Ísland í samfélagi þjóðanna.

Ein helstu rökin sem ég hef lesið fyrir því að ganga í Evrópusambandið er að Ísland eigi að vera í samfélagi þjóðanna. Fyrst hélt ég að hér væri einhver stafsetningavilla á ferðinni að hér ætti að standa Samfélagi þjóðanna sem væru einhver stórmerkileg alþjóðasamtök, eða Sameinuðu þjóðunum, en það gat ekki verið þar sem við erum einmitt þar, a.m.k. enn um sinn. Samfélag þjóðanna hljóta að vera einhver hluti Evrópu fyrst við eigum að ganga í ESB. Ef til vill eru það Bretar, en mér finnst nú ríkisstjórn þeirra ekki hafa sýnt okkur neinn sérstakan vinarhug, eða Hollendingar sem líka eru að stríða okkur. Norðmenn virðast bara vera brattir þó að þeir séu ekki í þessu samfélagi, því ekki eru þeir í ESB. Af hverju ættum við þá ekki að getað verið það líka. Ég legg til að við leggjum áherslu á að bæta samskipti okkar við aðrar þjóðir og þannig muni okkur farnast vel. Það þýðir hins vegar ekki að ganga í neitt sérstakt samfélag þjóða, eða ESB.  


mbl.is Hagstæð ákvæði Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Grænland forðaði sér burt úr ESB og Færeyingar eru ekki á leiðinni þangað. Hvers vegna ættum við að vilja skríða inn? Við eigum meiri samleið með fámennum nágrannaþjóðum en stórum iðnríkjum á meginlandinu.

Haraldur Hansson, 23.6.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég hélt að við værum í samfélagi þjóða! og við eigum samleið með flestum þeirra á þessari öld.

Eggert Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 23:29

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Við eigum ekki að þurfa kaupa klúbbáskrift að samfélagi þjóðanna með blóðpeningum barna okkar.

Sjálfstæðar þjóðir sem bera ágreiningsmál sín undir hlutlausa dómstóla verða áfram í samfélagi þjóðanna.

Ívar Pálsson, 23.6.2009 kl. 23:44

4 Smámynd: Elle_

Og er ekki umrætt´samfélag´bara um 9% af heiminum? 

Elle_, 23.6.2009 kl. 23:52

5 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Margir unglingar halda að ef þeir missa af tækifæri á að vera í einhverri klíku, þá séu þeir að einangrast. Svo átta þeir sér fljótlega á því svo er alls ekki.

Sigurður Þorsteinsson, 24.6.2009 kl. 07:41

6 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ef við gefum okkur það að ESB sé þetta "samfélag", þá er fjöldi félagsmanna í Kína 160% meiri.  Ef við miðum bara við fjölda ríkja þá er þetta "samfélag" tæp 14% viðurkennda ríkja og með um 7,5% af mannfjölda.

Ég hélt alltaf að SÞ væru samfélag þjóðanna.

Axel Þór Kolbeinsson, 24.6.2009 kl. 12:48

7 Smámynd: A.L.F

Eftir að ESB reyndi að beita lagklausum sínum á breta í janúar þegar gasrifrildið stóð sem hæðst komst ég endanlega á þá niðurstöðu að Íasland hefur ekkert í ESB að gera.

Bretar hefðu haft lítið bolmagn í ESB hefðu þeir gengið alla leið og yfitekið gaslindir breta í þágu annara þjóða innan ESB, við höfum þar að leiðandi ekkert bolmagn í ESB ákveði þeir að yfirtaka t.d. vatnsforða okkar í þágu vatnslausra borgara ESB, yrði vatnsskortur. Við eigum að halda okkur utan ESB.

A.L.F, 24.6.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband