Þjóðarsátt

Er kominn tími fyrir þjóðarsátt um meðferð þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum? Til þess að svo gerist þarf að setja fjármagn í dæmið. Það þarf líka ráðgjöf. Það þarf samstarf allra sem að borðinu koma til þess að ná lausn. Frá byrjun þarf hins vegar að vera alveg ljóst að staða einhverra er þannig að ekki verður hægt að bjarga dæminu. Í einhverjum tilfellum er um hreina óráðsíu að ræða. Þeim verður vart bjargað, og þó að það yrði gert, kæmu þeir aftur, og aftur og aftur. Þetta þarf að vera eitt af verkefnum ríkisstjórnarinnar, launþegahreyfingunni og lánastofnana. Ef ríkisstjórnin er að koma á móts við bankana með aðgerðum sínum, er hægt að gera kröfu á móti að þeir sýni meiri sveigjanleika. Þar til viðbótar þarf raunverulega ráðgjöf.
mbl.is Bankar slaki á kröfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Júlíus

 Þú ert eflaust sérfræðingur á þessu sviði. Annars upplifi ég örlítinn hroka í þessum skrifum þínum, og einhvern veginn tek ég menn sem sýna hroka með varúð. Við erum nú misjafnlega fær á fjármálasviðinu. Þeir sem eru ekki sérfræðingar á því sviði, eins og ég reikna með að þú sért miðað við skrifin, eru þá væntanlega bara bjánar. Í mínum ráðgjafastörfum hef ég kynnst fullt af fólki sem er afbragðsfólk en þekkir lítið til fjármálastjórnunar. Svo er annað fólk sem lendir í veikindum, starfamissi ofl sem gerði áætlanir miðað við ástand sem hefur breyst.

Sigurður Þorsteinsson, 28.5.2008 kl. 12:52

2 identicon

Í þjóðarsátt (sem var útskýrð fyrir mér fyrir sirka þremur mínútum) skilst mér að allir þurfi að hafa sameiginlegra hagsmuni að gæta til að ná markmiðinu. Ég myndi halda að bankana skorti slíka hagsmuni til að þjóðarsátt geti raunverulega gengið, það væri í rauninni pjúra góðgerðastarfsemi af þeirra hálfu að slaka á græðginni.

Það sem er við bankana að sakast, og þetta er nákvæmlega það sem margir óttuðust að myndi gerast vegna þess að bankarnir voru beinlínis að ota lánum að fólki. Bankarnir beinlínis og bókstaflega auglýstu eftir lántakendum og hikuðu ekki í eina sekúndu að lána hverjum sem er fyrir hverju sem er. Mörgunhundruðþúsundkall í yfirdrátt? Ekkert mál.

Þar til bankarnir hætta að lána, og stöðva þar með effectively hringrás peninga í hagkerfinu, sem sjálfkrafa þýðir í það minnsta litla kreppu, og í þessu tilfelli bætir þetta auðvitað gráu ofan á svart. 

Ekki að ég taki undir með Júlíusi... mér hefur lengi fundist það stórmerkilega kaldhæðnislegt að dóp sé bannað en kreditkort lögleg, en á meðan það er vissulega gríðarlegur fjöldi pjúra hálfvita sem virkilega áttuðu sig ekki á því að lán sé ekki ókeypis peningur, þá hef ég samúð með fólki sem einfaldlega nennir ekki að pæla í peningum. Það er ekkert mál að lenda í vandræðum með dóp, né ofát, né peninga. Fólk þarf ekki að vera vitlaust til að lenda í hellings vandræðum af þeirri einu ástæðu að bankarnir gerðu allt sem þeir gátu til að sannfæra fólk um a lán væri ekkert mál.

"Fáðu þér bara einn skammt... getur auðvitað hætt bara þegar þér sýnist. "

Maður getur allavega hætt að dópa og lagast með tímanum, en ef maður skuldar, þá bara skuldar maður, og að klippa kreditkortið og að nota það aldrei aftur, lagar það ekki. Skondinn, þessi tvöfaldi staðall, eða eins og sumir kalla það; hræsni. 

Eða eins og ég sé stundum krotað, sem mér finnst stórgóður, augljós punktur:

Bankanum þínum er sama um þig. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Jú Jú Júlíus minn.

Það á því að gilda um ALLA, að þeir skuli bara greiða það sem þeir tóku að láni.

Bankarnir fyrst.

Ekki nokkur ástæða fyrir 500.000 milljóna láns-heimild.

SVo er auðvitað rétt, þar sem menn eru að tala um hvað er sanngjarnt og ætti að vera.

Bankarnir eiga því að hætta að breyta vöxtum sínum á lánum og þessháttar og auðvitða afnema svikalaust Verðtrygginguna.

Bjarni

miðbæjaríhald

Bjarni Kjartansson, 28.5.2008 kl. 13:14

4 identicon

Þetta er ekki bara spurning um að bankarnir lánuðu einhverja milljarða innalands. Stóra vandamál þeirra felst í óráðsíu við erlend fyrirtækjakaup með ódýru lánsfé - þegar þeir keyptu fyrirtæki sem margfalt stærri aðilar voru ekki tilbúnir að matsa. Þær eignir hafa nú lækkað stórkostlega í verði og sett gríðarlega pressu á bankana varðandi endurfjármögnun á lánsfénu.

Þetta er meginskýringin á þeirri miklu fjármálakreppu sem nú er yfirvofandi hér á landi ásamt þeirri þróun sem hefur átt sér stað um allan heim. Öfgarnar hér eru langtum meiri en þekkist í öðrum "þróuðum" ríkjum.

Að halda því fram að ástæða þessa hruns megi alfarið rekja til undirmálslánakrísunnar í USA er í besta falli kjánalegt. Þetta reyndi þó Geir Haarde að gera á Alþingi í gær. Hið rétta er að bankarnir og léleg innlend efnahagsstjórn eiga mestan þátt í hvernig staðan er í dag.

Babbitt (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 13:23

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæll Júlíus

 Er þér alveg sammála að margt fólk hefur varið óvarlega og margir þurfa nú að súpa seyðið af því. Fólk þarf að bera ábyrgð á gerðum sínum. Síðastliðið ár hef ég varað fólk við kaup á fasteignum vegna þeirrar lækkunar sem var fyrirsjáanleg. Því miður hafa margir fengið annars konar ráðgjöf. Það sama er að segja um erlend lán. Það lá fyrir að gengið var of sterkt og að að myndi veikjast, en sú staða sem er nú er jafn óeðlileg. Ráðgjöf fyrir venjulegt fólk er mjög ábótavant. Sumt af því fólki sem nú er komið í erfiðleika hafði ekki þekkingu á fjármálaheiminum og hvernig það þróast og það er dapurt að sjá þetta fólk lenda í verulegum erfiðleikum.

Verðtryggingin var tæki sem var notað til að ná trúnaði milli lánveitanda og lántakanda á sínum tíma. Þessi aðgerð kom mörgum í erfiðleika á sínum tíma. Þá kom þáverandi ríkisstjórn með svokölluð greiðsluerfiðleikalán í gegnum Húsnæðisstofnun (um 1983) Mín skoðun er sú að með upptöku á erlendri mynt þá mun verðtryggingu hætta af sjálfu sér. Fyrri samningar munu hins vegar eflaust standa. Verðtryggingu lána þarf að leggja af.

 Helgi við megum ekki gera bankana að ófreskjum. Auðvitað eru starfsmenn hjá þeim sem hafa gengið of langt, en ég fullyrði að bankarnir eru ekki óvinir okkar. Í þjóðarsátt þurfa menn ekki bara að taka, heldur einnig að gefa. Í því felst að allir hafa af því hag til lengri tíma. Einnig bankarnir. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar munu hagnast bönkum og í þeim tilfellum sem ég þekki sem opinberir aðilar setjast niður með bönkunum til þess að fara yfir mál, þá er mjög vel hægt að fá bankana til þess að spila með. Það verður hægt nú.

Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2008 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband