28.4.2009 | 21:09
Erum við öll jöfn?
Þegar kjósendur flokks eru óánægðir með frammistöðu einhvers frambjóðanda eiga þeir rétt á að strika nafn hans út. Í þessu tilfelli Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, sem væntalega færist niður um eitt sæti. Ekki er ólíklegt að prófkjör í þeirri mynd sem nú tíðkast munu án efa heyra sögunni til, og t.d. rafrænt val taka við. Ég sé fyrir mér að hægt sé að benda á ákveðna einstaklinga eða þeir bjóði sig fram, og kynning á mögulegum frambjóðendum fari síðan fram t.d.á netinu.
Á sama hátt og útstrikanir á Guðlaugi Þór og Árna Johnsen, sem báðir færðust niður um sæti, voru útstrikanir á Helga Hörvar og Steinunni Valdísi Óskarsdóttur ekki það miklar að þau færðust niður um sæti. Ég upplifði að þetta styrkjamál færi mjög fyrir brjóstið á Samfylkingarfólki, a.m.k. mjög mörgum þeirra sem voru á blogginu. Eru fáar útstrikanir þeirra á eigin flokksfólki vegna þess að kjósendur Samfylkingarinnar voru búnir að fá nóg af þessu styrkjamáli? Þótti þeim ekkert tiltökumál að þeirra fólk tæki við háum styrkjum? Þóttu styrkirnir ekki nógu háir? Eða er umburðarlyndi Samfylkingarinnar fyrir yfirsjónum samherja meiri en mótherja.
Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
held að þetta fólk skilji bara ekki eða kanski vilja ekkki skilja af hverju það er strikað út - skilaboðin hljóta að vera að þau eru ekki velkomin, ekki í bili að minsta kosti og ættu því af draga sig út - nú ef ekki af sjálfsdáðum þá á formaður flokksins að búa þannig um hnútana að þannig verði því við komið nema þá að haldbærar skíringar til kjósenda viðkomandi flokks liggi fyrir
Jón Snæbjörnsson, 28.4.2009 kl. 21:19
Það er alveg ljóst að Guðlaugur Þór er mikill baráttujaxl og hefur beitt sér af gífurlegri atorku við að koma sér á framfæri. Það held ég að eigi við bæði í borgarpólitíkinni og í aðdraganda Alþingiskosninga 2007. Allt kostar það, bæði fé og fyrirhöfn. Hið fyrrnefnda hefur hann útvegað í þeim mæli að það vakti furðu og/eða öfund. Kannski var hann bara of duglegur - hver veit? Með gott fólk sér við hlið gæti hann orðið hörku góður forstjóri í fyrirtæki, eða sveitarstjóri eins og Gunnar í Kópavogi.
Flosi Kristjánsson, 28.4.2009 kl. 21:36
Jóhanna vildi nú meina að milljónirnar hennar Steinunnar Valdísar væru allt annars eðlis en aðrar milljónir sem skipt höfðu um hendur í hita prófkjöra.
Ragnhildur Kolka, 28.4.2009 kl. 21:38
"Eða er umburðarlyndi Samfylkingarinnar fyrir yfirsjónum samherja meiri en mótherja. " segir í pistli! Heldur pistihöfundur að það hafi verið kjósendur SF sem strikuðu út þessa tvo FLokksframbjóendur? - hann ætti að vita að svo er ekki. Þar af leiðandi koma útstrikanir á D-lista S-lista-frambjóðendum og -kjósendum ekkert við!
H G, 28.4.2009 kl. 21:55
Jón skilaboðin held ég að hafi áhrif á stöðu þessara aðila, hvort sem þeir færast niður eða ekki.
Þrymur, takk.
Flosi það er örugglega rétt hjá þér að Guðlaugur er duglegur. Hins vegar er líklegt að pólitíkin er að breytast hvað þessar fjáraflanir varðar. Alþingi samþykkti lög til þess að taka á fjármálunum. Guðlaugur fær eflaust útrás fyrir dugnaðinn hjá sér.
Ragnhildur, þótti þér Ingibjörg ekki setja niður, með því að fara sjálf og afla fjár fyrir Samfylkinguna eins og fram hefur komið?
H.G. Ég hef haft það eftir óstaðfestum fréttum, að allnokkrir Samfylkingarmenn hafi verið svo heiftugir út í Guðlaug að þeir hafi merkt við Samfylkinguna, en jafnframt strikað Guðlaug út.
Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 22:17
Svo sérkennilega vill til
að óstaðfestar fréttir gengu um það fyrir kosningar að áróðursmeistarar D-lista ráðlegðu nýliðum og fáfróðum að gera einmitt þetta sem þú lýsir, Sigurður! Var sérlega varað við slíku í Suðurkjördæmi, þar sem mörgum stuðningsmönnum allra lista þótti til skammar að Á.J. væri í framboði. Undirrituð trúði varla slíku upp á FLokksmenn - en fyrst þú segir það..!..
Hlédís, 28.4.2009 kl. 22:32
Hlédís, ég get alveg trúað strákunum til þess að plata saklaust fólk svona. Á landsfundi Samfylkingarinnar útskýrði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að hún hefði bara verð plötuð í stjórnarsamstarfinu. Hún hefði haldið að þetta væru svo góðir strákar, þegar á daginn kom að þeir höfðu illt eitt í huga. Þess vegna bæri Samfylkingin enga ábyrgð á því sem gerist á tveggja ára valdasetu. Björgvin var líka svona saklaus og því var hann ekki látin gjalda þess að hafa verið bankamálaráðherra. Ingibjörg féll hins vegar síðar í ónáð, en það var ekki vegna stjórnarsetunnar og ábyrgðarinnar. Hún hafði ekki náð að safna nógu miklu fjármagni frá Baugi í sjóði Samfylkingarinnar.
Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.