Niðurskurður hjá Mbl.is og á Suðurgötunni

Kreppan fer ílla með almenning, en líka fjölmiðlamenn. Í búsáhaldabyltingunni var gaman að vera fjölmiðlamaður.  Fullt af fólki, fullt af spjöldum og hasar. Mbl.is sendi upptökuliðið sitt á vettvang og Þóra Kristín var eins og herforingi og lýsti átökunum í máli og myndum. Þess á milli var hægt að skrapa inná litlu skrifstofuna á Suðurgötunni og fá sér heitt kaffi, búa til eitt eða tvö mótmælaskilti eða leiðbeina ungliðahreyfingunni varðandi grímubúningana sína. Nú er Mbl.is að spara. Iðnó troðfullt en Þóra Kristín ekki sjáanleg. Ekki til peningur í upptöku á svona mótmælum. Suðurgatan er líka lokuð, og spjöldin með Vanhæf ríkisstjórn sjást ekki lengur í glugganum, og heldur ekki Burt með Davíð, enda hann lögnu farið og því allt komið í besta horf í Seðlabankanum. Þóra Kristín hefur heldur ekki lengur  áhuga á þessum mótmælum lengur. Hún hefur áhuga á búðarhnupli, en engum æsingi. Fólk á að vera rólegt og skilningsríkt gagnvart stjórnvöldum. Það er kominn tími til þess að sýna ráðamönnunum samúð og vináttu. Í svona niðurskurði hjá Mbl.is og á Suðurgötunni, er skiljanlegt að breyta verði áherslum.
mbl.is Stolið fyrir framan myndavélar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallur Magnússon

Góður

Hallur Magnússon, 18.9.2009 kl. 10:06

2 identicon

Nú er ég farinn að skilja áherslurnar hjá MBL

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 10:41

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki vissi ég að Mbl væri í einkaeigu Þóru Kristínar

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.9.2009 kl. 12:28

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Tómas vissirðu það ekki?

Sigurður Þorsteinsson, 18.9.2009 kl. 15:09

5 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæll Siggi minn.

Það virðist sem þér sé ákaflega hlítt til Þóru Kristínar.

Jens Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 16:13

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Var það ekki Davíð sem lak í Þóru þessa að best væri að selja hlutabréfin í Glitni á 11eftu stundu?

Gísli Ingvarsson, 18.9.2009 kl. 18:32

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jenni ég er sagður mikill aðdáandi Þóru Kristínar. Góður vinur minn úr VG hefur sagt mér að Þóra Kristín eigi að jafna þá skekkju sem hefur verið í Morgunblaðinu á undanförnum áratugum. Hún ætlar sér sennilega að jafna þann mun á sem skemmstum tíma, því að er eins og henni sé fjarstýrt úr herbúðum VG. Tengsl Þóru Kristínar við Evu Björg Erlendsdóttur, ritstjóra Smugunnar, verfríts vinstri-grænna er þekkt og stundum er maður ekki alveg viss hver er er fjölmiðlamaður hvar. Ég er ekki endilega aðdáandi trúboðs stjórnmálaaflanna í fjölmiðlum. Þannig leiðist mér málflutningur Agnesar Bragadóttur.

Sigurður Þorsteinsson, 18.9.2009 kl. 19:38

8 identicon

Viet einhver hversvegna er verið að skipta um ritstjóra á morgunblaðinu og hver kemur í staðinn ??

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 18.9.2009 kl. 20:07

9 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Siggi Morgunblaðið er búið að vera málgagn VG og samfylkingarinnar í ritstjórn Ólafs, en nú verða vonandi breytingar á.

Jens Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 22:15

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Viðunandi árangur hefur ekki náðst í rekstrinum, en blaðið hefur verið að taka framförum. Það kæmi ekki á óvart að nöfn eins og Þorsteinn Pálsson, Björn Bjarnason komi upp á borðið. Davíð Oddson hefur verið nefndur. Ég á ekki von að vinkona mín Þóra Kristín verði fyrir valinu.

Sigurður Þorsteinsson, 18.9.2009 kl. 22:16

11 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Jenni, það urðu mjög áhugaverðar breytingar á Morgunblaðinu undir stjórn Matthíasar Johannessen. Þá var ákveðin fágun á blaðinu. Mér fanst verða hnignun og stöðnun undir stjórn Styrmis Gunnarssonar. Það er ekkert að því að fram komi mismunandi sjónarmið, en hluti af vinstra liðinu finnst grófur áróður vera í lagi, ef hann er ástundaður af því. Þetta kemur t.d. fram í dómum um leiksýningu Tinnu Gunnlaugsdóttur.  

Sigurður Þorsteinsson, 18.9.2009 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband