Óli Stef og Reynir Trausta saman í laxveiði?

Á DV og Visi.is hefur gúrkutíðin mikla gengið í garð á báðum fjölmiðlunum. Nú ber svo við að Elliðaárnar eru opnaðar og þá ákveður Dagur borgarstjóri að tími sé kominn til þess að breyta hefð fyrrum borgarstjóra, að láta almenning opna árnar. Nei það er of mikil jafnaðarmennska í því, svo Dagur ákveður bara að opna árnar sjálfur. 

Nú hefðum við ætlað að Fréttablaðið og DV myndu koma þessari áherslubreytingu vel á framfæri, en þá vill svo einkennilega til að þeir félagar Reynir Traustason og Ólafur Stephensen eru sennilega báðir farnir í frí. Manni grunar að Jón Ásgeir, nei ég meina Ingibjörg Pálma hafi sent þá kumpána í lax. 

Þögnin á þeim bæ, heinlega öskrar á mann. Maður er nú ekkert sérstaklega að láta það trufla sig við veiðarnar, sem ekki hafa gengið  sérlega vel. Ætli maður skipti bara ekki um flugu og velji eina gráhærða, með rauðum kraga. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ já hver á sinn sjens og ef hann misnotar hann, þá stendur maðurinn uppi eins og keisarinn forðum, í engu, og ég hef lúmskan grun um að það verði hlutskipti okkar ágæta núverandi borgarstjóra. Hann tók í arf leifð frá manni sem var bara að leika sér og hrósar sér svo af því í nýútkominni bók, það á eftir að koma bakslag í núverandi meirihluta svo sannarlega.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2014 kl. 19:41

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eigum við nokkuð að tala um hundrað daga borgarstjórn?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.6.2014 kl. 19:41

3 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Var hann ekki að bjóða Kjötborgarbræðrum að renna í fisk? Þeir eru að mínu mati góðir fulltrúar almennings í borginni við sundin.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 20.6.2014 kl. 20:04

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þegar hann svarar mun hann örugglega segia ,,dagsatt" Óttast að einmitt það verði svarið til borarbúa komandi kjörtímabil.

Sigurður Þorsteinsson, 20.6.2014 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband