Þá er bara að þakka fyrir sig!

Ákvað að nota þetta blogg til þess að takast á við lesblinduna mína, og hræðsluna við að skrifa. Hef a.m.k. lært betur að vinna með hana. Kynnst hér afar áhugaverðu og góðu fólki, og auðvitað eins og eins og gengur öðru sem ég ekki endilega myndi bjóða í sunnudagsmorgunmat á pallinum. Alla þykir mér þó vænt um.  Vona að allir fari ósárir frá borði.

Sem barn fékk ég tækifæri að leika í Þjóðleikhúsinu. Fyrsta stykkið hafði mikil áhrif á mig. Það var jólaleikrit Þjóðleikhússins og hét Stöðvið heiminn  ... hér fer ég út. Það hef ég líka stundum gert í lífinu þegar köflum er lokið. Takk fyrir. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki ertu hættir að blogga Sigurður?

Ef svo er þá þakka ég fyrir mig líka...að hafa haft tækifæri að lesa bloggið þitt.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 28.4.2013 kl. 11:41

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ef þú ert að hætta þá þakka þér fyrir allt.Kom nú aldrei auga á þessa lesblindu.Vonandi kemurðu aftur þegar þú þarft að losna við fleiri kvilla.Finnst reyndar að fleiri ónefndir ættu nú að fara að dæmi þínu og t.d. takast á við "rugluna".Þetta er leiðinlegur sjúkdómur.Gangi þér vel á lífsleiðinni.

Jósef Smári Ásmundsson, 28.4.2013 kl. 16:02

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

mun sakna þín ef þú hættir,en þakka fyrir ágæt skrif og rökföst,kveðja

Haraldur Haraldsson, 28.4.2013 kl. 16:07

4 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Sæll Sigurður og til hamingju með sigurinn gegn ríkisstjórninni í gær,

Því verður ekki trúað að þú farir að leggja pistlaskrif á hilluna úr þessu, en ef svo er þá mun þín verða sárt saknað af þeim er þetta ritar í bloggheimum.

Með góðum kveðjum,

Jón Baldur

Jón Baldur Lorange, 28.4.2013 kl. 16:54

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þakka fyrir hlý orð hér og m.a. í símtölum. Kom mér á óvart hverjir voru að lesa,án þess að senda inn athugasemdir.  Margföldun á vinnuálagi gerir kröfu um fókus og það verður að ganga fyrir. Ég fæ að skjóta einni og einni athugasemd ef svo ber undir. Aftur bestu þakkir fyrir samferðina hér.

Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2013 kl. 23:13

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Lesblinda er bara fötlun sem menn og önnur dýr þurfa að læra að lifa við. Ég vissi ekki að það væri vegna lesblindu að ég sný tölum á hvolf og það tekur mig að minnsta kosti tvöfaldan tíma að lesa það sem konan mín les snöggvast yfir öxlina á mér.  

Mig tók að gruna eftir að ég varð fertugur og um ræða um lesblindu varð til.  Þar kom skíringin á því að kennarar mínir sumir  kölluðu mig drullusokk aula og ræfil. Þeim var vorkunn, því að þeir höfðu ekki fengið reynslu af því að fela sin aulaskap sem því miður var ekki lesblinda, heldur annað.

Sigurður það eru hér á blogginu nokkrir mílustaurar  sem allir ganga um og þeir mega ekki hverfa nema af mjög náttúrulegum ástæðum.  Hverfi þessir staurar þá er villa vís,  en það sagði einhver að lesblindur væri ratvís.               

Hrólfur Þ Hraundal, 28.4.2013 kl. 23:39

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gaman að hitta þig í Hlíðarsmáranum,en þar var ekkert ráðrúm til að spjalla. Sé þig kannski á vellinum í sumar,eina ástæða mín til að vera úti sem er svo hressandi. Þú ert búinn að vera ómetanlegur,en nú er ráðrúm til að létta þessu af þér. Takk fyrir bestu óskir um góða heilsu.

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2013 kl. 23:40

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

PS. Hrólfur sem betur fer hefur mönnum loksins opinberast með rannsóknum,hvað lesblinda er. Við í yfirsetu er ávallt með mikið af lesblindu merkjum sem við laumum á próf nemenda sem eru haldnir þessum óþægindum.Ég fæ vakandi martröð er hugsa um hvernig skólastjóri nokkur hegðaði sér við nemanda,sem var samtíma mér í barnaskóla. Hann bankaði í höfuð hans fyrir framan alla og sagði ,,reyndu að koma þessu í þinn heimska haus,, ó af hverju var ég ekki hugrökk og eða einhver annar og varði hann?.Hefur örugglega ekki klagað heima hjá sér.

Helga Kristjánsdóttir, 28.4.2013 kl. 23:52

9 identicon

Siggi minn! Þú GETUR ekki hætt!!

Alveg sama hvað umræðan hefur orðið "nasty" þá hefur þú alltaf staðið uppúr sem einn allsherjarsjálfstæðismaðurinn!

Ég met það mikils .... takk.

Egill Þór Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 29.4.2013 kl. 02:47

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hrólfur, ég man að þegar ég fór í landspróf í Vogaskóla, þá var þar fyrir ,,skrítinn" strákur sem átti afar erfitt með að læra. Hann hét Friðrik Friðriksson, nú kvikmyndagerðarmaður. Sannarlega skemmtilegur, og dálítið skrítinn, en ekki illa gefinn eins skilja mátti á nokkrum kennurum.

Þessa sögu þekkjum við margir. Þar sem mér gekk mjög vel í stærðfræði og í skák, en t.d. illa í stafssetningu þá var ég frekar talinn misþroska. Einn umsjónakennari minn sagði við pabba,  að ég gæti svo vel lært, ég bara nennti því ekki. Pabbi svaraði því til að leti væri nú það síðasta sem hann sakaði mig um, ég væri frekar ofvirkur. 

Þetta blogg hefur gert mér gott og ég er þakklátur því góða fólki sem ég hef kynnst á blogginu. 

Sigurður Þorsteinsson, 29.4.2013 kl. 12:54

11 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Ég er að átta mig á þessu! Ekki hætta Siggi! Það eru svo góðir pistlarnir þínir.

Kveðja úr Heiðarbæ.

Silla.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 21.5.2013 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband