Ingibjörg komin í framboð!

Ingibjörg Sólrún er ótvírætt með öflugri leiðtogum sem komið hafa fram í íslenskri pólitík á undanförnum áratugum. Hún er skelegg og kann að koma fyrir sig orði. Rétt eins og slíkir leiðtogar er hún þá umdeild, virt og elskuð af samherjum en allt að því hötuð hjá mótherjum. Þegar hún loks komst í ríkisstjórn þá var margt sem benti til þess að hún yrði farsæll ráðherra. Síðan kemur að þeim tíma sem mest hefði reint á Ingibjörgu sem leiðtoga, þ.e. í hruninu þá var Ingibjörg frá vegna veikinda. Varaformaður Samfylkingarinnar var bara til á pappírunum, en Björgvin Sigurðsson tók í raun forystuna en hann hélt Samfylkingunni ekki saman. Afleiðingin var það sem þjóð í erfiðleikum þurfti síst á að halda, kosningar og pólitískur óróleiki.

Jóhanna Sigurðardóttir sem var á leið út úr pólitík er dubbuð upp í forsætisráðherra, stjórnmálamaður sem var á leið út úr pólitík í hvíldina. Hennar tími var liðinn, en var allt í einu komin. Jóhanna var hins vegar farin og er ekki komin enn. Jóhanna sem hafði verð notið virðingar fyrir sín störf. 65% sögðust ánægð með Jóhönnu í febrúar en nú segjast minna en 30% ánægðir með stöf Jóhönnu. Í skoðanakönnun hjá Viðskiptablaðinu töldu aðeins 20% þjóðarinnar hana best til þess fallna að leiða okkur út úr efnahagskreppunni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk ekki atkvæði, sennilega var ekki spurt um hana, en Davíð Oddson fékk 25%.

Það er því flestum ljóst að það styttist í að skipt verður um forsætisráðherra. Steingrímur Sigfússon er oftast nefndur, en þá þarf Samfylkingin að gefa forsætisráðuneytið eftir. Það vill Samfylkingin ekki. Össur Skarphéðinsson kæmi til greina, en hann er umdeildur innan flokksins. Dagur B. Eggertsson þykir of reynslulítill og þá kemur útspilið Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Veikleiki Ingibjargar er að hún missti stuðning, þar sem hún verður að teljast ábyrg sem annar forystumanna ríkisstjórnarinnar  í bankahruninu.

Með því að sækja um embætti gegn mansali hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, ÖSE setur hún þrýsting á forystu Samfylkingarinnar. Þetta er ein leið til þess að gefa kost á sér, án þess að hjóla í Jóhönnu. Með því segir Ingibjörg flokknum að hún sé kominn til fullrar heilsu og sé til í slaginn. Nú reynir á hvort hún hefur nægjanlegan stuðning.


mbl.is Ingibjörg Sólrún til Vínar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún er margfallt betri en Jóhanna, ég hefði helst viljað sjá Össur í forystu af öllum í Samflykingunni en viðburðir síðustu mánaða draga úr ánægju minni með hann og síðasta viðtal við hann þar sem hann sagði að nú væri einmitt tíminn til að fara inn í ESB og að andstæðingar ESB notfærðu sér Icesave til þess að koma höggi á evrópusambandið fékk mig til að algerlega missa trú á manninum.

Helst myndi ég samt vilja fá samflykinguna úr ríkisstjórn.  Steingrímur gæti auðveldlega tekið forsetisráðherra stólinn ef hann myndi hefja ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðismönnum og Framsókn.

Þeir þrír flokkar eiga miklu meiri samleið heldur en nokkurn tíman VG og samfylkingin

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 16:37

2 identicon

Er þessi herfa ekki búin að gera nóg af sér?,hún ætti að hafa sig hæga lengi lengi og láta lítið fyrir sér fara.

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 7.11.2009 kl. 17:11

3 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Ég tel að tími Jóhönnu sé liðinn... hann kom og hann fór...

Birgir Viðar Halldórsson, 7.11.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson

Össur sem miðvörður,Jóhanna sem senter,steingrímur vinstri kantur. Bjarni Ben að hita.Sigmundur á bekknum með derhúfuna hangandi niður að mannaskítsglottinu sínu.Þetta lið á ekki séns.Það er farligt,Utandeildargrín

Þorsteinn Jónas Skjóldal Haraldsson, 7.11.2009 kl. 21:26

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Í stuttu máli þá áttu bæði sjallar og kratar að fara huldu höfði í nokkur ár eftir hrunið s.l. haust.

Ingibjörg á að vera í farbanni eftir öll heimskupörin sem hún framdi við öryggisráðsbullið og áróðursbullið í tengslum við "orðspor íslensku fjármálasnillinganna."

Árni Gunnarsson, 7.11.2009 kl. 22:49

6 Smámynd: Sigurður Sveinsson

ISG gerði marga góða hluti í borgarstjórn Reykjavíkur. Því miður ofmat hún sjálfa sig og fór í landsmálapólitíkina. Gekk þar með á bak orða sinna og ferillinn er eintóm axarsköft. Það er löngu komið nóg af þessari konu í pólitík og flestir samflokksmanna hennar vita það. Ég óska henni góðrar heilsu og farsældar í öllu öðru en stjórnmálum.

Sigurður Sveinsson, 8.11.2009 kl. 08:15

7 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sammála Sigurði Sveinssyni. Hún sá um að Kvennaflokkurinn lognaðist út af, R-listinn missti borgina, klauf næstum því Samfylkinguna í valdagræðgisbaráttu og tapaði þar af leiðandi tveimur þingmönnum í kosningun þarsíðast fyrir samfylkinguna. Toppaði svo allt með ruglinu fyrir öryggisráðið og kóronaði svo allt með þvi að hlusta ALDREI á skoðanakannanir og fleir viðvaranir frá mjög hæfu fólki í um hvert stefndi fyrir þjóðinni fyrir hrun. Hvað er það sem fólk getur ekki skilið þegar útúrbrenndir pólítíkusar eru búnir að gera svoleiðis uppá bakið á sér og öðrum að þjóðin vill ekki sjá þá framar...??? Óska henni góðs bata, en í guðs bænum ekki meira af henni í pólitík. Það hlýtur að vera til hæfara fólk. 

Sigurður Kristján Hjaltested, 10.11.2009 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband