheyrt í hinum vestræna heimi að einn og sami maðurinn fái á sig nærri 600 níðgreinar á einu kjörtímabili frá sama miðlinum. Þetta hefur Bjarni Benediktsson þurft að sætta sig við af hendi DV. Það þarf ekki að efast um að börn Bjarna hafa orðið fyrir barðinu á þessu ofbeldi, svo og aðrir í nánustu fjölskyldu hans.
Það er fyllilega eðlilegt að þeir sem þekkja Bjarna minna eins og flokksmenn innan Sjálfstæðisflokksins. Viðbrögð eins og þau að skipta um formann hafa heyrst frá hluta flokksmanna, en þó hefur Bjarni ótrúlega mikið fylgi.
Skoðum þá sem bera ábyrgð á ofbeldinu.
Reynir Traustason ritstjóri DV og Ingi Freyr Vilhjálmsson. Undir þeirra stjórn hafa nokkrir dómar fallið vegna skrifa starfsmanna þeirra. Það hreyfir ekki við þeim.
Fyrir ekki alls löngu ofbauð Sigurði Guðjónssyni hæstaréttarlögmanni sóðaskapurinn, Sigurður verður seint sakaður um að vera stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins.
Á Pressunni segir:
,,En ég hef þó aldrei séð það að maður hafi verið borinn jafn alvarlegum sökum lengi eins og þessi fyrirsögn gefur til kynna miðað við þá frétt sem er skrifuð, vegna þess að eftir fréttinni að dæma gerði Bjarni ekki annað en það að skrifa nafn félags undir skjal í umboði sem hann hafði".
Sigurður sagði í þættinum að fyrir liggi að undirskrift Bjarna Benediktssonar sé ekki fölsuð, efni lánasamningsins sé ekki falsað, enginn ágreiningur sé um það hvenær efni skjalsins hafi verið samið. Skýringar séu á drætti á undirskrift þess af hálfu Bjarna, sem hafi haft löglegt umboð.
Og Sigurður G. Guðjónsson hélt áfram:
,,Þannig að þessi fyrirsögn er svo röng sem hún frekast getur verið, vegna þess að auðvitað getur það gerst að þegar menn vinna með skjöl að þau eru dagsett, eins og í þessu tilviki, áttunda febrúar, það næst ekki í allar undirskriftir kannski níunda, tíunda og ellefta, en það sem liggur þó fyrir er það að efni allra skjalanna er rétt og undirskrift Bjarna er rétt, og þá skiptir það ekki sköpum fyrir skjalið hvort að dagsetningin er áttundi eða ellefti".
Að lokum sagði Sigurður þetta:
,,Þarna er því ekki um neina fölsun að ræða, þeir hefðu alveg eins getað sagt að hann hefði stolið peningunum, það er jafnslæm aðdróttun í garð Bjarna. Þetta er mjög gróft og mjög sérkennilegt að fjölmiðill skuli setja frétt fram með þessum hætti, sem er ekki fótur fyrir. Þegar maður skoðar dóma um fölsun, eins og t.d. tékkafalsanir og skuldabréfafalsanir þá er sá sem er að nota það í lögskiptum að breyta efni eða búa til eitthvað sem hann hafði ekki að lögum heimild til. Bjarni hafði að lögum heimild til að skrifa undir skuldaskjöl sem frændi hans hafði samþykkt að yrði með ákveðnum hætti, þannig að þetta er alveg ótrúleg ósvífni í þessari fyrirsögn".
Nú geta menn velt því fyrir sér af hverju þessi níðskrif hafa staðið svona lengi og verið svona gróf. Lengi hefur það verið ljóst að þau hafa ekkert með Bjarna að gera. Á tímabili hugleiddi Bjarni að stíga til hliðar, og þá tæki Hanna Birna við. Samdægurs byrjuðu níðskrif um Hönnu Birnu.
Níðskrifin eru því flokkuð sem gamalt uppgjör. Uppgjör útrásarvíkings sakaður hefur verið að reyna að kaupa þáverandi forsætisráðherra Davíð Oddson. Það tókst ekki og síðan leggur Jón Ásgeir Jóhannesson fægð á Sjálfstæðisflokkinn.
Í tíð þessarar ríkisstjórnar fékk Jón Ásgeir og/eða kona hans að kaupa 365 miðla af ríkisbankanum Landsbankanum án útboðs! Dettur einhverjum í hug að Björgólfi Thor hafi staðið þetta til boða? Útrásarvíkingurinn getur því varið flótta sinn fram að dómi. Jón Ásgeir hefur lengi verið orðaður sem helsti stuðningsmaður samfylkingarinnar eftir átök hans við Davíð.
Það líður að uppgjöri Jón Ásgeir vill ekki Bjarna sem forsætisráðherra þegar Jón Ásgeir verður dæmdur. Hann vonast eftir samúð frá þjóðinni og dómstólunum.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sammála þér Sigurður.En þetta pólitíska þras hefur oft á tíðum þróast út í ærumeiðingar og held það sé nokkuð sama hvaða flokkur á í hlut.þú hefur reyndar sjálfur gerst sekur um það nýlega varðandi annan bloggara hér á Blogg.is. svo það er í lagi að skoða heimalandið líka.Ég get ekki fullyrt sjálfur að ég sé alsaklaus í þessu heldur.En að sjálfsögðu verða þeir sem eru mest áberandi mest fyrir barðinu.Ég hef áður bent mönnum á að hafa börnin í huga þegar þeir hafa ráðist að mönnum t.d. Jóni Ásgeiri og Jóhannesi.Þó að fólki sé heitt í hamsi á alltaf að hugsa aðeins út fyrir rammann.Er ekki best að reyna bara sitt til að vera málefnalegur í umfjöllun og skeita ekki um níðskrif sem oftast stjórnast af skorti á rökum.Þá fara menn yfirleitt að bulla.En það er sjálfsagt að löggjafinn taki fastar á þessum málum varðandi blaðaskrif um stjórnmálaforingja.
Jósef Smári Ásmundsson, 9.4.2013 kl. 10:32
Ef það er Sjálfstæðisflokkurinn, sem umfjöllunin snýst um í þessum eineltistilburðum DV, þá á að gagnrýna eigendur flokksins fyrst og framst. Finna út hverjir eru flokkseigendurnir í raun, og gagnrýna þá, en ekki undirmennina.
Ég styð ekki þennan flokk né Bjarna Ben, en mér ofbýður óvönduð vinnubrögðin, að taka fyrir undirmenn, og sleppa stóru eigendunum!
Hvers vegna er eigendum flokkanna sleppt við sömu aðför og einelti?
Það þarf enginn að velkjast í vafa um, hvers vegna einelti er jafn alvarlegt í grunnskólum landsins og raun ber vitni, þegar fjölmiðlar ganga á undan með svona múgæsings-fordæmi!
Næst þegar DV og fleiri fjölmiðlar fjalla um einelti, þá ætti starfsfólkið á fréttablöðum/fjölmiðlum að velta samtímis fyrir sér, sínum eigin þætti í þessari siðferðisbrenglun.
Einelti sem fær að viðgangast í mörgum grunnskólum, sem börn eru skylduð til að mæta í, og láta allt yfir sig ganga jafnvel öll grunnskólaárin! Það kemur engin barnssál heil út úr þannig barnæsku!
Eigendur sjálfstæðisflokksins gerðu ekkert í þessum málum á sinni vakt!!!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.4.2013 kl. 11:36
Jósef tek undir með þér. Jú okkur hættir mörgum við að fara yfir strikið. Það gerði ég í bloggi mínu til Magnúsar Helga Björgvinssonar. Tvíræðni er alltaf hættuleg. Sendi honum afsökunarbeiðni. Hins vegar var ásökun um að ég hefði ráðist á dóttur hans, eitthvað sem ég kannast ekkert við. Held að spuninn hafi verið honum um megn.
Einelti á líka við um Jón Ásgeir og Jóhannes föður hans sem mér þykir alltaf vænt um. Hins vegar er full ástæða til þess að taka á uppgjörinu þ.m.t. 365 miðlum. Það hefur ekki verið gert.
Sigurður Þorsteinsson, 9.4.2013 kl. 11:50
Anna nú þekki ég ekki þessa eigendur Sjáfstæðisflokksins sem þú telar um. Ég er að tala um níðgreinarnar um Bjarna Benediktsson. Um það fjallar greinin. Ef Jón Ásgeir vill gera upp málin við Davíð Oddson þá verður hann að hafa manndóm til þess að takast á við hann. Ekki senda ,,handrukkara" til þess að ráðast að þriðja aðila.
Sigurður Þorsteinsson, 9.4.2013 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.