Afsökunarbeiðni tímabær?

Forsíðugrein Morgunblaðsins í dag. 

Útrásarkappar og afleiðingar verka þeirra snýttu hundruðum milljarða úr nösum lífeyrissjóðanna og veiktu þar með stöðu flestra eldri borgara landsins verulega. Forsvarsmenn lífeyrissjóða létu sjálfir gera skýrslu um málið og borguðu duglega fyrir hana. Það þurfti ekki endilega að vera röng aðferð. En skýrslan var því miður ekki nægjanlega burðugt plagg eða sannfærandi og því ekki til þess fallin að hreinsa andrúmsloftið fyrir lífeyrissjóðina, sem líklega hefur þó verið helsti tilgangur hennar.

 

Í rauninni hefur aðeins eitt mál tengt lífeyrissjóðum og hruni verið tekið fyrir af mikilli hörku. Það snertir Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar. Stjórn og framkvæmdastjóra þess sjóðs var vikið frá með miklu offorsi, að því er virtist til þess að öllum mætti ljóst vera að þar færi mikið glæpahyski og yfirvöld tækju snöfurmannlega á þess háttar kónum. Árum saman sat þetta fólk uppi með hinn þunga fyrirfram fellda dóm og þurfti að verja sig fyrir raunverulegum dómstólum með öllum þeim tilfinningalegu og fjárhagslegu útgjöldum sem slíku fylgir. Þar var upplýst áður en yfir lauk að þetta fólk hafði tryggt með verkum sínum að lífeyrisþegar framtíðar í Kópavogi höfðu ekki skaðast, eins og svo margir sjóðsfélagar annars staðar í því kerfi urðu fyrir. Þvert á móti. Stjórn og framkvæmdastjóri höfðu ekki hagað sér með ólögmætum hætti en kannski óvenjulegum við óvenjulegustu aðstæður sem íslenskt efnahagslíf hafði gengið í gegnum, að vísu í samfloti við stærsta hluta heimsbyggðarinnar.

 

Eiginmaður fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins skrifaði grein hér í blaðið í gær undir heitinu »Af hetjum og skúrkum í Kópavogi og víðar«. Honum er mikið niðri fyrir og fullur af réttlátri reiði. Slíkt hendir stundum í greinum af þessu tagi. En það er þó sjaldan sem reiðin er jafn réttlát og hún er augljóslega í þessu tilviki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband