8.6.2014 | 18:49
Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins tjáir sig!
Sigþrúður Guðmundsdóttir, fræðslu- og framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir að íslenskir eiginmenn múslímskra kvenna á Íslandi, sem Sigþrúður þekkir til, beri ábyrgð á kúgun og ofbeldi gagnvart konunum - ekki samlandar þeirra.
.... og hvað þýðir þetta?
Þýðir þetta að kristnir eiginmenn kúgi konur sínar meira en múslímar, eða eiginmenn af öðrum trúarbrögðum?
Þýðir þetta að kúgun kvenna í löndum þar sem múhameðstrú er ríkjandi sé minni en t.d. í löndum þar sem kristin trú er ráðandi?
Á bak við fullyrðingar framkvæmdastýrunnar hljóta að liggja rannsóknir, sem fjölmiðlar ættu að birta.
Ef til vill eru fullyrðingar um kúgun kvenna í löndum múslimalöndum eru rangar, þá þarf sannarlega að taka til í fjölmiðlum á Vesturlöndum, og væri þá ekki tilvaldið að fá Sigþrúði Guðmundsdóttur til þess leiðrétta þessa fjölmiðla.
Auðvitað eru múslimar misjafnir eins og aðrir, en við skulum lita á eitt viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á Vísi.is. sjá hér
Sigþrúður ætti að slá á þráðinn í eitthvert af fjölmörgum kvennaathvörfum í Kabúl, eða til Ingibjargar Sórúnar til þess að fá upplýsingar um hverrar trúar þessir kúarar eru þarna úti.
Nú er full ástæða til þess að fjalla um þessi mál af virðingu fyrir öllum trúarhópum. Við erum fjölþjóðasamfélag, en við eigum að vera óhrædd að taka umræðuna t.d. um kröfur um íslenskukunnáttu, um aðlögun að íslensku samfélagi ofl. rétt eins og aðrar þjóðir gera í vaxandi mæli. Þá er mikilvægt að farið sé sem réttast með staðreyndir. Það á við um Sigþrúði Guðmundsdóttur framkvæmdastýru Kvennaathvarfs rétt eins og alla aðra.
Íslenskir karlar beita ofbeldinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Ljóst er að sú þekking sem Sigþrúður hefur á ofbeldi gegn konum á Íslandi getur ekki gagnast henni né öðrum Íslendingum í löndum Múslima. Þar eru áreiðanlega ekki stofnanir á borð við Kvennaathvarfið hér, og jafnvel þótt svo væri, myndu Íslendingar ekki þekkja þar til.
Vel má vera að ofbeldi gegn konum sé meira þar en hér, en við vitum það bara ekki og getum ekki komist að því.
Sigþrúður er heldur ekki að fjalla um ofbeldi karla gegn konum í öðrum löndum heldur hér á landi, enda hljóta rannsóknir og staðreyndir, sem Íslendingar afla um þetta fyrirbæri að verða að fjalla um ástandið hér en ekki erlendis.
Ástandið hérlendis og staðreyndir varðandi það myndi ekkert batna við það þótt hægt yrði að benda á verra ástand erlendis.
Ómar Ragnarsson, 9.6.2014 kl. 01:30
Ómar það er til fólk sem heldur að Ísland og Íslendingar séu svo sérstakir að það gildir allt önnur lögmál hér en annars staðar. Hluti samfylkingarinnar heldur því fram að svona séu Framsónarmenn og því séu þeir fastistar og/ eða rasistar. Nú hefur Framsóknarmaðurinn hlaupið í þig að hluta.
Ég ræddi við systurson minn nýlega en hann býr í Svíþjóð. Hann sagði mér að vinur sinn væri byrjaður með stúlku sem væri múslimi. Hann og allir vinir hans vissu að því gæti fylgt mikil áhætta. Af hverju? Af þekkingarleysi eða af fenginni reynslu samfélagsins í Svíþjóð? Þetta þýðir ekkert að múslímar sú almennt verra fólk, en fjölmenningarsamfélögunum fylgja vandamál sem taka þarf tillit til vegna mismunandi hefða íbúanna og reynsluheims. Það er hægt að komast að því hvort ótti ungu strákanna sé byggður á raunveruleikanum því alveg örugglega hafa verið gerðar kannanir á þessu.
Ef upplýst fólk er spurt að því hvort það teji heimilisofbeldi líklegra í hjónaböndum þar sem konan kemur frá ríkjum múslima eða t.d. Asíu, þá teldi ég fyrirfram líklegt að stór hluti myndi svara spurningunni játandi. Ein skýring gæti t.d. verið að meiri spenna gæti verið í samböndum þar sem menningarheimurinn er mjög ólíkur. Ef þetta er rétt er framsetning Sigþrúðar ófagleg.
Í Bandaríkjunum er félagskapur þar sem eitt af inngönguskilyrðum er að fólk verður að láta vana sig. Mér dettur þessi félagskapur stundum í hug þegar ég hugsa um samfylkinguna þar held ég að líkamleg vönun sé ekki inngönguskilyrði, en andleg vönun virðist hluti af ferlinu. Allir trúa blint á ESB, en hafa oftast nær engin rök fyrir af hverju. Svo er þetta hatur á Framsóknarflokknum, bændum, landsbyggðarfólki og kristnu fólki. Þessi harkalegu viðbrögð við því að oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík hafði efasemdir um mosku á einhverjum stað í Reykjavík met ég í þessu ljósi. Nú veit ég Ómar að þú sveikst samfylkinguna með því að styðja ekki Svavarssamninginn, og ég held að þú hatir ekki kristið fólk, landsbyggðarfólk eða bændur. Við innlimun þína í samfylkinguna virðist því andleg vönun ekki hafa tekist sem skildi :)
Sigurður Þorsteinsson, 9.6.2014 kl. 08:44
Staða Sigþrúðar er slík að hún á ekki að vera að tjá sig á þessum nótum nema hún geti lagt fram gögn. Án þeirra er þessi yfirlýsing hennar ekkert annað en slúður.
Það má vel vera að eitthvað sé til í þessu en hve mörg eu tilfellin og hvernig er ofbeldið skilgreint? Og kannski grundvallarspurning: Hver er fjöldi blandaðra hjónabanda Íslendinga og múslima?
Við vitum að heimilisofbeldi er dulinn vandi sem seint verður upprættur, en það hjálpar ekki að manneskja sem hefur atvinnu af því að sinna þessum málum skuli vera að láta svona óstaðfest rugl út úr sér.
Ragnhildur Kolka, 9.6.2014 kl. 10:22
Við lestur fréttarinnar vantar hugsanlegan áhrifaþátt sem er félagslega staða múslimskrar kvenna giftum mönnum sömu trúar. Vita þær um kvennaathvarf? Myndu þær þora að fara þangað þó þær hefðu vitneskju? annað að hugsanlega eru þær ekki með neina tengingu út fyrir múslimskt samfélag Trúlega eru erlendar konur giftar íslenskum mönnum í tengslum við ættinga þeirra og eigi íslenska vini. Það getur verið stór áhrifaþáttur að eiga stuðning utan fjölskyldunnnar inn í íslenskt samfélag.
Sérkennilegt viðtal við Sigþrúði eins og Sigurður bendir á.
Sólbjörg, 9.6.2014 kl. 11:41
Það er Kvennaathvarfinu til minnkunar að forstöðumaður þess tjáir andúð sína á íslenskum körlum með þessum hætti.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 9.6.2014 kl. 13:36
Athugasemdir framkvæmdastjóra Kvennaathvarfsins eru að því leiti réttlætanlegar að ef það er rétt að íslenskir karlmenn misþyrmi erlendum konum sínum hérlendis, þá er það sannarlega ámælisvert og á því þarf að taka með afgerandi hætti. Það að taka það mál upp varðandi umræður um moskvu múslima í Reykjavík er afleitt og má túlka það sem inngrip í þá umræðu. Í því fellst gagnrýni mín. Það að veita upplýsingar sem auðveldlega má rangtúlka eins og hún gerði er afleitt.
Sigurður Þorsteinsson, 9.6.2014 kl. 18:15
Hún er greinilega karlahatari hún Sigþrúður. Hvað ætli yrði sagt ef karlmaður talaði svona um konur. Ekki má gleyma því að þær beita líka ofbeldi.
Ármann Birgisson, 10.6.2014 kl. 00:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.