Næsta undirskriftarsöfnun

Ef ríkisstjórnin skiptir öllum  andstæðingum Icesave innan VG út af þingi og nær þannig að samþykkja ríkisábyrgð, mun reyna á Ólaf Ragnar Grímsson. Ef hann ákveður að fara í frí, eða skrifar undir ríkisábyrgð kæmi mér ekki á óvart að næsta undirskriftarsöfnun yrði um embætti Forseta Íslands.
mbl.is 32.000 skora á forsetann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Olafur mun standa vaktina.

 Hann flýtti för sinni heim þegar gjá myndaðist milli þings og þjóðar.

Sigurður Þórðarson, 9.12.2009 kl. 07:53

2 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kannski þarf hann nauðsynlega að skreppa eitthvert núna ..

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 9.12.2009 kl. 08:10

3 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Facebook áskorun. Hvaða forseti tekur mark á svoleiðis?

Emil Hannes Valgeirsson, 9.12.2009 kl. 08:39

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ég sé fyrir mér dulkæddan mann með hatt og dökk gleraugu laumast út í gamlan bíl á eftir glæsilegri konu við Bessastaði. Síðan er brunað til Keflavíkur. Spaugstofan á eflaust eftir að sýna okkur  svona skot.

Emil á hvaða formi heldur þú að Ólafur vilji fá undirskriftir?

Sigurður Þorsteinsson, 9.12.2009 kl. 09:28

5 identicon

Mig langar nú að vona að forsetinn sýni þjóðinni þá virðingu að leyfa henni að eiga loka orðið.  En ég bind hinsvegar ekki miklar vonir við það.  Ég held það væri nær að fara að leggja á ráðin og safna heykvíslum og kyndlum til þess að marsa niður á bessastaði með ef ske kynni að hann samþykkti lögin.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 14:19

6 identicon

Ég er alveg sammála því þjóðin á ekki að borga þennan reikning.

Icesave reikningurinn er tilkominn vegna stjórnenda Landsbanka íslands, en sem kunnugt er afhenti Davíð Oddson Björgúlfsfeðgum bankann, án þess að borga krónu fyrir. Þetta var hluti Sjálfstæðisflokksins í helmingarskiptasukkinu. Mest ábyrgur er fv. Framkvæmdarsjóri Sjálfstæðisflokksins : Kjartan Gunnarson

http://jbh.is/default.asp?ID=195

Vegna þess að það er ær og kýr flokksins að ljúga upp á aðra, eigin verkum:

http://jbh.is/default.asp?ID=196

Hins vegar er það svo að Icesave reikningurinn er upp á 80 milljarða, það er slæmt. Hins vegar er Davíð Oddson ábyrgur fyrir 270 milljörðum, sem hann henti út um gluggann til bankana, til að þeir gætu farið með féð inn á hina ýmsu reikninga, t.d. Tortóla, Caymaneylands osfrv.

Samtals eru þetta 350 milljarðar fyrir utan vexti.

Ég legg það til að Sjálfstæðisflokkurinn sjái um að greiða þennan reikning.

Þeir sem eru í lagi innan flokksins, og þeir eru nokkrir sjá þetta í sama ljósi.

Þetta blaður er farið að vera þreytandi, er ekki tími til kominn að heilaþvottaaðferðum linni?

Erlingur Þorsteinsson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:10

7 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Arnar þetta er mjög eldfimt  ástand. Hef á tilfinningunni að ef Icesave verði samþykkt þá springi púðurtunna.

Erlingur það er rannsóknarnefnd í gangi til þess að rannsaka þetta bankahrun. Áður en hún skilar af sér eru margir ,,sérfræðingar" sem auðvitað vita allt um málið. Það vesta við þá er að þeir eru ekki sammála. Auk þess er talið að ef maður hefur 60% rétt fyrir sér þá sé maður snillingur. Þar sem ég hef ekki hitt þá snillinga ennþá, hef ég trú á að lýsing þín á málinu sé talsverð einföldun. Ef þú ert ánægður með þá mynd, þá verður þú að hafa hana fyrir þig.  

Sigurður Þorsteinsson, 9.12.2009 kl. 17:13

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Ólafur Ragnar Grímsson er hið mesta ólíkindatól. Hver veit nema að hann slái öll vopn úr höndum gagnrýnenda sinna og neiti að staðfesta Icesave, sem drjúgur meginhluti þjóðarinnar er á móti? Hringferli sögunnar gæti bent til þess, því að rimma Ólafs Ragnars og Svavars Gestssonar frá 1978-1980 virðist komin í hring aftur.

Ólafur Ragnar nær þá öllu saman, fyrirgefningu þjóðarinnar, lokavinning yfir Svavari og áframhaldi forsetaembættisins. En ef hann gerir þetta ekki, þá er það bara punkturinn yfir i-ið.

Ívar Pálsson, 9.12.2009 kl. 19:28

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Ívar þú segir nokkuð. Samkvæmt skoðanakönnunum er góður meirihluti á móti Icesave. Stuðningur við ríkisstjórnina mun bara fara niður á við og deilumál t.d. um ESB gerir ekkert nema granda þessari stjórn hvort sem er. Það þarf nýja lausn, hvort sem það er þjóðstjórn eða utanþingstjórn. Ef Ólafur skrifar ekki upp á Icesave þá fær hann stuðning andstæðinga Icesave, en líka margra annarra því virkara lýðræði t.d. með þjóðaratkvæðagreiðslu mun falla fólki vel í geð. Ólafur fengi stuðning þjóðarinnar að nýju.

Sigurður Þorsteinsson, 10.12.2009 kl. 00:23

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Nei hann fær aldrei stuðning þjóðarinnar. Þrátt fyrir allt vill stór hluti þjóðarinnar samþykkja Icesave og það fólk mun ganga af göflunum ef hann samþykkir ekki. Hans staða er töpuð, sama hvað hann gerir. Hann myndi þó laga sína löskuðu ásýnd verulega ef hann synjaði, því þá væri hann að minnsta kosti samkvæmur sjálfum sér.

Baldur Hermannsson, 10.12.2009 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband