Aukin fagmennska á Alþingi?

Nokkrir af nýju þingmönnunum virðast ætla að koma með nýjar áherslur á Alþingi. Í því efnahagsástandi sem nú ríkir er fengur af Lilju Mósesdóttur inn á þing. Fram kemur í máli hennar að þeir hagfræðimenntuðu aðilar sem eru á Alþingi vilji láta meta afleiðingar þeirra mála sem liggja fyrir  þinginu, áður en þau eru afgreidd. ´

Það er mitt mat að við núverandi aðstæður hefði þjóðstjórn verið árangursríkust. Þannig hefðu samnýst sú þekking og reynsla sem á þinginu var. Skil það hins vegar að það hafi verið freistandi að fyrir vinstri flokkana að mynda stjórn, nú þegar tækifæri gafst til. Það var fyrirséð að sprenging yrði í vor. Það var eins og stjórnvöld væru þau einu sem teldu að slíkt gæti ekki gerst. Undiraldan fer vaxandi nú, og margt sem bendir til þess að veturinn verði núverandi stjórn afar erfiður.

Ef pólitíkin þarf að velja á milli valda og fagmennsku, velur hún völdin. Alveg sama hvaða flokkar eru  við völd.

Vonandi munu nýir þingmenn nýta sína fagþekkingu inn á þinginu, án tillits til flokkavaldsins.


mbl.is Allt tekið með í reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Tek heils huga undir með þér, vona að fordæmi Lilju verði öðrum hvatning. En það er auðvitað dapurlegt að þetta þurfi að vera fordæmi yfir höfuð.

Finnur Bárðarson, 29.5.2009 kl. 15:10

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Vil minna á að þessi stjórn hefur nú þegar tvo óflokksbundna ráðherra. það er meir en gerst hefur í valdatíð F og D síðustu 20-30 árin.

Hvað viljum við? Framsókn aftur?

Ekki ég. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.5.2009 kl. 16:30

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Lilja er að koma alveg rosalega sterk inn og ég er sammála því að það er gífurlegur fengur í henni á þingi.

Héðinn Björnsson, 29.5.2009 kl. 17:16

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Finnur ég bind miklar vonir við nokkra þingmenn nú.

Anna Sigríður, það er mjög áhugavert að nota aðila utan þings í ríkisstjórn og ég held að framganga þeirra tveggja hafi nú fengið frekar góða dóma. Gylfi Magnússon þótti að vísu sýna hroka í umfjöllun um  tillögur um afskrift lána. Gæti alveg séð Atla Gíslason fyrir mér sem dómsmálaráðherra.

Held að mörgum hafi þótt nokkuð skorta upp á fagmennsku hjá Sjálfstæðisflokki og Samfylkingu, m.a. hvað varðar upplýsingar til almennings og virkjun hans til þess taka á ástandinu. Á sama hátt heyrist mér að mjög mörgum finnist sem að aðgerðarleysið sé meira yfirþyrmandi nú en áður ef eitthvað er.

Framsóknarflokkurinn með Sigmund Davíð í forsvari sýndi ákveðið frumkvæði og óvenjulega hugsun þegar hann bauðst til þess að styðja VG og Samfylkinguna í minnihlutastjórn. Anna Sigríður ef hann ætti að endurmeta þá stöðu í dag, telur þú að hann hafi fengið þá reynslu að forystumönnum þessara flokka sé treystandi? Ef ekki, heldur þú þá að það hafi verið vegna þess að fagmennskan hafi verið of mikil? 

Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2009 kl. 17:25

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ný og áður óþekkt skipan í ráðherrastóla er afleiðing kreppunnar.Í mínum huga er það vel.   Mér er sama hvaðan gott kemur,treysti alveg fullhugum yngri kynslóðanna,hvar í flokki sem þeir eru,til að takast á við vandann.Það sem er mest um vert að þeir vita, að enginn kemst lengur upp með spillingu,og engin með ásakanir um slíkt séu þær ekki á rökum reystar.

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Helga, ég held að það sé full ástæða til þess að leita ráðherraefna utan þingsins. Sum staðar hefur það tíðkast að taka inn ráðherra frá minnihlutum og það er líka áhugaverð nálgun.

Spillingarumræðan hefur hins vegar gengið út í öfgar að mínu mati. Það er alvarlegt mál að það sem skiptir þjóðina mestu máli einmitt nú, endurreisnin, hafi ekki verið mál kosninganna síðustu. Í staðinn var tekin fyrir styrkjamál flokkanna ,,að hluta". Einstakir þingmenn neituðu að svara spurningum um sín mál ,,fyrir kosningar" og komust upp með það. Í kvöld komu upplýsinga rum styrki til Samfylkingarinnar, sem mér finnast í hærri kantinum.  Vona að ég þurfi ekki að hlusta um meint sukk í því sambandi næstu vikurnar. Við höfum stærri mál að leysa, og fjölmiðlar að greina, upplýsa og gagnrýna.

Sigurður Þorsteinsson, 29.5.2009 kl. 20:07

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo sannarlega.

Helga Kristjánsdóttir, 29.5.2009 kl. 23:01

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll vertu.

Því miður kom þessi kona Lilja svarlaus úr Kastljósi kvöldsins þar sem hún ræddi um að auka stöðugildi hins opinbera í velferðarþjónustu án hugsunar um hver skyldi borga.

Það er léleg hagfræði á þessum tímum.

kv.Guðrún Maria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 30.5.2009 kl. 02:46

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Guðrún

Það er alveg ljóst að Lilja var í erfiðri stöðu í Kastljósinu í kvöld. Hún er að koma inn í meirihluta sem tekur við í erfiðri stöðu, þar sem fyrri ríkisstjórn var gagnrýnd fyrir að gera lítið. Síðan kemur í ljós að viðtakandi ríkisstjórn hefur afskaplega lítið bætt þar við. Ég efast hins vegar ekki um faglega þekkingu Lilju, en hana ætti ríkistjórnin að nýta mun betur.

Sigurður Þorsteinsson, 30.5.2009 kl. 08:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband