21.10.2009 | 21:44
Ólafur á beininu hjá Sölva
Ólafur Ragnar var í viðtali hjá Sölva á Skjá 1 nú í kvöld. Ólafur hefur legið undir ámæli frá stjórum hluta þjóðarinnar vegna framgöngu sinnar með útrásarvíkingunum. Þegar litið er til baka verður afstaða Ólafs til fjölmiðlafrumvarpsins sennilega það sem verða að teljast mestu mistök Ólafs. Hann tók þá afstöðu með útrásarvíkingunum gegn stjórnvöldum, og aðhald fjölmiðla minnkaði. Auðvitað átti að setja fjölmiðlalög sem takmörkuðu eignarhald.
Margt af því sem Ólafur hefur hins vegar gert, hefur hann gert vel. Á það benti hann einnig í viðtalinu við Sölva. Það mátti hann líka gera. Ólafur hefur verið gangrýndur og það að hluta til með réttu. Davíð Oddsson hefur líka verið gagnrýndur og líka að hluta með réttu. Lífið er hins vegar ekki bara svart eða hvítt, og þegar öfgarnar taka völdin, er sanngirnin hvergi nærri.
Viðtalið við Ólaf var gott. Það er kominn tími til þess að taka snörurnar niður og hefja uppbyggingu.
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Hvað var svona gott við viðtalið við Ólaf Ragnar? Ólafur var í bullandi vörn allan tímann og veit sem er að staða hans sem þjóðaleiðtoga stendur á veikum grunni. Ólafur vill ekki viðurkenna að hann hafi gert mistök með því að hafna fjölmiðlafrumvarpinu, margir eru ekki sammála Ólafi í þeim efnum.
Baugsliðið er ánægt með hann enda réðu þeir dóttur hans í vel launað starf.
Páll Höskuldsson, 22.10.2009 kl. 12:58
Páll, það er rétt að Sölvi tók Ólaf á beinið og Ólafur var í allnokkurri vörn. Nú ætlar ríkisstjórnin að leggja fram fjölmiðlafrumvarp og þá á ég von á að Alþingi taki á eignarhaldi á fjölmiðum. Fyrri málsmeðferð var óábyrg. Hins vegar er þetta ekki spurning um að vera algóður eða alslæmur. Ólafur hefur gert margt gott. Íslenskt þjóðfélag hefur ekki efnið á að vera í skotgröfunum .
Sigurður Þorsteinsson, 22.10.2009 kl. 16:23
Siggi minn, úff.........
Grípum til einföldunar:
Hvað er þjóðarleiðtogi annað en sameiningartákn og fulltrúi okkar útávið?
Ólafur er trausti rúinn og ofan á þær rústir verður því miður ekki byggt, skaðinn er of mikill.
Hans dagar eru einfaldlega liðnir en auðvitað þrjóskast hann, hégóminn er skaddaður, en ekki horfinn
Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 16:48
Siggi minn hvað hefur hann gert sem ert svona gott ?
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.10.2009 kl. 18:47
Heyrið mig drengir góðir !
Er ekki komið skítlegt eðli í þessa umræðu ?
Leggjum trúðsembættið niður .
Hörður B Hjartarson, 25.10.2009 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.