deCODE hækkar

Bréf deCODE hækkuðu um rúm 50% í dag. Það er jákvæða frétt dagsins í dag. Vonandi verður nær þetta fyrirtæki sem af einhverjum ástæðum hefur verið þyrnir í augum hluta Íslendinga, að ná sér á strik og dafna á komandi árum. Fyrirtækið skapar fjölda vel menntaðra starfsmanna vinnu og bætir þá flóru sem er í Íslensku atvinnulífi.
mbl.is Bréf deCODE hækkuðu um 50%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála nafni, maður fagnar jákvæðum fréttum þessa dagana.

Sigurður Þórðarson, 26.6.2009 kl. 23:34

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Ekki hef ég neitt á móti því að þetta fyrirtæki komist á lappirnar en einhvernvegin tengi ég það við þetta hlutabréfabraskið. Ég held að það hafi flestir tapað á því og það án nokkurs bankahruns. Kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.6.2009 kl. 00:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Ha, ha, þetta er bara stökkbreyting!  

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 27.6.2009 kl. 07:26

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Kolla. Hlutabraskið um bréf deCODE er eitthvað sem við ættum að læra á. Hins vegar var eins og margir vildu leggja stein í götu þessa fyrirtækis, og gera sennilega enn. Hins vegar vinna þarna núna einhver hundruð einstaklinga og vonandi heldur þetta fyrirtæki sjó. Við þurfum fjölbreytni, ekki bara álver.

Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2009 kl. 07:27

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Já ekki hef ég á móti fjölbreytninni. Ég held að þetta fyrirtæki hafi notið mikillar tiltrúar hjá íslensku þjóðinni, meiri en það getur staðið undir í raun. Ég held að margir hafi litið á fyrirtækið sem óskabarn þjóðarinnar eins og Eimskip forðum. Ég hef samt alltaf spurt fólk sem ég hef verið í samskiptum við og hefur verið að kaupa hlut í félaginu af hverju það vilji láta Kára hafa peningana sína? Það hefur verið heldur lítið um svör og ég hef ekki trú á að það komi til með að gefa af sér í hlutabréfaviðskiptum. Það kann hinsvegar að leggja annað og meira til samfélagsins sem afrakstur af vinnu og rannsóknum. Ég kannast ekkert við þá steina sem þú talar um í götunni. kveðja Kolla.  

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.6.2009 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband