Borgaraleg óhlýðni

Á Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu er borgaraleg óhlýðni með því að fara ekki eftir ákveðnum lögum, kröfum eða skipunum stjórnvalda eða yfirvalda án þess að beita líkamlegu ofbeldi. Þannig hef ég líka skilið borgaralega óhlýðni.

 Eva Hauksdóttir skilgreinir hins vegar borgarlega óhlýðni með því að þá sé verið að brjóta lög og/eða  óskráðar reglur samfélagsins á skipulegan hátt og í pólitískum tilgangi.

Á þessum skilgreiningum er grundvallarmur. Hryðjuverkastarfsemi myndi ekki falla undir borgarlega óhlýðni í fyrri skilgreiningunni, en ég sé ekki betur en hún geti fallið undir skilgreiningu Evu Hauksdóttur.

Þessi fundur var sannarlega fréttnæmur a.m.k. af tveimur ástæðum. Sá fyrri var að fulltrúar lögreglunnar sem mættu á fundinn og hafa á blogginu verið nefndir fastistar af öflum lengst til vinstri, svöruðu vel þeim fyrirspurnum sem fyrir þá voru lagðar. Það er sannfæring mín að þeir Stefán og Geir Jón hafa einlægan vilja til þess að sjá til þess að mótmælendur geti komið skoðunum sínum á framfæri, en jafnframt að halda aðgerðum þannig að ekki verði slys á mönnum eða unnar skemmdir á eigum. Bloggarar hafa beðið þá félaga afsökunar á stóryrtum orðum í þeirra garð eftir þennan fund.

Seinni ástæðan var sú að fundarstjórinn Gunnar Sigurðsson leikari, kann eflaust eitthvað fyrir sér í leiklist, en afskaplega lítið í fundarstjórn. Minnist þess þegar hann stýrði fundinum í Háskóabíó og ámynnti menn að sýna kurteisi. Allt í einu fóru eyrun á honum að vaxa eins og í auglýsingunni í Þykkvabæjar kartöflum, og hann spurði ráðherrana sem fundarstjóri, hvort, ,,við gætum ekki fengið tvo fulltrúa í þeim nefndum sem skipaðar væru". Í fundarstjórn gilda ákveðnar hefðir, sem fundarstjóri verður að virða. Þessar hefðir eru ekki tilorðnar af ástæðulausu, heldur hafa myndast af langri reynslu. Fundarmenn vilja t.d. að fundarstjóri sé hlutlaus, og sjái til þess að vilji fundarmanna komi í ljós. Þetta hlutverk kann Gunnar ekki, og skilur því ekki. Jafnvel á fundi sem þessum, þar sem fólki er heitt í hamsi virðir það ekki fundarstjóra sem ekki þekkir hlutverk sitt. Þegar Ástþór Magnússon birtist þá virti Gunnar ekki vilja fundarmanna, og hrökklaðist frá fundarstjórn. Á fundi og í mótmælum verðum við að virða ákveðinn ramma, ef við ætlum að ná árangri. Hörður Torfason sleppur sem fundarstjóri, þó að hann blandi helst til mikið hlutverki fundarstjórn og frummælenda.  

Björn Bjarnason mætti ekki á þennan fund og ég er ekki viss um að slík mæting hefði neinn sérstakan vitrænan tilgang. Að svara fyrirspurnum eins og ,, hvenær ætlar þú að segja af þér, helvítis fíflið þitt" er ekkert sérstakt keppikefli. Til þess að ráðherrar mæti á svona fundi verður fundarstjórn að vera mjög ákveðin og sjá til þess að menn fái að halda virðingu sinni. Það er ekkert að því að spyrja ráðherra ákveðinna spurninga, en það er engin sérstök ástæða til þess að svívirða þá. Það er full ástæða til þess að ráðherrar í ríkisstjórn fái harðar og ákveðnar fyrirspurnir, en þær verða að vera á vitrænum nótum.

 


mbl.is Stoltir glæpamenn og fjölskyldualbúm lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vel mælt /ritað Sigurður.

(IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 11:11

2 Smámynd: Anna Guðný

Sammála, vel mælt.

Anna Guðný , 11.1.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband