Fjármálasnilli?

Nú í haust kom Ármann Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs fram í fjölmiðlum og gortaði sig af því að Kópavogskaupstaður hafi greitt niður lán fyrir rúma fjóra milljarða. Þetta þakkaði hann aðallega aðhaldi í rekstri bæjarins, svo og að nokkrar lóðir hafi verið seldar. 

Ármann hefur ítrekað verið spurður út í þessa túlkun sína. Hversu mikið hefur verið sparað í rekstrinum og hversu mikið hefur fengist fyrir seldar lóðir. Mjög erfitt hefur verið að fá þessar upplýsingar fá bæjarstjóranum. Helsta ástæða þess er e.t.v. að Ármann hefur séð um aðhaldsþáttinn með rekstrinum en Gunnar Birgisson hefur séð um lóðasöluna. Þegar Ármann hafði komið sér undan að svara spurningunni ítrekað fékk hann leiðandi spurningu. Getur verið að sparnaður í rekstri bæjarins sé 5 milljónir en lóðasalan 5 milljarðar? Ef rétt er þá er framsetning Ármanns hámark í loddaraskap.

 Þegar Gunnar Birgisson tók við Framkvæmdanefndinni hjá Kópavogsbæ og lóðasalan hafði margfaldast undir hans stjórn, kom bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og taldi þessa miklu söluaukningu, bera vott um góðan árangur af efnahagsstjórn ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. Skýringin vakti mikla kátínu. Ekki gat viðkomandi útskýrt af hverju sambærileg söluaukning væri ekki hjá nágranna sveitarfélögunum.

 Það er ekki af ástæðulausu að Sigurður Björnsson fyrrverandi skrifstofustjóri Kópavogsbæjar líkti Ármanni við Jón Sterka úr Skuggasveini, sem gumaði sig oft og mikið af kröftum sínum. Hann faldi sig á meðan Skugga Sveinn var handtekinn, en þegar það hafði tekist stökk hann fram og hrópaði rogginn : ,,Sáuð þið hvernig ég tók hann piltar"  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband