Er RÚV virkilega ekki treystandi?

RÚV hefur mátt þola harða gagnrýni, og menn eins og Styrmir Gunnarsson segir að stokka þurfi upp RUV að loknum kosningum. Það er harður dómur og er byggður á því að RÚV hafi ekki getu nú til þess að vera hlutlaus stofnun. Það eru þung orð.

Í forsetakosningunum var einn frambjóðandinn starfsmaður RÚV og þess vegna sérlega mikilvægt að jafnréttis væri gætt. Því miður tókst sú ætlun afar illa, hafi það þá nokkru sinni verið ætlunin. Það vakti sérstaka athygli hversu þetta varð nokkrum kvenkyns starfsmönnum stofnurinnar um megn. 

 Nú í upphafi kosningabaráttunnar nú,  er valin sú stefna hjá RÚV að treysta Agli Helgasyni ekki fyrir að stjórnaumræðuþáttunum. Um þá ákvörðun þarf ekki að  deila enda hlýtur að Egill verði sendur í langt frí, orðinn ofalinn og latur. Vill fyrst og fremst heyra í fólki með sömu skoðanir og hann hefur sjálfur. 

Umræðuþátturinn hjá RÚV þann 2 apríl var afleitur.  Einhver Anna Kristín Pálsdóttir og Ragnar Samton tóku yfir stóru málin á kjörtímabilinu og hafa sjálfsagt fengið punktana úr skrifstofu samfylkingarinnar. Það var sagt frá deilum á Alþingi, en það var ekkert sagt frá sterkum ábendingum um þjóðstjórn við þær aðstæður sem í þjóðfélaginu voru. Vilja allra stjórnmálaflokka til þess að  vinna saman.  Það var heldur ekkert sagt frá þeim þingmönnum sem yfirgáfu ríkisstjórnarflokkana á kjörtímabilinu. Þau gleymdu alveg að segja  frá skrípaleiknum um Landsdóm og hvernig samfylkingin ákvað að fría sína ráðherra, en stefna aðeins Geir Haarde. Heldur var ekkert sagt frá því að eftirá var það bráðabirgðalögin sem Geir Haarde náði í gegn, m.a. gegn andstöðu Steingríms Sigfússonar, sem bjargðaði því sem bjarað var.  Síðar reyndi Steingrímur að gera bráðabirgðalögin að sínu afreki. Það var ekkert fjallað um loforð Jóhönnu um skjaldborgina, enda er afar óþægilegt að fara  að rifja það loforð upp. Loforðið sem nú Framsókn gerir að sínu. Sagt er frá því að skráð atvinnuleysi hafi minnkað, en alveg láðist þeim að geta þess að störfum hefur ekki fjölgað, heldur þvert á móti fækkað á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað.  Síðast en ekki síst náðu fréttamennirnir að gleyma afgreiðslunni um Icesave. Það verður að teljast toppurinn á minnisleysinu. 

Þau Jóhanna Hjaltadóttir og Sigmar Guðmundsson eru hins vegar fjölmiðlamenn sem nánast undantekningalaust  standa sig afburða vel og gerðu það einnig nú. 

 Hér er hæg að sjá þáttinn

 

 


mbl.is Skuldamál heimilanna mikilvægust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég held mikið upp á Sigmar,finnst hann ekkert hlutdrægur,enda held að hann sé alls óhræddur við yfirmenn sína,svo lengi sem hann vinnur af alúð.

Helga Kristjánsdóttir, 8.4.2013 kl. 01:04

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigmar er toppmaður. Hann heldur ekki hlýfiskildi yfir nokkrum pólitíkus. Hef einhvers staðar heyrt að hann hallist að miðjuflokkunum, en það skiptir bara ekki nokkru máli. Jóhanna er líka verulega flott. Ég væri skotinn í henni varðandi næstu forsetakosningar. Verulega flott.

Sigurður Þorsteinsson, 8.4.2013 kl. 02:39

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Stefán, læðist að þér sá grunur?

Sigurður Þorsteinsson, 8.4.2013 kl. 12:21

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sterkt samband á milli Samfylkingingar og SAMRÚV sem enginn getur neitað með góðri samvisku.

Margir einstaklingar eru heilir, en skemmdu eplin dóminera.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.4.2013 kl. 12:40

5 identicon

Fjallaði Gylfi ekkert um Kúbu norðursins ? Baðst hann afsökunnar á þætti sínum í Icesavemálinu ?

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 8.4.2013 kl. 14:29

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Að þið Framsóknarmenn skulið taka mark á Styrmi er næsta athyglisvert. Hvernig væri að halda á lofti merki Sjálfstæðisflokksin einsog meiningin ætti að vera.

Gísli Ingvarsson, 8.4.2013 kl. 15:39

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gísli er eitthvað sterkt í bollanum hjá þér?

Sigurður Þorsteinsson, 8.4.2013 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband