Siðferðispostular á flótta

Það er gott að búa í Kópavogi. Það er margt sem kemur til, en eitt af því sem við getum státað af er að hér eru fleiri siðferðispostular í bæjarstjórn en í nokkru öðru sveitarfélagi á landinu.

Fyrir nokkrum dögum kom fram að stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar hafði verið vikið frá tímabundið ásamt framkvæmdastjóra sjóðsins. Í ljósi þessa aðstæðna sem hefur verið á Íslandi á undanförnum mánuðum og að hvorki sjóðurinn né sjóðsfélagar hafa skaðast, verður að telja að aðilar hafi einhverjar málsbætur. Brýnni verkefni hljóta að brenna á FME en þetta. Áminning hefði átt að duga í þessu sambandi. Stjórn sjóðsins sendi frá sér yfirlýsingu:

Þá bregður svo við nokkrum dögum síðar að þrír bæjarfulltrúar ákveða að hlaupast undan ábyrgð og kenna starfsmanni sínum framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins og formanni stjórnar sjóðsins bæjarstjóra Kópavogs um. Sjálfsagt er þetta gert til þess að koma höggi á Gunnar Birgisson, sem tók þá ákvörðun að draga sig í hlé, þar til rannsókn málsins er lokið. Sjálfsagt hefur framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðsins haft vara á öllum samskiptum sínum við pólitíkusana í stjórninni hjá sér, og það ekki af ástæðulausu. Á Íslandi hefur það þótt í lagi að ljúga ef þú ert  í pólitík. Nú hefur komið í ljós að siðferðispostularnir eru með allt niður um sig.

 Þeir eru:

 

fl

Flosi Eiríksson bæjarfulltrúi .Hann hefur verið duglegur að senda fá sér yfirlýsingar um málið. Hann hefur verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi svo lengi sem elstu menn muna. Fyrir síðustu kosningar var hann mjög duglegur að gagnrýna lóðaúthlutanir í Kópavogi, og meinta spillingu í Kópavogi. Flosa láðist hins vegar alveg að geta þess að hann lét bæinn úthluta sér og fleiri ættingjum lóðum á besta stað í Kópavogi. Sú úthlutun stóðst enga skoðun. Flosi mun ætla að bæta úr þessari yfirsjón sinni fyrir næstu kosningum, þrátt fyrir andstöðu margra samflokksmanna sinna. Flosi er víst starfandi endurskoðandi og því maðurinn með fagþekkinguna í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar.  

 

omar stefansson 861735

 

Ómar Stefánsson formaður bæjarráðs. Ómar tók við sem efsti maður á lista Framsóknarflokksins eftir að Sigurður Geirdal féll frá. Hann starfar sem vallarstjóri á Kópavogsvelli.  Hefur lengi gengið með bæjarstjórann í maganum, (þó ekki Gunnar Wink) Ómar er sagður hafa séð lífeyrissjóðsmálið mjög heppilegt til þess að spila út pólitískum spilum. Hefur alla tíð verið umdeildur innan Framsóknar í Kópavoginum, en aldrei sem nú. Er talinn vera með svarta Pétur á hendi nú.

 

  jón júlíuson

Jón Júlíusson bæjarfulltrú. Hefur verið bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Hann hefur verið útnefndur Riddari hringborðsins og gengur með þá orðu dags daglega. Sú orða er víst sárabót fyrir það að Jón fór ekki dult með þá ætlun sína að taka við af Sigurði Geirdal sem bæjarstjóri. Fyrir síðustu kosningar sagði hann okkur Kópavogsbúum að hann sem íþróttafulltrúi Kópavogsbæjar hafi verið maðurinn sem skipulagði, teiknaði og bar ábyrgð á samningi Kópavogsbæjar við Kanttspyrnuakademíuna um Kórinn. Stuttu eftir kosningar  færði hann sig yfir til viðsemjendanna og gerðist framkvæmdastjóri Knattspyrnuakademíunnar í ársleyfi sem íþróttafulltrúi. Kanttspyrnuakademínan skuldar  nú að sögn  Kópavogsbæ tugi milljóna. Hann sagði ekki af sér sem bæjarfulltrúi, og er í einhverju óskilgreindu starfi hjá Kópavogsbæ, sem ekki hefur verið auglýst. Til stendur að Samfylkingin muni gagnrýna þá ráðstöfun innan skamms. Síðast þegar sást til Jóns fannst hann inn í mjóum skáp í Bæjarskrifstofunum og þóttist vera kústur.

Ekki í stjórninni en með alla  spottanan í höndunum:

gussa

Guðríður Arnardóttir yfirsiðferðispostuli: Hún er sögð hafa sleppt sér þegar strákarnir hennar skrifuðu undir yfirlýsingu stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Eftir stíf fundarhöld með Guðríði drógu fulltrúar Samfylkingarinnar í stjórn lífeyrissjóðsins yfirlýsingu sína til baka. Þetta á ekki við um okkur, var haft eftir henni. Það nýjasta sem heyrist hér í Kópavoginum er að árásir að Guðríður sverji af sér nýjustu árásir á Gunnar Birgisson og segi þær hafa verið spunnar af Ómari Stefánssyni, og þau aðeins spilað með, í þeirri von að komast að kjötkötlunum með Ómari. Nú er að sjá hvort taktik Guðríðar dugar: Árás er besta vörnin.

 

 

 
Yfirlýsing frá kjörnum stjórnarmönnum LSK PDF Prenta Rafpóstur
Eftirfarandi yfirlýsing var send fjölmiðlum í dag í tilefni af fréttatilkynningu og aðgerðum fjármálaráðuneytisins:

„Kjörnir stjórnarmenn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) af hálfu bæjarstjórnar og starfsmanna, lýsa furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins (FME) og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa FME um fjárfestingar hans.

Í efnahagsumrótinu á umliðnum vetri tók stjórn LSK yfirvegaða og upplýsta ákvörðun um, að besta leiðin til að verja hagsmuni sjóðfélaga væri að ávaxta laust fé sjóðsins til skamms tíma hjá Kópavogsbæ, þótt það væri ekki í fullu samræmi við heimildir, enda ber Kópavogsbær fulla ábyrgð á öllum skuldbindingum sjóðsins umfram eignir.

Í endurskoðunarbréfi PricewaterhouseCoopers hf. með ársreikningi LSK 2008, dags. 18. maí sl., segir m.a.:

„Þótt ekki sé ástæða til að draga í efa að með þessum ráðstöfunum sínum hafi stjórnendur sjóðsins talið sig vera að tryggja sem best hag sjóðsins við óvenjulegar efnahagsaðstæður þá verður ekki hjá því komist að við sem endurskoðendur sjóðsins, sbr. 42. gr. [laga nr. 129/1997], gerum stjórn sjóðsins og Fjármálaeftirlitinu þegar í stað viðvart um þessi atvik.“

Á fundi, sem LSK boðaði til með fulltrúum FME 19. maí sl., var gert samkomulag um, að sjóðurinn hefði frest til 31. júlí nk. til að gera úrbætur í samræmi við fjárfestingarheimildir. Það samkomulag hefur FME og fjármálaráðuneytið ákveðið nú að virða ekki.

Hér er um að ræða verðtryggt skuldabréf, útgefið af Kópavogsbæ, sem var undir lögbundnu 10% hámarki af heildareignum LSK, þegar það var gefið út. Vegna verðbólgu og áfallinna vaxta auk eignarýrnunar LSK í tengslum við bankahrunið, fór uppreiknað verð bréfsins yfir 10% hámarkið í 10,57% af heildareignum sjóðsins.

Vegna góðrar ávöxtunar sjóðsins það sem af er árinu, er hlutfallið nú þegar orðið lægra og innan lögboðinna marka.

Öðrum kröfum FME um úrbætur hefur verið sinnt.

Við treystum því, að þegar fjármálaráðuneytið og FME hafa kynnt sér alla málavöxtu, liggi fyrir að hagsmunir sjóðfélaga hafi verið hafðir að leiðarljósi.“

Undir yfirlýsinguna rita Gunnar I. Birgisson, formaður, Sigrún Guðmundsdóttir, varaformaður, Flosi Eiríksson, ritari, Jón Júlíusson, stjórnarmaður, og Ómar Stefánsson, stjórnarmaður.
 

Yfirlýsing Flosa í heild sinni

Í ljósi frétta af samskiptum Fjármálaeftirlitsins (FME) og Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar (LSK) vil ég koma eftirfarandi á framfæri:

Í vetur sem leið stóð stjórn sjóðsins frammi fyrir ákvörðun um hvernig ávaxta skyldi umtalsverðar upphæðir sem sjóðurinn átti í handbæru fé. Við þáverandi aðstæður á fjármálamarkaði taldi stjórnin ekki hyggilegt að ávaxta féð hjá viðskiptabönkunum og taldi önnur verðbréf á markaði heldur ekki nægilega trygga fjárfestingu.

Í ljósi þessa ákvað stjórnin að veita Kópavogsbæ skammtímalán gegn hárri ávöxtun, en gerði sér um leið grein fyrir að með því væri farið yfir það hámark sem lána má til einstakra aðila. Gerðar voru ráðstafanir til að upplýsa FME um þessa aðgerð um leið og til hennar var gripið, svo að viðeigandi eftirlitsstofnun væri kunnugt um málið.

FME gerði athugasemdir við þetta fyrirkomulag og í kjölfarið var stjórnarformanni og framkvæmdastjóra sjóðsins falið að leita lausna í málinu í samráði við FME.

Á stjórnarfundi LSK 18. maí sl. voru lögð fram afrit af bréfum milli FME annars vegar og stjórnarformanns og framkvæmdastjóra LSK hins vegar. Þar kom m.a. fram að LSK hefði frest til 29. maí til að gera úrbætur á fjárfestingum sjóðsins, en að öðrum kosti myndi Fjármálaeftirlitið leggja á sjóðinn dagsektir.

Á sama fundi lagði framkvæmdastjóri fram undirbúningsminnispunkta um fund sem halda átti daginn eftir. Í þeim segir m.a. um skammtímalán til Kópavogsbæjar: „Fundur með FME hér á morgun 19. maí. 3 fulltrúar FME, undirrituð, stjórnarformaður og fjármálastjóri fulltrúar sjóðsins. Erum búin að leysa þetta mál.“

Eftir þetta hefur ekki verið haldinn fundur í stjórn sjóðsins og stjórninni ekki gerð grein fyrir því með neinum hætti að niðurstaða fundarins hafi verið önnur en ætlað var. Á stjórnarfundum kom einnig margítrekað fram af hálfu stjórnarformanns að verið væri að vinna að úrlausn mála í góðu samstarfi við FME og að fulltrúar sjóðsins kappkostuðu að leggja öll spil á borðið.

Við nánari skoðun mína á margvíslegum gögnum, sem ég hef undir höndum sem stjórnarmaður og hef einnig aflað mér sérstaklega, lítur út fyrir að gögn hafi verið matreidd sérstaklega fyrir stjórn sjóðsins en aðrar upplýsingar hafi síðan verið kynntar í lögbundnum skýrslum til FME. Afborganir og útborganir á lánum til bæjarins virðast hafa verið tímasettar sérstaklega til að villa um fyrir eða blekkja FME, án vitneskju almennra stjórnarmanna.

Í þessu efni er nauðsynlegt að hafa í huga að í krafti stöðu sinnar sem stjórnarformaður tekur bæjarstjóri Kópavogs þátt í daglegum ákvörðunum um rekstur sjóðsins og er að sjálfsögðu kunnugt um allar lánveitingar til bæjarins og afborganir af þeim.

Það er erfitt fyrir stjórnarmenn að sinna skyldum sínum þegar svona er staðið að málum. Yfirlýsingar mínar um málið hafa verið byggðar á þeim gögnum sem kynnt hafa verið og afhent í stjórn.

Ég mun óska eftir að fá að hitta saksóknara efnahagsbrota, sem er með málefni sjóðsins til skoðunar, til að leggja fram nauðsynleg gögn til að upplýsa um vinnubrögð þau er FME gerir alvarlegar athugasemdir við og viðhöfð voru án vitundar flestra stjórnarmanna.


Flosi Eiríksson

 


mbl.is „Og þá erum við í vanda"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Þvílikar gersimar eru þessir menn, Ómar Stefánsson, Flosi Eiríksson og Jón Júlíusson. Ljúga upp sökum á Gunnar Birgisson þegar þeir standa saman að því að bjarga fjármunum LSK.

Að vísu stendur Flosi alveg undir mínum væntingum hvað almennt siðferðisþrek varðar. En ég hélt að bandamaður okkar Ómar Stefánsson væri stærri gerðar en þetta. Víst er að svona myndu Sjálfstæðismenn ekki hafa komið fram gagnvart honum ef skákin  hefði staðið á hann. En það verður hver að fljúga sem hann er fjaðraður til.

Jón Júlíusson var hér lengi íþróttafulltrúi. Hann stökk úr því starfi til að taka við framkvæmdastjórn hjá einkafyrirtæki sem hann hafði samið við um uppbyggingu sem starfsmaður Kópavogs og svo yfirmaður sjálfs sín sem bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar.

 Skemmst er frá að segja að félag þetta fór lóðbeint á hausinn undir stjórn Jóns. Þá voru góð ráð dýr hjá Jóni.Stendur uppi atvinnulaus og líklega með námsskuldir sem hann stofnaði til í starfstíð sinni hjá Kópavogi, því Jón var oftlega fjarverandi við nám þegar maður þurfti að ná í hann í vinnuni. 

 Hvert ráð var á brugðið?  Jú , farið á fund Gunnars Birgissonar og hann grátbeðinn um að ráða sig aftur í starf.

Svo ólíkir menn erum við Gunnar Birgisson að ég hefði ekki ráðið Jón Júlíusson aftur. En Gunnar hefur víst talsvert stærra hjarta  en ég.

Halldór Jónsson, 27.6.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ja hérna hér um bil og svo framvegis.  Takk fyrir þetta Sigurður ég vissi ekkert um þessi mál að það er greinilegt að það eru margir maðkar í mysunni þarna í Kópavoginum. - Ástandið er nú ögn skárra hér í Eyjum, þar sem reyndar menn hafa misst aðeins fram afsér beislið. Einn bæjarfulltrúinn skrifað grein um daginn og fór mikinn og hraunaði yfir einn bæjarfulltrúa minnihlutans, og endaði greinina á því að tala um að henni hefði verið sagt að pólitíkin væri ómerkileg tík en hún ekki alveg viljað kaupa það en nú hefði hún orðið fyrir því og myndi ekki þræta fyrir það, og átti þar við bæjarfulltrúa minnihlutans............en það ótrúlega var að hún reyndist fara með fleipur um fulltrúa minnihlutans því skömmu síðar lét hún breyta grein sinni og draga út ákveðinn hluta af ummælum um minnihluta fulltrúann þar sem að þau voru röng!!!!!! ....spurning því hvar í raun og veru tíkarlegu vinnubrögðin lágu?

Ótrúlegt finnst mér og þetta á við í Eyjum, Kópavogi og víðar að það liggur við að maður geti sagt að undantekningarlaust þegar menn komast í bæjarstjórnirþá byrjar etthverthelvítis hagsmunapot og siðferði og skynsamleg vinnubrögð hverfa út í hafsauga. - ótrúlegt hvað fólk verður blinnt.

Það er víða pottur brotinn og vonandi taka menn sig saman í andlitinu - hinn almenni bæjarbúi er víða orðinn langþreyttur á bullinu.

Gísli Foster Hjartarson, 27.6.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sælir Halldór og Gísli

Það er full ástæða til þess að gera kröfur til sveitarstjórnarmanna að þeir hafi setji hagsmuni sveitarfélaganna í fyrsta sæti og hasmuni sína til hliðar. Góðærið hefur leitt til þess að gerðar hafa verið minni körfur en áður var. Þá kemur þessi barátta mili minnihluta og meirihluta, sem bæjarbúar hafa yfirleitt engan áhuga á. Sem betur fer er ástdandið í sveitarstjórnarmálum gott. Þar sem 90-95% af vinnu sveitarstjórnarmanna fer í að vinna sameiginlega að hagsmunum sveitarfélagsins. Í Kópavoginum hefur verið stríðsástand í allnokkurn tíma. Allt er sett í blöðin, skotið fyrst og spurt svo. Þá skaðast sveitarfélagið og íbúar þess. Þegar síðan minnihlutinn ber enga ábyrgð þá er komin ástæða til þess að hreynsa út. Reyndar held ég að það mætti skipta út talsvert af sveitarstórnarmönnunum án tillits til flokka. Nú þurfa nokkrir þeirra að fara í frí, öllum til góðs.

Sigurður Þorsteinsson, 27.6.2009 kl. 22:49

4 identicon

já og hvar er áhugi fjölmiðla núna.....

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 29.6.2009 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband