Síðasti hringurinn hafinn

Þá er síðasti hringurinn í kosningahlaupinu hafinn. Sveitastrákurinn hefur óvænt leitt hlaupið, en nokkuð er af honum dregið. Líklegast er að Framsókn lendi í 2 sæti með 24-25%. Sá öflugi og stóri verður væntanlega með um eða yfir 30%, Sjálfstæðisflokkurinn  er í mikilli sókn. Þá kemur sigurvegari síðasta kosningahlaups, samfylkingn haltar áfram mikið löskuð en kemst líklega í mark með aðeins um 10% fylgi.  Fyrrverandi formaður hvetur mótherjanna áfram.  Sá umhverfisvæni og rauði VG nær sennilega 5-6% sem er áfall, en þar er fyrrverandi formaður líka til óþurftar. Það sama má um fyrrum Bjarta framtíð sem nú hefur verið endurskýrð Einhver framtíð og verður líklega sameinuð þeim halta eftir kosningar. Þá eru það bara Píratarnir sem legni vel var afleitað af fyrrum Besta flokknum. 5-7% verður líkleg staða. Þetta er ekki lengur nein spenna í dæminu. Öllum er nú ljóst hvernig fer. Gleðilega hátíð!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn kæri ekkert er víst fyrr en við teljum upp úr kjörkössunum.  Gleymdu ekki með þessa Björtu framtíð að þau vilja ekkert vesen

En hvernig sem allt veltur þá reynum við að koma "okkar" málefni á framfæri ekki satt?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 18:29

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ásthildur mín, það verður okkar baráttumál á komandi mánuðm! Sumarið er að koma og við þurfum að njóta daganna með börnunum. Ef við náum barninu í okkur fram og njótum gengur okkur vel.

Sigurður Þorsteinsson, 22.4.2013 kl. 18:45

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er ég vissum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.4.2013 kl. 19:32

4 Smámynd: Sólbjörg

Skemmtilegt að Björt framtíð virðist hafa fengið æsku landins til liðs við sig og leyft grunnskólabörnum að setja saman stefnuskránna hjá sér sem var svo send í dreifibréfi inn á heimili landsmanna í vikunni. Gott hjá þeim enda eru börnin framtíð þessa lands.

Sólbjörg, 23.4.2013 kl. 11:12

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, já Sólbjörg, en einhver barnanna spurði út í Svavarssamningin og þá gátu Guðmundur Steingríms og Róbert Marshall ekki gefið neina gáfulega skýringu á af hverju þeir samþykktu hann. Þetta flokkaðist því undir aulalegt í stað þess að vera barnalegt. Svo voru krakkarnir fengir til þess að hafa vit fyrir þeim.

Sigurður Þorsteinsson, 23.4.2013 kl. 17:10

6 Smámynd: Sólbjörg

Ha, ha, - gott þeir gátu leitað eitthvað, börn eru svo samúðarfull og hjálpsöm.

Sólbjörg, 23.4.2013 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband