5.4.2009 | 20:28
Vaxtastigið er aðför að íslensku efnahagslífi.
Það var óhæfuverk gagnvart Íslandi þegar Bretar beitti okkur hryðjuverkalögum, en núverandi vaxtaákvörðun er aðför að íslensku efnahagslífi. Þegar samdráttur er hjá þjóðum í opnu hagkerfi, þá er ráðið að lækka stýrivexti. Hjá þjóðum sem eru með 1% verðbólgu, er stýrivaxtastigið e.t.v. 1-2 %. Raunvextir því nálægt núllinu, í öllu falli mjög lágir. Það voru margir sem gagnrýndu Seðlabankann og það með réttu, á hávaxtastefnuna. Ofþensla í hagkerfinu var reyndar ekki til þess að bæta ástandið og ríkisstjórn og Seðlabanki spiluðu illa saman. Nú er mikill samdráttur, svo mikill að hér mældist verðhjöðnun. 17 % stýrivextir, þegar verðhjöðnun í síðasta mánuði mældist yfir 5% reiknað til eins árs. Þetta þýðir yfir 22% raunstýrivexti. Ég efast að slíkt þekkist í nokkru landi í heiminum og er reyndar alveg fullviss.
Margir höfðu efasemdir um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og töldu að hann notaði gamaldags hugmyndafræði, þar á meðal hávaxtastefnu. Meðal gagnrýnanda voru Steingrímur Sigfússon núverandi fjármálaráðherra. Hann gagnrýndi reyndar réttilega hávaxtastefnu Seðlabankans. Nú þegar Steingrímur tekur við, sitjum við uppi með hæstu raunstýrivexti sem við nokkru sinni höfum búið við. .. en þá steinþegir Steingrímur.
Svo hátt vaxtastig mun keyra atvinnulífið niður. Þessi stefna mun þýða mun minni tekjur fyrirtækja og heimila. Þessi stefna mun þýða mun fleiri gjaldþrot, og að lokum mun þýða gífurlegt atvinnuleysi. Aðrar þjóðir hafa miklar áhyggjur af 1% samdrætti, vegna þess að slíkur samdráttur, getur haft margföldunaráhrif. Það er einmitt sem hættan er á hér í dag.
Rök Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að hér sé um 18% verðbólga. Þá miða þeir við verðbólgu reiknaða síðustu 12 mánuði . Þetta er alvarleg hugsunarvilla. Bankahrunið og gengishrunið, þýddi að sjálfsögðu tímabundna verðbólgu, en þegar áfall kemur inn í slíka útreikninga verður að aðlaga þá útreikninga. Öllum er ljóst að verðbólga innanlands er nánast engin.
Stjórnvöld verða að bregðast harkalega slíkum tillögum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stýrivextir verða að lækka niður í 2-4% strax. Núverandi stefna er alvarleg altaga að íslensku efnahagslífi.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Er þetta ekki prísinn sem við verðum að borga fyrir að halda úti þessari svo kölluðu krónu ?
Finnur Bárðarson, 5.4.2009 kl. 20:30
Finnur, bæði og.
Strax í byrjun síðasta árs fjallaði ég um þá valkosti sem við ættum í gjaldeyrismálum og eftir greiningu var mín niðurstaða að norska krónan væri æskilegasti kosturinn. Ástæðan var sú að norska krónan þróaðist mjög líkt íslenskri krónu. Upptaka norsku krónunnar þýddi hins vegar meiri stöðugleika hér og mun lægra vaxtastig. Auðvitað eigum við að skoða upptöku Evru eða Dollar, og ekki láta trúarskoðanir (pólitískar) ákveða þá ákvörðun fyrir okkur.
Hinir háu raunstýrivextir eru ákveðnir af Seðlabanka og stjórnvöldum í samráði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Þessi sameignlega ákvörðun nú að hafa 17% í verðhjöðnun er mjög alvarleg. Ræddi þessa ákvörðun við fyrrum framkvæmdastjóra hjá einu öflugasta endurskoðunarfyrirtækja í Evrópu. Hann spurði:
Ganga þessir menn enn lausir? Þetta eru hryðjuverkamenn!
Sigurður Þorsteinsson, 5.4.2009 kl. 20:50
Það er dálítið sérkennileg staða hjá honum Steingrími eftir aðvaranir hans í áratugi um "auðvaldið", að hann skuli vera sá pólitíkus á Íslandi sem "auðvaldið" hefur veitt í netið og lætur vinna fyrir sig. Jóhanna sem talað hefur eins og hún væri besti "vinur fólksins" svo lengi sem ég man, sýnir það í verkum sínum gagnvart fjölskyldum og heimilum að svo er ekki, en til að fá auðtrúa fólk til að hald annað hefur hún ásamt Steingrími sett smá plástur á sárin. Margt af því sem þessi ríkisstjórn hefur framkvæmt á eftir að skapa okkur fleiri vandamál í framtíðinni en hefði orðið ef þau gæfu sér tíma til að hlusta á hugmyndir annarra sem margar hverjar eru mun skynsamlegri en þeirra.
Páll A. Þorgeirsson, 6.4.2009 kl. 02:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.