Birna og populistarnir.

Fyrir nokkru ákvað Birna Einarsdóttir að stíga til hliðar sem bankastjóri Íslandsbanka. Hún hefur örugglega metið stöðuna að ekki væri skynsamlegt að taka slaginn. Þannig er að gróft er talið að a.m.k. 5% af starfsmönnum í fyrirtækjum séu algjörlega óhæfir. Þá skorti hæfileika, og séu í óreglu eða hafi siðfeðisskekkju t.d siðblindu. Þegar fjöldi starfsmanna Íslandsbanka er skoðaður er hér um að ræða allstóran hóp a.m.k. 40 manns. Þeir siðblindu komast oft ansi hátt, þannig að þeir komast auðveldega í hóp lykilstarfsmanna Íslandsbanka. Það vesta við þessa aðila er að þeir rotta sig oft saman. Hafi það gerst getur verið erfitt fyrir t.d. bankastjóra að átta sig á slíku. Hef hitt fjölda starfsmanna Íslandsbanka og enginn þeirra ásakar Birnu Einarsdóttur að hafa vitað af þeim ágöllum sem var á framkvmd sölu hlutabréfanna, eða tekið þátt í því. Hafandi unnið í bankakerfinu veit ég að slíkt getur gerst. Annars kynntist ég Birnu Einarsdóttur á mjög eftirminnanlegan hátt. Var í stjórn Íslenska Getrauna. Við framkvæmastjóraskipti vorum við að velja úr þeim sem komu til greina sem arftakar, Birna var þar á meðal. Einn úr stjórninni sagði strax, nei þetta er karlastaf, kona hefur ekkert í þetta að gera. Aðrir stjórnarmenn vildu fara yfir þá sem til greina kæmu af fagmennsku. Þetta var virkilega öflugur hópur, sem til greina kom. Við nánari skoðun og viðtöl, varð stjórnin einhuga um ráðningu einu konunnar, Birnu Einarsdóttur. Þvílíkur happafengur fyrir íþróttahreyfinguna. Hún fær algjöra toppeinkunn, rétt eins og starfsmenn Íslandsbanka gáfu henni. Birna er einstakur leiðtogi. Ég skil að hún vilji stíga til hliðar, þó ég sannfærður um að hún vissi ekki um það sem sem fór úrskeiðis og tók ekki þátt í því. Eins og búast mátti við í svona dæmum skríða populistar á Alþingi fram úr holum sínum. Úr ýmsum flokkum. Þeir vilja sjá starfslokasamninginn ....og gera hvað? Auðvitað á Birna rétt á biðlaunum, samkvæmt ráðningarsamningi. Slíkt skilja populistarnir ekki. Þórarinn Ingi Pétursson úr Framsókn. Jóhann Páll Jóhannsson úr Samfylkingu  Bryndís Haraldsdóttir úr Sjálfstæðisflokksi og  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir úr VG. Rétt ekki hæfileikaríkustu þingmennirnir.  Þeir eru gefa í skyn að þeir geti breytt samningum. Fráleitt! Það væri þá verkefni lögfræðinga, ef samningurinn er ekki réttur. Er það orðið nýtt hlutverk Alþingismanna að vera skoðunarmenn starfslokasaminga?    Þessir þingmenn munu allir fá biðlaun þegar þeir hætta, sem verður vonandi sem fyrst. Þátt fyrri afar dapra frammistöðu. Hverjir skoða starfslokasamninga þeirra? Populisminn grasserar á Alþingi eins og víðar. Birna Einarsdóttir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Góð greining.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 6.7.2023 kl. 14:07

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Karlastörf eru að mínum dómi frekar þau sem þarfnast líkamlegra aflsmuna umfram þá sem konur hafa almennt. En var ekki Hákon Gunnarsson framkvæmdastjóri á sama tíma og þú varst í stjórn Íslenskra Getrauna?

Helga Kristjánsdóttir, 6.7.2023 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband