Leiðtogahugsun á Alþingi?

Á tímabili kepptust menn að tala skuldir ríkissjóðs upp. Þeim mun hærri þeim mun meiri krassandi var málflutningurinn. Svo kom Tryggvi Þór Herbertsson og hélt því fram að nettóskuldir þjóðarbúsins væru rétt rúmlega 400 milljarða. Fyrir marga var þetta léttir. Fyrir aðra vour þetta mikil vonbrigði þar sem þeir vildu að skuldirnar væru sem mestar. Þessar skuldir eru nú svo sem alveg nógu miklar, og ekki minnka þær með hallarekstri ríkissjóðs. Hitt er sínu alvarlegra að svo mjög hefur hægst á hjólum atvinnulífsins að ef svo fer sem horfir, gætu tekjur ríkissjóðs af launatekjum og hagnaði fyrirtækja hrunið. Því er mikilvægt að koma bönkunum aftur í gang, auk þess að grípa til víðtækra aðgerða til aðstoðar atvinnulífinu.

Össur Skarphéðinsson kom einnig með ánægjulegt innlegg sem færði þjóðinni aukna von, er hann upplýsti um olíutækifærin á Drekasvæðnu. Kolbrún Halldórsdóttir klúðraði stæti sínu á þingi þegar hún dró úr vilja VG til þess að nýta þessa auðlind.

Atli Gíslason kom með innlegg inn í stjórnarviðræðurnar, sem nánast voru formsatriði að klára, að setja ætti á stofn þjóðstjórn undir stjórn Steingríms Sigfússonar. Margir tóku þessu innleggi sem tilraun til þess að skapa VG betri stöðu í viðræðum flokkanna. Það er mitt mat að það hafi ekki verið hugsun Atla Gíslasonar, heldur það að hann geri sér e.t.v. betur grein fyrir þeirri erfiðu stöðu sem við nú þurfum að takast á við. Það er vissulega réttmæt gagnrýni á fyrrum stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar að þjóðstjórn hefði að öllum líkindum verið besta leiðin fyrir þjóðina við bankahrunið. Þá var ekki næg leiðtogasýn til staðar. Þörfin er ekki síðri nú og leiðtogasýnin heldur ekki til staðar nú.

Á þingi eru hins vegar nú margir aðilar sem gætu tekið á þeim málum sem þjóðin stedur frammi fyrir. Spurningin hvort við munum hundsa þá þekkingu og ríghalda í völdin og vanmáttarkenndina, eða vinna okkur saman úr vandanum.  


mbl.is Færa á eignir á móti skuldum ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

March 19, 2009

International investment position

4/2008

The Central Bank has updated it's figures on international investment position, according to latest figures available. According to the updated figures international investment position was negative by 3.468 b.kr. at the end of Q4 2008.

Next release: May 28
Click to enlarge picture
Tables
Metadata
Time series
Useful links
Supervisor: Ríkarður B. Ríkarðsson, Statistics & IT. E-mail: rikardur.rikardsson@sedlabanki.is



Baldur Fjölnisson, 28.4.2009 kl. 22:54

2 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

"leiðtogahugsun" það verður ekkert gaggn í þessari stjórn það verður allt farið til helvítis áður en þú veist af.

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 28.4.2009 kl. 23:10

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Baldur Tryggvi var að fjalla um nettóskuldir ríkissjóðs, en áður hafði verið að ræða um brúttóskuldir ríkissjóðs?

Guðmundur, ég er nú ekki alveg eins svartsýnn og þú varðandi ríkisstjórnina. Hins vegar hefði verið stórkostlegt ef við hefðum nálgast viðfangsefnið með meiri leiðtogahugsun.

Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 23:22

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þjóðarbúið er algjörlega gjaldþrota og gjaldþrot verður ekki leyst með frekari skuldsetningu. Það verður bara afgreitt með gjaldþrotameðferð og skuldir eru þá gerðar upp á móti eignum osfrv. Hins vegar er íslenska þjóðarbúið hið fyrsta sem fer opinberlega á hausinn í löngu fallít sápukúlufjármálakerfi heimsins og afgreiðsla þessa fyrsta gjaldþrota hefur því augljóslega mikilvægt fordæmisgildi þegar kemur að stærri gjaldþrotum svo sem ríkjum Austur Evrópu, minniháttar spámönnum í Evrópu og öðrum heimsálfum og síðar Bretlandi, Spáni, Bandaríkjunum og öðrum stórum ljósaskiptahagkerfum. Þetta er vandræðagangurinn. Allar heimsins smjörklípur geta ekki til lengdar dregið athyglina frá þessum óþægilega veruleika. Ofurskuldsetning og gjaldþrot þýðir að sjálfstæði er fyrir bí hvort sem það er míkró eða makró, einstaklingar eða þjóðarbú, gjamm í einhverjum gúmmístimplum sem eru vottaðir í gegn til málamynda í einhverjum kosningum í gervilýðræðiskerfikerfi sem hefur ekkert með lýðræði eða sjálfstæði að gera vegna þess að það er algjörlega ofurselt erlendum lánardrottnum - ber að skoða í þessu ljósi.

Baldur Fjölnisson, 28.4.2009 kl. 23:22

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Baldur við erum  sannarlega í erfiðri stöðu ég ætla ekki að gera lítið úr því. Fyrir liggur að talsverður hluti skulda verður nú afskrifaður með gjaldþroti gömlu bankanna. Mikilvægur þáttur þess að ná okkur úr þessari stöðu er hugarfarið og það að mála stöðuna dekkri litum en ástæða er til er óþarfi.

Það sem ég var að benda á, er að sannarlega væri hægt að vinna sig fyrr úr þessari stöðu ef við notuðum aðra hugmyndafærði. Aðra hugsun. Þegar á reynir getur þessi þjóð gert ótrúlega hluti. Með andlegum kröftum úr Suðursveitinni gætum við gert kraftaverk!

Sigurður Þorsteinsson, 28.4.2009 kl. 23:47

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur verið hér við völd síðan í haust (rótgrónar erlendar eignir hér flýttu sér að kalla á hann) sem þýðir að hans eigendur Wall Street og City of London munu sjúga hér allt nýtilegt til sín og sinna og skilja eftir lítið annað en skelina. Þennan leik hefur þessi maskína leikið víða um heim með skelfilegum afleiðingum síðustu áratugina og núna er sem sagt röðin komin að okkur. Allt uppgjör á erlendum skuldbindingum þjóðarbúsins er háð skilyrðum AGS sem aftur er undir stjórn lánardrottna okkar beint og óbeint. Halló? Þeir sem sagt lána okkur peninga sem eiga að hindra hrun gjaldmiðils okkar ef við semjum um ómögulega skuldastöðu við eigendur þeirra sjálfra. Sem aftur myndi þýða algjörlega ómögulega skuldastöðu hins opinbera, stór hluti tekna hins opinbera færi í greiðslur því viðkomandi sem aftur þýddi niðurskurð opinbera kerfisins, stóraukið atvinnuleysi og kjaraskerðingu og enn frekara verðfall þeirra eigna sem þetta þrotabú býr yfir og lánardrottnarnir vilja fá á botnverði.

Baldur Fjölnisson, 28.4.2009 kl. 23:53

7 Smámynd: Guðmundur Friðrik Matthíasson

Það þarf ekki mikið til að lesa eða sjá eða heyra hvernig Ísland hefur það dag, þetta er rétt að byrja og er það orðið slæmt nú þegar.

Það verður að gera meira fyrir mannauðinn í landinu annars fer 20 til 30% frá landinu. Álagið á Hjálparstarfið hefur aldrei verið meira en nú,“ sagði Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í setningarræðu á prestastefnu 2009 í kvöld. Hann sagði að hjálparbeiðnum fjölgi stöðugt eftir því sem fleiri missi vinnuna. Af þeim sem sækja um aðstoð fjölgar mest í yngsta aldurshópnum.

Guðmundur Friðrik Matthíasson, 28.4.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sigurður, það voru einmitt klappstýrur með sölumannahugarfarið á tæru - en algjörlega úr öllum tengslum við veruleikann - sem settu okkur á hausinn og héldu almenningi sofandi í lengstu lög á meðan það gekk í gegn. Eiga nú sömu sölumannatrixin að redda okkur? Þetta er hugmyndafræði sem byggist á skuldapappíraframleiðslu öðru fremur og allar bólur ofurmettast á endanum og springa með alvarlegum afleiðingum og hafa gert það líka hér og lausnin á að vera að slá enn meiri lán? Og einhvern veginn eigi þetta gjaldþrota þjóðarbú að geta fengið megnið af sínum skuldum afskrifað og allt verði aftur gott og fallegt á ný? Þetta verði sem sagt bara snertilending í efnahagslífinu eins og eins og einhver pólitítískur geðsjúklingur orðaði það fyrir rúmu ári? Nei, ég tek nú hæfilega mikið mark á bílasölum.

Baldur Fjölnisson, 29.4.2009 kl. 00:13

9 Smámynd: Ingvar

Það var nú það sem að Sjálfstæðisflokkurinn lagði til , þjóðstjórn. En Samfylkingin vildi það ekki.

Ingvar

Ingvar, 29.4.2009 kl. 00:25

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Baldur þú segir að við séum gjaldþrota og hvað svo? Hvað vilt þú gera í stöðunni? Atli Gíslason lagði til þjóðstjórn, af hverju?

Guðmundur öllum er ljóst að ástandið er erfitt, aðeins spurningin hvernig við tökum á málinu.  

Sigurður Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 05:55

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sjá innlegg nr. 4.

Gjaldþrot kallar á gjaldþrotameðferð þar sem eignir eru færðar á móti skuldum. 

Hins vegar eins og ég sagði þá óttast erlendir eigendur landsins (lánardrottnarnir) að slíkt muni skapa óheppilegt fordæmi þegar kemur að öðrum og stærri þjóðagjaldþrotum. Þess vegna hafa þeir talið hálfvitum í æðstu stöðum hér á landi trú um að lausnin í stöðunni sé enn meiri skuldsetning (frá AGS sem er í eigu Wall Street og alþjóðlegs fjármálakerfis = lánardrottnanna). Þannig eru málin login áfram og fólki haldið sofandi þangað til búið verður að hirða það sem eftir er af eigum þess og lánardrottnarnir fá síðan á endanum hólmann með 95% afslætti upp í skuldasúpuna. 

Baldur Fjölnisson, 29.4.2009 kl. 08:41

12 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Baldur þú málar myndina mjög dökkum litum. Miðað við þær tölur sem ég les út úr skuldum ríkisins og þjóðarinnar tel ég góða möguleika að vinna sig út úr vandanum. Kosningabaráttan hefði átt að fjalla um stöðuna og þær leiðir sem færar eru. Síðan hefði þurft þjóðstjórn því vandinn er það stór. Við þurfum upplýsingar, við þurfum aðgerðaráætlun og við þurfum hvatningu og samstarf.

Miðað við það að við virðumst hafa mjög mismunandi sýn á stöðuna, er eðlilegt að við sjáum framhaldið í ólíku ljósi.

Sigurður Þorsteinsson, 29.4.2009 kl. 09:17

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

 Ég hef lengi notað pólitíkusa og ruslveitur og aðra afkastamikla veruleikahönnuði sem gagnvísa eingöngu og það hefur virkað 100% og gerir enn og ekkert sem bendir til þess að breyting verði þar á. Þannig að sá grunnur sem ég byggi á hvað þetta málefni varðar er fjalltraustur og rúmlega það. 

Baldur Fjölnisson, 29.4.2009 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband