28.12.2008 | 12:13
Íslenska krónan er bráðavandi
Þenslan á undanförnum árum kom fram í allt of sterkri krónu. Efnahagstjórninni var verulega ábótavant og innflutningur varð allt of ódýr. Þetta var mörgum ljóst. Ég byrjaði að blogga um norska krónu í vor og fékk misjafnar undirtektir. Bestar frá mörgum hagfræðingum og mönnum úr atvinnulífinu. Verstar hjá nokkrum stjórnmálamönnum annars vegar hjá þeim sem virtust tengja íslensku krónuna við þjóðarstolt Íslendinga og hins vegar hjá þeim sem töldu upptöku norsku krónunnar hafa truflandi áhrif á inngöngu í ESB (sem er alrangt).
Enn held ég því fram að við eigum að taka upp erlenda mynt, en hrunið hérlendis, svo og samdráttur um allan heim, færir mig nær dollar eða evru.
Íslenska krónan er bráðavandi. Krónan hefur ekkert traust hérlendis og því síður meðal annarra þjóða. Mælikvarði sem ekki nýtur trausts á að leggja af, hann truflar efnahagslífið. Ein helstu rök fyrir íslensku krónunni, er að þá sé hægt að leiðrétta sveiflur sem alltaf koma upp innanlands. Við skulum skoða hvernig slíkt gerist. Í ástandi eins og nú hækkar verðbólga og lán og þannig skerðast kjör almennings, í stað þess að við notuðum aðra aðferð til þess að miða kjör við efnahagsástand. Líklegt er að ef við finnum enga aðra aðferð að þessari aðlögun er að atvinnuleysi myndi á stundum verða mun meiri en við höfum þekkt. Rétt eins og við náðum þjóðarsátt, með þátttöku verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda er hægt að finna lausn á þessu máli.
Gengi íslensku krónunnar var haldið föstu þegar Friðrik Sófusson var fjármálaráðherra, en fór á flot þegar Geir Haarde tók við. Þessi ,,flottími" hefur nú ekki reynst farsæll í ljósi sögunnar. Það væri fáránlegt að kenna fjármálaráðherranum einum um, en ljóst er að efnahagstjórn þessa tíma er gagnrýnisverð.
Það er rétt að evran hefði dregið úr fallinu ef hún hefði verið til staðar. Það er hins vegar miklu mikilvægara að sterk mynt sé til staðar á uppbyggingartímanum. Það getur verið dollar eða evra. Jafnvel þó að við göngum inn í ESB t.d. innan 2 ára, er ekki líklegt að við getum tekið upp evru innan 5 eða jafnvel 10 ára. Einhliða upptaka annarrar myntar hjálpar mikið til þess að leysta þann bráðavanda sem við eigum nú við að etja. Ef við tökum ekki á þeim vanda erum við að steypa þjóðinni í dýpri kreppu en nokkur ástæða er til. Herbert Simone Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði skrifaði. "Stjórnun er að taka ákvörðun". Um það snýst málið. Eftir því er nú beðið.
Evran hefði dregið úr fallinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.