Andstæðingar atvinnuuppbyggingar?

Þetta er auðvitað afar jákvæð frétt. Möguleiki að hér gæti verið verkefni fyrir tugi starfa á verkfræðiskrifstofum á Íslandi. Takist vel til gætum við verið að fá enn fleiri slík verkefni.

Þrátt fyrir skelfilegt atvinnuástand eru ekki allir sem fagna slíku frumkvæði.  Jú ofurbloggarinn Jakobína Ingunn Ólafsdóttir skrifar:

,,Hverjir starfa fyrir Event Holding og af hverju græða þeir ekki bara sjálfir á sérþekkingu sinni?"

Nú gætu einhverjir haldið að hér skrifaði einhver nöldurkerling sem hafi farið öfugu megin frammúr. Því er til að svara að hún er ekkert verri nú en endranær, bara almennt á móti atvinnuuppbyggingu komi störfin ekki frá hinu opinbera.

Hvar sjáum við fyrir okkur að unga fólkið okkar fái vinnu að loknu námi næstu árin? Ekki fer það allt í opinber störf.  Sérstaklega ekki þar sem nú liggur fyrir að skera þarf niður hjá  hinu opinbera.

Mikilvægt er að allir aðilar komi að því að skapa fleiri störf fyrirtæki og opinberir aðilar. Reynslan hefur sýnt að lítil og miðlungstór fyrirtæki eru líklegust til að ná árangri í að skapa ný störf.


mbl.is Tugir starfa við hönnun virkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geimveran

Sæll Sigurður

Rétt skal vera rétt. 

Hin ágæta Jakobína leiðir lista Frjálslyndra í Reykjavík suður - sjá: http://xf.is/frettir/nr/85740/

En burtséð frá því þá myndi ég forðast að segja að bloggarar landsins tali í nafni einhvers flokks. Allt eru þetta einstaklingar sem hafa rétt á sínum skoðunum og þó þeir hafi gefið út að þeir ætli að kjósa ákveðinn flokk þá er langt því frá að hægt sé að leggja samansem merki á milli hugrenninga þeirra og stefnu heils stjórnmálaflokks og allt eins líklegt að þessir bloggarar séu ekki flokksbundir/ virkir félagar/ eða hafi nokkurntíman reynt að koma skoðunum sínum áleiðis innan flokksins.

Alveg eins og allt sem ég skrifa er ekki endilega skoðun allra dökkhærðra kvenna eða allra í saumaklúbbnum mínum.

Það hafa hinsvegar allir rétt á að segja sína skoðun.

Geimveran, 5.4.2009 kl. 10:04

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Guðný

Mér er bæði skylt og ljúft að biðja VG afsökunar á því að hafa haldið því fram að Jakobína I Ólafsdóttir tilheyri þeim flokki eða sé fulltrúi hans.

Hér á blogginu er fólk sem gefur sig upp að styðji ákveðna flokka. Mjög margir af þeim sem segjast styðja VG hafa það sammerkt að hafa sáralítið  fram að færa hvernig byggja á þetta samfélag upp aftur. Með 17 þúsund atvinnulausra og litlar aðgerðir mun sá fjöldi aukast umtalsvert á komandi mánuðum. Því er endalausar úrtölur í tengslum við nýsköpun og aðra atvinnuuppbyggingu skemmdarverk. Það Jakobína gefi út að hún sé hagfræðimenntuð, og fjalli um efnahagsmál með þeim hætti, bendir til að sú hagfræðimenntun sé fengin úr Lýðháskóla.

Ef ofannefnd Jakobína er sú sama og er að bjóða sig fram í 1 sæti  fyrir Frjálslynda í Reykjavík með Sturlu Jónssyni bifreiðastjóra, þá skil ég betur góðan vin minn sem heldur því fram að fyrrum flokkur hans Frjálslyndir sé haldinn sjálfseyðingarhvöt af verstu sort.

Sigurður Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband