14.2.2009 | 17:07
Ábyrgð
Þó formleg greining hafi ekki farið fram á bankahruninu, er ljóst að ríkisstjórnin var á vaktinni og hún ber því ábyrgð á því að skapa þann ramma sem hefði haldið við þessar aðstæður. Ábyrgðin er einnig hjá fyrri ríkisstjórn því að einnig á hennar vakt var þenslan aukin í þjóðfélaginu sem leiddi m.a. til vaxtamunar milli Íslands og annarra landa. Aðrir sem bera ábyrgð er Seðlabankinn, Fjármálaeftirlitið svo og bankastjórn, bankastjórar bankanna svo og hluti svokallaðra útrásarvíkinga. Nokkrir hafa stigið til hliðar og aðrir eru á leiðinni.
Flokkarnir stokka upp. Ef Ingibjörg á að stíga til hliðar, þá á Jóhanna að gera það líka, munurinn á stöðu þeirra er ekki mikill. Þó Jón Baldvin Hannibalsson hafi átt ágætis spretti í pólitík þá held ég að framboð af honum til formanns sé mun meiri en eftirspurnin.
Ingibjörg var sannarlega leiðtogi, og það er synd að við fengum ekki að njóta krafta hennar í þessari kreppu. Talsvert er þó til í gagnrýni Jóns Baldvins. Jóhanna er dugnaðarforkur, en veit ekki hvort hún myndi flokkast undir að vera leiðtogi. Sjálfsagt verða margir tilnefndir til formennsku í Samfylkingunni en nöfn eins og Dagur Eggertsson kemur strax fram, Robert Marchall eða Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri Árborgar. ..og Jón Baldvin...nei, það held ég ekki.
Jón vill að Ingibjörg víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Sammála Jóni Baldvin en held að hann sjálfur ætti að láta pólitíkina eiga sig
Guðrún Jónsdóttir, 14.2.2009 kl. 17:16
Jóhanna sem formaður og Jón Baldvin varaformaður. Nánast geggjun
Finnur Bárðarson, 14.2.2009 kl. 17:53
Ef leita skal eftir þeim sem bera ábyrgð á bankahruninu, þá verður að teljast að þar beri kannski JBH hvað stærstan hlut. JBH barðist fyrir inngöngu okkar í EES og náði því og kallaði það eins og frægt er að við hefðum "fengið allt fyrir ekkert" . Íslensku einkabankarnir störfuðu eftir reglum sem sami JBH fékk festar í sessi með inngöngu okkar í EES.
Svo kemur hann fram nú eins og hvítþveginn engill sem ekkert illt leiddi yfir þessa þjóð. JBH barðist einnig fyrir stofnun Samfylkingarinnar og þannig ber auðvitað Samfylkingin ábyrgð á regluverkinu sem bankarnir störfuðu eftir. Augljóst er að JBH treystir á það að kjósendur hafi gullfiskaminni, en svo er ekki með öll okkar. Við munum einnig eftir ýmsum subbuskap JBH í meðferð almannafjár og veisluhöldum fyrir flokksholla menn sína sem og eiginkonunnar.
Ég held að ég afþakki frekari þjónustu JBH fyrir almenning. Hann hefur kostað þessa þjóð nóg nú þegar.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.2.2009 kl. 18:12
Sjálfsagt er það rétt að hægt sé að rekja hluta ábyrgðarinnar til Jóns Baldvins, hann getur varla hvítþvegið sig af því. Hins vegar kryddaði hann pólitíkina á sínum tíma. Það að hann færi í formann Samfylkingarinnar væri jafnlíklegt að Davíð Oddson yrði formaður Sjálfstæðisflokksins. Harla ósennilegt.
Sigurður Þorsteinsson, 14.2.2009 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.