Hluti af vandanum

Íslenskt atvinnulíf og almenningur þarf að búa við tvo erfiða þætti.

Hátt gengi og himinháa vexti. Hátt gengi stafar  af því að við skuldum nokkur hundruð milljarða í svokölluðum jöklabréfum og síðan að það er lítið traust á íslensku krónunni og íslenska efnahagslífinu. Jöklabréfin eru að mestu í eigu nokkurra aðila og hafa verið hugmyndir um að semja við þá  um uppgreiðslu, skuldbreytingu eða borgun í eignum. Að því loknu er líklegt að gengið lagist, þó að það geti tekið sinn tíma. Upptaka á erlendri mynt er að öllum líkindum sá kostur valdinn verður fyrr eða síðar. Í þetta mál þarf að ganga og er eflaust verið að vinna í. Upplýsingar vantar hins vegar frá stjórnvöldum um stöðu mála.

 Mjög furðuleg hávaxtastefna er rekin á Íslandi. Á sama tíma og vextir eru lækkaðir um allan heim eru stýrivextir hér 17% á sama tíma og hér mældist verðhjöðnun á milli mánaða. Ef sú verðhjöðnun er reiknuð upp til 12 mánaða er hún rúmlega 5% þannig að raunstýrivextir eru rúmlega 22%. Stýrivöxtum er haldið svona háum á grundvelli þess að verðbólga síðustu 12 mánuði hafi verði um 18%, en það er fáránlegt viðmið. Í lok síðasta árs verður hér bankahrun og gengishrun, en vaxtastjórnun verður að miða við þann tíma sem verið er að stjórna, en ekki sögulegu tímaskeiði. Gengishrunið kallaði á innlendar verðhækkanir, vegna innflutnings, sá tími er liðinn og nú er enginundirliggjandi verðbólga. Af þeim sökum hefði vaxtastigið átt að fara í 6-8% síðast og e.t.v. enn neðar næst. Vextir er eitt helsta stjórntæki til þess að hafa áhrif á atvinnulífið og með það atvinnuleysi sem við búum við er þetta skemmdarverkastarfsemi.

 


mbl.is Evran komin yfir 160 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband