25.4.2013 | 22:14
VG ræðst harkaleg á Steingrím Sigfússon. Verður honum vært í VG?
Það vekur mikla athygli að forysta VG hefur nú snúist gegn sínum gamla formanni Steingrími Sigfússyni varðandi virkjun í Bjarnaflagi. Mál sem samþykkt var á Alþingi fyrir tilstuðlan Steingríms Sigfússonar sem átti að tryggja honum góðan stuðning fyrir Alþingiskosningarnar í vor. Stjórn VG er komin með kaldar fætur í málinu og hafnar nú þessu baráttumáli Steingríms Sigfússonar alfarið. Nú er bara spurningin hvað verður um Steingrím. Lára Hanna Einarsdóttir á þakklæti skilið fyrir að taka þetta saman á myndrænu formi og deila til almennings.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Mer finnst eðlilegt og rétt að senda hér inn athgasemd mina við blogg Ómars Ragnarssonar vegna þessa máls:
Það sem vekur mikla athygli þessa síðustu tvær vikur er þögn Ómars Ragnarssonar. Þögnin yfir framlagi ríkisstjórnarinnar í virkjunarmálum á Norðurlandi. Virkjun í Bjarnaflagi. Ómar hefur að vísu tjáð sig um þetta mál, en mikilvægi þess sést best á því að Ómar velur að tjá sig ekki um málið fyrir kosningar. Það gæti verið óþægilegt fyrir núverandi ríkisstjórn. Þessi óþægindi setur Ómar ofar náttúruverndarsjónarmiðum varðandi Bjarnarflag.
Það þarf kjark að vera maður. Það hafði Vigdís Finnbogadóttir þegar hún gekk niður Laugarveginn með Ómari Ragnarssyni fyrir náttúruna í landinu. Þá var hún ekki að hugsa um þau óþægindi sem stuðningur hennar myndi valda. Hún óx í áliti hjá mörgum, en kallaði fram andstöðu hjá öðrum. Auðvitað er Ómar engin Vigdís Finnbogadóttir.
Bjarni Benediktsson skrifaði ásamt Illuga Gunnarssyni greinar um efnahagstjórnina fyrir hrun og fékk vegna þess harða gagnrýni. Hann fékk líka harða gagnrýni þegar hann tjáði sig um það að Sjálfstæðisflokkurinn ætti ekki að standa í vegi fyrir því að kanna viðhorf hjá ESB varðandi aðild, ef meirihluti þjóðarinnar vildi slíkt. Auðvitað er Ómar Ragnarsson enginn Bjarni Benediktsson. Það þarf kjark til þess að vera maður.
Hvað Ómar Ragnarsson skrifar um virkjun í Bjarnaflagi skiptir afar litlu máli. Hann hefur sett vægi þeirra skoðana alveg sjálfur. Þær skipta ekki nokkru máli. Hann hefur sett sig frekar á bekk með Steingrími Sigfússyni, sem VG hefur nú ákveðið að takast á við um málið. Það gerir Ómar Ragnarsson ekki.
Hann getur kynnt sér slíka stefnufestu á
ziggi.blog.is
Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2013 kl. 22:53
Sigurður, auglýsingar VG bera þess einhvernveginn ekki vott að þau hafi verið í ríkisstjórn s.l. fjögur ár, til dæmis eins og þessi með "hækkum laun kennara" var ekki Frú Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra í fjögur ár? Og eins og með Bjarnarflag og að setja það aftur í umhverfisnefnd, var þetta fólk ekki í ríkisstjórn sl. fjögur ár. Þegar ég heyri auglýsingarnar frá þessum flokki, finnst mér eins og ég fái hálfgerðan flashback hroll, hvar var þetta fólk síðastliðinn fjögur ár. Og núna er allt breytt og öllu lofað, sem þau hefðu getað gert meðan þau höfðu til þess tækifæri.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 23:02
Ásthildur, nei og að kaupa áhöld og tæki fyrir sjúkrasofnanirnar. Á sama tíma kemur í ljós að æ fleiri öryrkjar og aldraðir hafa ekki efni á að leita sér lækninga. Þetta minnir mig á lýsingu á klofinn persónuleika. Nú fer VG að álykta eitthvað um Svavarssamnigninn, eða bara eitthvað annað.
Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2013 kl. 23:07
Það eru fréttir daglega um örbyrgð og hræðilega illa staðið að öllu velferðarkerfinu okkar, og nú þusa þessir flokkar um hvað allt sé á góðri leið, og hvað þau hafa "verndar" velferðarkerfið og þá sem minna mega sín. Ég hef oft hugsað þessa síðustu daga, heldur þetta fólk virkilega að fólk sé fífl. Og já sennilega halda þau það. Að nú allt í einu sé allt hægt að gera, og þau eru ennþá við völd og ættu að gera leiðrétt eitthvað annað en óskilgreind kosningaloforð. Skömm þessa fólks er algjör.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.4.2013 kl. 23:19
Var að tala við foreldra í vikunni vegna stráka sem eru með hindranir 17 og 20 ára gamlir. Niðurstaðan var að það væri nú ekki mikið hægt að gera næstu 3 árin og svo var eitthvað verið að ræða um magnil. Veit ekki hvað magnil kostar. Stefán Ólafsson skrifar öruggleaga um örláta ríkisstjórn.
Sigurður Þorsteinsson, 25.4.2013 kl. 23:34
Já þetta er til háborinnar skammar allt saman. Von að þessir ríkisstjórnarflokkar séu í frjálsu falli, vonandi falla þeir sem lengst niður.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2013 kl. 00:25
Ég leit sem snöggvast á bloggið mitt síðan í september í hitteðfyrra, en þá fyrst kom fram að það ætti að fara að skarka í Bjarnaflagi. Bæði í þeim mánuði og í október skrifaði ég þrjá bloggpistla um Bjarnarflagsvirkjun og hélt áfram að skrifa um þetta mál og önnur skyld út síðasta ár og er eini aðilinn í landinu sem hef birt myndir af affallsvatninu, sem rennur á yfirborðinu í átt að Mývatni að Bjarnarflagi. Ég varð fyrstur til að vekja athygli á þessu máli í á áberandi hátt í grein í Fréttablaðinu í ársbyrjun og hef haldið dampinum gangandi síðan.´Var það merki um þjónkun mína við ríkisstjórnina? Þá hefur öllum mátt vera ljós eindregin andstaða mín við þessa virkjun alla tíð, nema þér. Það eru um hundrað virkjanahugmyndir uppi á borðinu út um allt land og engin leið að fjalla um þær allar í hverri viku. En þá leggst þú bara í lúsarleit og finnur tvær vikur, sem ég hafi ekki verið að berja á Bjarnarflagsvirkjun og fyrir það er ég dæmdur af þér sem aumingi og ræfill í málinu, sem þori ekki að láta á mér kræla vegna þjónkunar við ríkisstjórnina! Ég var fyrr í vetur í viðtali í Silfri Egils með harða gagnrýni á stefnuna í olíuvinnslumálunum. Var það þjónkun við ríkisstjórnina? Ég skoraði á forsetann að setja Icesave í þjóðaratkvæði og bloggaði í þá veru. Var það þjónkun við ríkisstjórnina? Ég skrifaði nafn mitt á undirskriftalista um það að Grímsstaðir á Fjöllum yrðu ekki seldir Huang Nubo heldur gerðir að þjóðareign. Var það þjónkun mín við ríkisstjórnina? Ég hef alla tíð verið andvígur því að fara með flugvöllinn úr Vatnsmýrinni eins og borgarfulltrúar vilja flestir. Er það þjónkun mín við Samfylkinguna í borgarstjórn? Ég hef gagnrýnt það að binda ívilnanir við iðnað á Bakka við "orkufrekan iðnað" og ganga lengra en Sjallar og Framsókn gerðu áður. Er það þjónkun mín við ríkisstjórnina? Um öll þessi mál gildir það að ég hef ekki bloggað um þau síðustu tvær vikur, nema flugvallarmálið. Er það sönnun fyrir því að ég þegi nú um þessi mál af þjónkun við ríkisstjórnina ?
Ómar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 00:53
Ómar ég vildi að ég gæti sagt við þig að ég sé þer sammála, en ég er það ekki. Vissi af afstöðu þinni gagnvart virkjun í Bjarnarflagi og þú hafðir tekið ákveðna forystu í andstöðunni. Vissi um öfluga aðila sem vildu styðja þá baráttu. Síðan kemur afstaða ríkisstjórnarinnar eins og þruma úr heiðskýru lofti. Hvernig bregst Ómar Ragnarsson við. Með gagnárás og andstaðan gegn virkjun á þessum stað hefði farið á flug. Hin leiðin er að segja, nei það gæti skaðað kosningabaráttuna og við gerum það bara síðar. Þögnin, þjónkunin. Ég veit að við erum báðir það sanngjarnir að viðurkenna ferilinn. Þú valdir flokkastuðninginn ofar baráttumálinu. Þú hafðir það val. Þess vegna ertu engin Vigdís Finnbogadóttir og enginn Bjarni Benediktsson, þau þora á ögurstundu.
Það þýðir ekki að ég mun leggja lykkju á vegi mínum til þess að hverja menn til þess að nýta krafta þína. Það hef ég áður sagt. Hefði áður haldið að þú hefðir tekið slaginn nú, sem þú gerðir ekki. Vegna þess er ég fyrst og fremst sorgmæddur. Sé aðra baráttu í því ljósi.
Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 04:35
Kjósum forsætisráðherra, kjósum Bjarna Ben.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2013 kl. 11:07
Heimir málið snýst um að Bjarni Benediktsson eða Sigmundur Davíð leiði næstu ríkisstjórn. Annað liggur nokkuð ljóst fyrir. Bjarni var fyrirliði 21 árs landsliðsins í fótbolta og var afburðaleikmaður. Af mínum kynnum af honum, vel ég hann frekar. Sigmudur er líka flottur.
Sigurður Þorsteinsson, 26.4.2013 kl. 13:47
Ég er félagi í Landvernd og hef verið í stanslausu sambandi undanfarnar vikur og daga við forráðamenn Landverndar, einkum Guðmund Hörð Guðmundsson formann og unnið með honjum og öðrum öflugum félögum að andófi við virkjunina.
Ég sat á aðalfundi samtakanna fyrir viku og lagði mitt af mörkum til að þau beittu sér í málinu, stóð þar upp og tók til máls, enda hefur formaðurinn Guðmundur Hörður verið öflugur talsmaður okkar og haldið vel á málum við fjölmiðla, sem hafa snúið sér til hans í þessu máli.
Ef það hefði vantað upp á að skörulega væri tekið á málinu, hefði ég að sjálfsögðu látið til mín taka, en taldi ekki þörf á að vaða fram fyrir Guðmund Hörð.
Ég er í stjórn Framtíðarlandsins og hef lagt mitt af mörkum þar til að móta andóf okkar gegn virkjuninni, sem hefur verið stanslaust síðan í fyrra, meðal annars undir mínu nafni á vefsíðu þeirra samtaka.
Ég var einnig á fundi um mengun Þingvallavatns í næstliðinni viku, sem er náskyld ógninni, sem steðjar að Mývatni.
Síðustu viku hef ég auk þessa verið upptekinn við að setja saman íslenska útgáfu af myndinni "Im memoriam?" í tilefni af dauða Lagarfljóts og samsvörun hans við dauða Mývatns og mengunar Þingvallavatns, og frumsýndi hana í fyrrakvöld, einmitt þegar mest er þörf á að minna þjóðina á það hvað var gert eystra og þar með hvað stendur til að gera nú
Samfylkingin stóð að þeirri verstu framkvæmd Íslandssögunnar, að undanskildum hetjunum Þórunni Sveinbjarnardóttur og Rannveigu Guðmundsdóttur, svo að varla er ég að þjóna þeim flokki með því að standa í þessu, eða hvað? Ef ég er svona rosalega hræddur við þann flokk, hvers vegna er ég þá að leggja alla þessa vinnu í að varpa ljósi á versta gerning þess flokks?
Mér finnst sárt, eftir að hafa fórnað öllu mínu fyrir málstað íslenskrar náttúru og lapið dauðann úr af þeim sökum síðan ég varð að "óvini Austurlands númer eitt" 1999, að vera nú sakaður um hugleysi og aumingjaskap.
Ómar Ragnarsson, 26.4.2013 kl. 23:32
Ómar ég geri ekki lítið úr þeirri vinnu sem þú hefur unnið með þinni baráttu. Í bók þinni um Kárahnjúka setur þú fram fleiri en eina hlið á málinu. Þær eru oft margar. Þegar ríkisstjórnin tók ákvörðun nú varðandi Bjarnaflag, þá var tækifærið að mótmæla og ef Ómar Ragnarsson hefði gert það strax þá hefði það bitið. Það var ekki gert og þá þarf að hefja baráttuna á allt öðrum og erfiðari stað. Í því fellst gagnrýni mín. Rétt eins og Vigdís Finnbogadóttir ákveður að vera utan flokka, opinberlaga, þá verða mótmæli hennar og ábendingar, teknar af allt annarri þyngd. Stuðningur þinn við núverandi ríkisstjórn, sem við blessunarlega losnum við í dag, veikir trúverðugleika þinn í baráttunni fyrir náttúruna.
Minn nánasti vinur í æsku er Árni Bragason. Þegar stofnun hans Náttúruvernd Íslands (ef ég man nafnið rétt), gaf ekki jákvæða umsögn um Kárahnjúkavirkjun strax í byrjun, þá var stofnunin lögð niður eða sameinuð í Umhverfisstofnun. Þar var Árni síðan aðstoðarforstjóri, en honum voru ekki ætlaðar frekari vegtyllur.
Minn nánasti samstarfsmaður nú, er Jóhann Ísberg, en hann er mikill áhugamaður um náttúrvernd og umhverfismál. Hann skammaði mig fyrir bloggið mitt nú og sagði mig ósanngjarnan og allt of harðan í þinn garð. Það má vel vera, hann skammar mig oft og hefur oft rétt fyrir sér. Biðst þá afsökunar á því.
Sigurður Þorsteinsson, 27.4.2013 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.