Ólögmæt vaxtataka?

Byggingarfyrirtæki og jarðvegsvinnufyrirtæki eiga í gríðarlegum erfiðleikum nú bæði vegna verkefnaskorts, en einnig vegna lánamála. Sannarlega er of mikið til í landinu af ýmiss konar vélum, áhöldum og tækjum sem ekki verður þörf á á næstu árum. Þegar hefur nokkur hluti þess verið selt úr landi. Það að gæta hófs hvað þetta varðar gæti verið eitt af því sem ríkistjórnin gæti látið setja  stefnu um í samvinnu við bankana.

Lánin sem fyrirtækin skulda vegna véla, áhalda og tækja eru flest með gengislánum. Nú hafa komið fram rökstuddar efasemdir um að þessi lán séu lögmæt. Í greinargerð með lögum um verðtryggingu lána frá 2001 kemur skýrt fram að ólögmætt er að tengja lán í íslenskum krónum, daggengi gjaldmiðla. Það þarf að fá strax úrskurð um þetta álitamál. Ekki bara vegna verktakafyrirtækja heldur allra þeirra sem hafa tekið gengislán. Niðurstaðan getur t.d. haft veruleg áhrif á efnahagsreikning nýju bankanna. Þeir einstaklingar sem hafa tekið gegnislán t.d. vegna bílakaupa ættu að fylgjast vel með niðurstöðunni í væntanlegu dómsmáli. Vegna heildarhagsmuna ætti þetta mál að fá forgangsafgreiðslu.

Hörð framgang lánafyrirtækjanna orkar því mjög tvímælis.
mbl.is 40 vinnutækjum fátækari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Lög um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001 [úrdráttur af vef Alþingis] ... ... ...

13. gr. ... ... ... Með verðtryggingu er í þessum kafla átt við breytingu í hlutfalli við innlenda verðvísitölu. [Innskot: gengistrygging er hinsvegar hvergi heimiluð!] Um heimildir til verðtryggingar fer skv. 14. gr. nema lög kveði á um annað. ... ... ...
14. gr. Heimilt er að verðtryggja sparifé og lánsfé skv. 13. gr. sé grundvöllur verðtryggingarinnar vísitala neysluverðs sem Hagstofa Íslands reiknar samkvæmt lögum sem um vísitöluna gilda og birtir mánaðarlega í Lögbirtingablaði. ... ... ... [Innskot: aftur er gengistrygging ekki heimiluð sérstaklega!]

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta ... ... ...

Í 1. mgr. er lagt til að heimildir til að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við gengi erlendra gjaldmiðla verði felldar niður. ... ... ...
Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbindingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi.  ... ... ...
Nefndin sem samdi frumvarpið var þeirrar skoðunar að opinberar reglur um verðtryggingu fjárskuldbindinga þjónuðu fyrst og fremst þeim tilgangi að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og hún er venjulega mæld, þ.e. sem meðaltalsbreyting á verði í stóru úrtaki vöru og þjónustu. ... ... ... [Tilvitnun lýkur]

---

Gæti þetta nokkuð verið skýrara? Það þarf varla dómsúrskurð til að lesa íslensku. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 27.4.2009 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband