Minn tími er kominn

Spuninn heldur áfram. Allir sjá að viðræður hafa verið í gangi milli Vinstri Grænna og Samfylkingarinnar. Samt neita menn að viðræður hafi verið í gangi. Það er ekki bara að viðræður hafi verið í gangi, það er nánast búið að mynda ríkisstjórnina. Á Bessastöðum spyr Helgi Seljan Steingrím Sigfússon ítrekað hvort hann hafi verið í viðræðum við Samfylkinguna og ítrekað svarar Steingrímur: ,,Ekki í dag". Ingibjörg Sólrún segist ekki hafa verið í viðræðum, sem sennilega er alveg rétt, enda nýkomin frá Svíþjóð, en ég efast um að hún sé að segja alveg satt þegar hún nánast segist ekki vita um að viðræður hafi verið í gangi. Allir aðrir vita betur. Er þetta okkur kjósendum að kenna. Ef Samfylkingin er óánægð í stjórnarsamstarfinu, af hverju má þá ekki skoða aðra möguleika?

Annað er tilefnið fyrir stjórnarslitunum. Af einhverjum sögulegum ástæðum, er það veikleikamerki að slíta stjórnarsamstarfi. Þá þarf að búa til einhvern leikþátt, sem er svo afkáralegur að enginn kann að leika hann. Það var einmitt reyndin nú. Fjölmiðlamenn og kjósendur þurfa að taka á svona málum og leggja af leikaraskapinn.

Vonandi gengur ríkisstjórn undir stjórn Jóhönnu Sigurðardóttur vel að takast á við þau brýnu verkefni sem við blasa. Starfaði á sínum tíma að verkefni þar sem Jóhanna var ráðherra og get borið henni afar vel söguna. Heil og sanngjörn í samstarfi. Óska henni velgengni. Steingrímur Sigfússon hefur valdið mér ómældum vonbrigðum í stjórnarandstöðu, með óbilgjanri gagnrýni á allt sem gert hefur verið. Alltaf á móti.  Hann á til miklu betri hliðar sem vonandi njóta sín í ráðherraembætti. Líklegt verður að teljast að eftir næstu kosningar verði Vinstri Grænir sá flokkur sá eini sem ekki hefur endurnýjað sitt lið.

Við kjósendur eigum skilið að fá málefnalega stjórnarandstöðu. Megnið af orkunni þarf að fara í það mikilvæga starf, að berjast gegn atvinnuleysinu, styðja heimilin og byggja upp atvinnuvegina.


mbl.is Ekki verið samið um neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband