17.9.2009 | 07:33
Biðstofan!
Undanfarna daga hafur maður fundið mjög vaxandi undiröldu í þjóðfélaginu. Það virðist skipta engu máli í hvaða stéttum menn eru, það er reiði í þjóðfélaginu. Reiði út í útrásarvíkingana og að þeir skuli enn ganga lausir. Reiði vegna tilsvara þeirra. Reiði vegna þess að þeir séu enn með rekstur hérlendis. Reiði vegna þöggunar.
Alvarlegast er þó reiðin út í ríkisstjórn sem ekki virðist vera í jarðsambandi. Fyrst átti að gera allt fyrir heimilin, slá skjaldborg. Síðan ekkert. Svo núna kannski eitthvað.
Þurfti að fara á biðstofu í vikunni, þar voru 11 manns. Það voru allir að lesa og ríkti þögn. ,, Nú ætla þeir aðeins að leiðrétta hjá þeim sem eru með húsin sín yfirveðsett, og bara hjá þeim sem engar tekjur hafa", las einn gestanna upphátt. Á örskömmum tíma var þetta fólk farið að taka allt til máls. Það komu fram tillögur og það var rökrætt. Það sem sameinaði þetta fólk var reiðin út í stjórnvöld, sem ekki skilur fólkið sitt. Heldur situr og leikur sér að Icesave og ESB kubbunum sínum. Annað hvort var þetta fólk sjálft í erfiðleikum eða fjölskylda þeirra og vinir.
Ef haldinn yrði baráttufundur nú, myndi þetta fólk sem ekkert þekktist, allt mæta. Hvað með allt hitt fólkið út í þjóðfélaginu sem ekki mætti á biðstofuna. Svona undiröldu hef ég ekki fundið í þjóðfélaginu áður.
![]() |
Vanskil aukast hratt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10
Athugasemdir
Já það má einna helst líkja þjóðinni við gesti á biðstofu- bíðandi eftir lækninum sem er ríkisstjórnin. Eitthvað verður að lagast það er enginn vafi og fólk er reitt. Langlundargeð Íslendinga gagnvart óréttlæti er ótrúlegt.
, 17.9.2009 kl. 09:06
Reiðin magnast mjög hratt og líkt og þegar orka hleðst upp í einhverju lokuðu rými, er ekki spurnign hvort heldur hvenær allt draslið springur.
Svo eru þessir fáráðar, að gefa erlendum ,,kröfuhöfum" bankana og veðin í auðlindum þjóðarinnar.
Hvar er Davíð?? Fáum karlinn til að lemja á þessum helvítis hrímþursum.
Mibbó
Bjarni Kjartansson, 17.9.2009 kl. 10:47
Það er hræðilegt að horfa á aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi það að verja heimilin, hvar sem ég kem má finna mikla reiði og margir sem ég tala við eru á þvi að það sé stutt í að það sjóði alvarlega uppúr.
Ég held að verði aðgerðir stjórnvalda ekki róttækar megi búast við borgarastyrjöld hérna.
Steinar Immanúel Sörensson, 17.9.2009 kl. 15:25
Já það er stutt í borgarasyrjöld og stutt í það að verði ráðist á útrásarglæpamennina hvar sem til þeirra sést.
Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 16:53
Allir að mæta á fund Hagsmunasamtaka heimilanna í Iðnó kl 20:00 í kvöld ! ! !
Axel Pétur Axelsson, 17.9.2009 kl. 17:18
Hér er hugmynd að lausn. http://jonarni.blog.is/blog/jonarni/entry/944103/
Og hér er hvernig við fjármögnum hana http://jonarni.blog.is/blog/jonarni/entry/949539/
Endilega komið þessu í umræðuna.
Jón Árni Bragason, 17.9.2009 kl. 22:20
Ég hef ekki trú á því að réttælti felist í því að fella niður skuldir. Hvar borgar þá skuldina ef ég geri það ekki? Það mætti segja mér að við þurfum að fara að læra að lifa öðru vísi. Skipurleggja lífið upp á nýtt. Verslunin þarf að hjálpa okkur við þetta og bjóða hagstæðari vörur.ma. td sekkjavöru og lítil kaupfélög mega gjarnan verða til. Jafnvel þarf að setja reglur um hámarksálgningu aftur þó það hljómi ekki vel. Skólarnir þurfa að leggja sérstaka áherslu á sköpun útflutningsvara.
Varðandi skuldirnar: Mér finnst að hver skuldari ætti að geta gert einstaklingsbundinn samning við ríkið/bankana fyrir sig og sína fjölskyldu. Sá samningur kveði á um niðurgreiðslu skulda td næstu 40 árin. Það er ekki hátíðlegra en venjuleg húsnæðislán voru. Ég væri sæmilega ánægður með það. Engar niðurfelilingar skulda fyrir suma en aðra ekki. Það gengur ekki. Sjái skuldari að hann muni geta staðið við greiðslu lettir mönnum og menn geta gert framtíðarplön. Fella svo niður verðtryggingu. Taka upp Evru e. ca 2-3 ár eða nýja krónu sem er Evrutengd.
Guðmundur Pálsson, 17.9.2009 kl. 22:34
Guðmundur Pálsson,
hefur þú heyrt talað um samfélagskennd? Þegar þú vilt vera virkur þjóðfélagsþegn og berð ábyrgðarkennd gagnvart þínu landi og þinni þjóð..
þessi samfélagskennd er grunnurinn að því sem má heita greiðsluvilji fólks..
þegar greiðsluviljinn er farinn þá duga engar svona skoðanir eins og þú hafa þó þær hafa fullan rétt á sér..
Það verður að leiðrétta lánin hjá Íslendingum og það skiptir engu máli í hvaða flokki tekna sá maður er nema að hann sé einn af útrásarvíkingunum eða hafði fjármagnstekjur sem sína aðal tekjulynd.
Þetta verður að gera, hvort sem þér líkar betur eða verr. Fyrr verður ekki sátt hér á þessu skeri.
Björg F (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.