Ekki auðvelt!

„Okkur finnst sorglegt að þurfa að taka pylsur af fólki sem hægt er að kaupa í verslunum hér, eins og til dæmis í Pólsku búðinni. Sú verslun er með heimild frá Landbúnaðarstofnun til að flytja inn pylsur frá frá fyrirtæki sem er með ákveðna vottun" segir Björg Valtýsdóttur, deildarstjóri hjá Tollgæslunni á Suðurnesjum. 

Ob.ob.obb... Ef fólkið er með vörur frá fyrirtækjum sem erum með ákveðna vottun, af hverju lætur þá Björg Valtýsdóttir taka pylsurnar af fólkinu? Er þá Björg ekki að láta starfsmenn sína brjóta á fólki?

 Ég sé fyrir mér fólk komandi með slíkar vörur og tollvörðurinn spyr. " Eru þessar pylsur, frá frá fyrirtæki sem er með ákveðna vottun? Ég get alveg tekið undir að rýmka þarf þessar reglur, en enn og aftur spyrja fjölmiðlamenn ekki eðlilegra spurninga. Mér finnst svarið stórkostlegt af annarri ástæðu. ...sem hægt er að kaupa í verslunum hér, eins og til dæmis í Pólsku búðinni." Ef til vill er það bara tilfinning mín að með þessu innskot geri Björg sig seka um mjög dapra fordóma gagnvart Pólverjum.

 Það eru rök með og á móti því að flytja inn kjöt. Held að hluta hafi þessar reglur verið of strangar. Innflutningur á hráu kjöti krefjast hins vegar a.m.k. skoðunar. Það eru til rök sem mér finnst a.m.k. að við ættum að hinkra aðeins við og skoða. E.t.v. verður landbúnaður á Íslandi dýrmætari en við ætlum nú. Þegar opinberir starfsmenn í stöðu eins og Björg verðum við að gera meiri kröfur um rökræna hugsun.


mbl.is Brenna pylsur sem má selja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur nú greinilega fram í fréttinni að vörurnar eru teknar af fólki þar "þar sem þeir eru ekki sjálfir með leyfi til að flytja þetta inn", skv. tollalögum.

Lesa fyrst, gagnrýna svo.

Dapra fordóma gagnvart Pólverjum? Hvernig færðu það mögulega út? Pólsku pylsurnar eru bara dæmi sem hún tekur en reglurnar gilda um aðrar vörur en pólskar.

Karma (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:39

2 identicon

Gilda líka um aðrar vörur en pólskar vildi ég sagt hafa.

Karma (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 11:40

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég játa að mér finnst meiri manndómur ef Karma skrifaði undir nafni. Í greininni kemur fram að þessar pylsur væri leyfilegt að selja hér í búðum. Hverning í ósöpunum veit viðkomandi starfsmaður að framleiðandi af þessum pylsum hafi slíkt leyfi. Ég efast mjög um slíkt.

Ég skal rökræða fleiri þætti við Karma, þegar hann eða hún sýnir manndóm til þess að koma fram undir nafni.

Sigurður Þorsteinsson, 9.7.2008 kl. 14:44

4 identicon

Ég get komið fram undir hvaða nafni sem er eins og allir á netinu. Á meðan hver sem er getur kvittað undir með einhverjum nöfnum sem ekki er hægt að sanna að séu rétt er nafnleysi ekkert verri kostur, svo lengi sem fólk er ekki dónalegt og málefnalegt. Enda virðist þú ekki setja nafnleysi bloggvina þinna fyrir þig.

Ég geri ráð fyrir að þú sért að tala um Björg Valtýsdóttur, deildarstjóra tollgæslunnar, þegar þú talar um "viðkomandi starfsmann" hérna að ofan.

Í fyrsta lagi hefur framleiðandinn ekki leyfi til að selja vörur sínar hér heldur tiltekin verslun hér á landi. Ég býst við að starfsmaðurinn viti það með því að lesa tollalögin enda er það starf hans að vita hvað fólk má taka með sér inn í landið. Þú virðist gefa í skyn að starfsmaðurinn sé ekki að segja rétt frá: "Ég efast mjög um slíkt" (að hann hafi vitneskju um þetta).

Í öðru lagi virðistu misskilja þessa frétt eða reyna að snúa henni á einhvern furðulegan hátt. Það stendur skýrum stöfum að óleyfilegt sé fyrir almenning að flytja þessar vörur inn þó að það sé leyfilegt að selja þær. Ég bara skil ekki hvers vegna þú segir þá að verið sé að brjóta á fólki þegar því er bannað að flytja vörurnar inn.

Þú sakar starfsmanninn um órökræna hugsun, fordóma og sakar hana um að brjóta á fólki fyrir að framfylgja þeim lögum sem honum ber. Þessi færsla þín virðist bara vera skítkast að þessum tiltekna starfsmanni og segir það mest um þig og hvaða manndóm þú hefur að bera, jafnvel þó að þú skrifir undir nafni.

Þú getur falið þig bak við nafleysi mitt og ekki rætt þetta enda finna skítakastarar sér iðulega ástæður til að verja ekki orðin sín.

Karma (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband