Fall á lýðræðisprófinu

Það eru til venjur og hefðir hvernig stjórna á fundi svo vel fari. Ástæðan er eflaust reynslan af mistökum í fundarstjórn og til þess að koma í veg fyrir þau. Einn stysti fundur sem ég man eftir tók um örfáar mínútur. Á fundinn voru mættir um 50 manns. Fyrir fundinum lá eitt mál, það var borið upp, engar umræður og málið samþykkt samhljóða. Enginn tók til máls undir liðnum önnur mál og þá sleit fundarstjóri fundi. Fát kom á nokkra fundarmenn og einhver spurði eigum við  ekki að funda. Fundarstjórinn svaraði ,,við vorum að funda, og nú er því lokið. Enginn hafði neitt að bæta við framkomið mál, eða taka upp ný og þá lýkur fundi." Þegar upp var staðið voru menn þræl ánægðir. Ekkert óþarfa kjaftæði. Afburðaframmistaða. Fundarbjóðandi sagði reyndar að hann hafi e.t.v. ekki átt að boða til fundar, þar sem ekki var tilefni til slíks.

Borgarahreyfingin kom fram í búsáhaldabyltingunni. Formið átti að vera hreyfing ekki flokkur, annars var þetta mjög óljóst. Eitthvað sem ekki byggði á venjum og hefðum. 4 þingmenn sem virtust fara vel á stað. Þá kemur ágreiningur innan þingmannanna og einnig innan grasrótarinnar, eða einhvers hreyfiarms innan hennar. 3 þingmenn stofna  Hreyfinguna og einn verður utan flokka. Þar sem menn héldu sig ekki innan rammans, eða ákveðins sviðs utan hans, er afl þessa stjórnmálaafls orðið að nánast engu. Þótt þetta geti verið ágætisfólk á þingi, er slagkrafturinn farinn. Þau féllu á prófinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Góð lýsing. Hvað skyldi framtíðin bera í skauti sér í lýðræðismálum? Eins oft og orðið lýðræði ber á góma, þá er nú ekki gefið að við færumst í þá átt að ráði.

Kveðja.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 8.12.2009 kl. 08:14

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sigurbjörg ekki veit ég hvernig lýðræðisþróunin verður hér, en krafan í þjóðfélaginu er virkara lýðræði. Var að vonast til þess að ríkisstjórn eftir hrun myndi taka tillit til þessa. Nota þjóðaratkvæðagreiðslu a.m.k. í allra stærstu málunum. Nú eru þau umsókn í ESB og Icesavesamningurinn. Ég held að engir af stjórnmálaflokkunum hafi mætt þessum lýðræðiskröfum og því miður fjölmiðlar ekki veitt það aðhald sem nauðsynlegt er. Fjölmiðlafólkið okkar virðast frekar einbeita sér að blanda sér í flokkspólitík, heldur en að vera með gagnrýna sýn.  

Sigurður Þorsteinsson, 8.12.2009 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband