Völdin sett ofar hag fólksins í landinu?

Það var ofur skiljanlegt að vinstri stjórn var mynduð eftir kosningar. VG og Samfylking náðu meirihluta. Það sem gerði þessa stöðu sérstæðari var að vinstri armur Samfylkingarinnar hafði náð völdum í flokknum. Vandamálið var hins vegar þannig að aðstæður fyrir vinstri stjórn voru afleitar. Í raun kom bara tveir möguleikar til greina þjóðstjórn eða utanþingstjórn, svo stór var efnahagsvandinn. Hafi einhverjir ekki gert sér grein fyrir þessari stöðu eftir kosningar, ætti öllum að vera þessi staða ljós nú.

Öllum er ljóst að mikill meirihluti þjóðarinnar er á móti samþykkt á fyrirliggjandi frumvarpi um ábyrgð á Icesave. Ákveðinn hluti þingheims hefur ekki hugmynd um hvað málið snýst, og kýs bara af flokkshollustu einni saman, eða þá til þess að halda völdum. Það er sett ofar þjóðarhag. Tveir þingmenn VG hafa verið staðfestir þau Lilja Mósesdóttir og Ögmundur Jónasson. Þegar  á hólminn er komið á ég von á að Ásmundur Daðason greiði atkvæði á móti ríkisábyrgð á Icesave.

Þeir sem halda að með því að greiða atkvæði með ríkisábyrgð á þessum Icesavesamningi, lifa í sjálfsblekkingu. Verkefni vetrarins verða þessum meirihluta ofviða, og hefði sennilega orðið hvaða meirihluta sem er ofviða.

Nú er runnin upp sá tími að Alþingi verður að setja hag fólksins í landinu ofar flokkshagsmunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband