4.5.2014 | 10:56
Vinstri flokkur með hægra ívafi!
Nú er nýr vinstri flokkur í burðarliðunum. Vinstri flokkur heitir það þegar meirihluti flokksmanna eru vinstri menn, því þó að hægri menn standi að stofnun á slíkum flokk er það flokksþing sem ákveður stefnuna, ekki þeir sem stofna flokkinn. Þegar samfylkingin var stofnuð var hún tilorðin til þess að sameina alþýðuflokk, Alþýðubandalag og Kvennalistann. Margrét Frímannsdóttir varð formaður, og Jón Baldvin Hannibalsson varð fúll svo og Svavar Gestsson og Steingrímur Sigfússon. Áherslurnar voru ekki alveg eins og þeir vildu hafa þær og þess vegna var VG stofnaður. Jón Baldvin var sendur í útlegð, annars hefði hann líka stofnað nýjan flokk. Þá hefði sameining flokkanna orði slík, að auk nýja flokksins hefði verið stofnað nýtt Alþýðubandaldag og nýr alþýðuflokkur. Margrét átti að vera límið til þess að halda þessum þremur öflum saman. Næst tók Ingibjörg Sólrún við og þá var öllum ljóst að alþýðuflokksmenn og Alþýðubandalagsfólk hafði orðið undir í ,,sameiningunni". Til allar hamingju gekk Jón Ásgeir til liðs við batteríið og hélt flokknum á floti. Einkavæðing bankanna varð að hans skapi og samfylkingin óð í peningum.
Nú hefur þetta lið fengið Benedikt Jóhannesson, Þorstein Pálsson og Svein Andra til liðs við sig, og með þeim óánægðir alþýðuflokksmenn, Allaballar og Kvennalistakonur. Sagt er að í miðstjórninni verði Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur Sigfússon, sem er á svarta lista VG, Svavar Gestsson og Indriði Þorláksson. Þessa nýju samfylkingu kalla þau Viðreisn og einkunnarorðin verða víst ,,Eigum ekki viðreisnar von".
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Nafngiftin er stolin og hallærisleg í munni þessa fólks.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 4.5.2014 kl. 11:22
Það er gott fyrir þá að vera í sömu stíunni, sem eiga ekki Uppreisnarvon, svo þeir séu ekki að fela sig innan um aðra!og skemma og eiðileggja.
Eyjólfur G Svavarsson, 4.5.2014 kl. 13:01
Heimir þannig er verið að ná til gamla Alþýðuflokksins, og einhvera Sjálfstæðismanna. VG liðarnir koma víst bara. Fékk skondið skeyti af hverju ég nefndi ekki Björn Val, hann væri jú ESB sinni eins og gamla liðið sem tengdist Þýska alþýðulýðveldinu. Björt framtíð er vön að fakka á milli flokka og stoppar sennilega ekki lengi við.
Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2014 kl. 17:24
Það virðist vera mikill pirringur í gangi vegna nafngifarinnar viðreisn, félagar úr samfylkingu og Bjartrar framtíðar hefðu frekar viljað að nýji flokkurinn þeirra héti annað hvort Alþýðuflokkurinn eða Nýja samfylkingin, en á það má guðfaðir þeirra Jón Ásgeir víst ekki ekki heyra nefnt. Auk þess sem hann vill að þetta verði kallaður hægri flokkur. Hann hefur víst alltaf viljað eignast hægri flokk.
Sigurður Þorsteinsson, 4.5.2014 kl. 23:45
Hvað ertu að drekka Siggi?
Snæbjörn Björnsson Birnir, 5.5.2014 kl. 02:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.