12.12.2009 | 18:23
Jarðvegur Þráins
Það var vetur. Reitt fólk kom saman á Austurvelli til þess að segja Alþingismönnum að þeir hafi misnotað það vald sem þjóðin hafði treyst þeim fyrir. Alþingismenn höfðu ekki staðið vaktina. Það var skítakuldi og fólk kom með potta og pönnur og sló í takt. Fólkið kallaði vanhæf ríkisstjórn, Davíð burt, virkt lýðræði og þjóðina á þing. Meðal fólksins var fólk úr öllum stéttum. Prófessorar og píparar, leikskólastjórar og leikarar sjómenn og tónlistarmenn og rithöfundar. Já rithöfundar, sem sumir fóru mikinn. Þar á meðal var Þráinn Bertelsson. Hann skyldi á þing til þess að taka til. Inn komst Þráinn sagði fólkinu, nú er þjóðin komin á þing. Ég er þjóðin og þjóðin er ég. Fólkið skildi ekki upp né niður í hvað maðurinn var að fara. Voru ekki allir þingmenn komnir frá þjóðinni. Nei sagði Þráinn ég einn er þjóðin.
Þráinn var kominn á Alþingi, og það inni var heitt og gott. Enginn kuldi, og stóllinn var svo mjúkur. Þráinn hélt launum sínum sem ,, listamaður þjóðarinnar" og nú til viðbótar fékk hann laun Alþingismannsins. Mikið var þetta gott líf, og sanngjarnt. Nýju stjórnarherrarnir sem höfðu krafist vandaðari vinnubragða, meira lýðræðis og heiðarleika, og Þráinn var kominn til þess að veita aðhald. Stjórnarherrarnir vissu ekkert hvað gera átti, nema að koma Davíð frá og það studdi Þráinn. Svo þurfti að semja um Icesve og þá voru dregnir upp afdankaðar afturgöngur. Þjóðinni var sagt að væntanleg væri glæsileg niðurstaða, sem síðan reyndist vera samningur um að koma þjóðinni á hausinn. Fljótlega áttaði Þráinn sig á því að hann var ekki þjóðin og þjóðin var ekki hann. Hann samsvaraði sér miklu meira með afturgöngunum, hann og þær voru eitt. Sætið er þægilegt og launin góð og nú snýst baráttan bara um það að fá að sitja sem lengst.
Það er að koma vetur og fólkið er farið að safnast á Austurvöll. Pottarnir og pönnurnar koma að nýju og það verður kallað, vanhæf ríkisstjórn og síðan þjóðin við ...... Þráinn burt.
Halda baráttunni áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
- raggig
- jonatlikristjansson
- egill
- hilmir
- logos
- ottarfelix
- don
- omarragnarsson
- vidhorf
- svanurmd
- vefritid
- marinogn
- muggi69
- gummiarnar
- saemi7
- morgunbladid
- prakkarinn
- ea
- zeriaph
- dullur
- vinaminni
- jonarni
- sparki
- gesturgudjonsson
- salvor
- jenni-1001
- neytendatalsmadur
- steinig
- gbo
- hugsun
- palmig
- gisliblondal
- gattin
- ollana
- gudni-is
- gudbjorng
- ludvikjuliusson
- gudrunkatrin
- tilveran-i-esb
- himmalingur
- askja
- siggiingi
- hildurhelgas
- robbitomm
- rannveigh
- hoerdur
- hallibjarna
- hvirfilbylur
- baldher
- thorsteinnhelgi
- addabogga
- vistarband
- tbs
- rafng
- draumur
- zumann
- bjarnimax
- bookiceland
- jonvalurjensson
- seinars
- heringi
- kristjan9
- kolbrunerin
- jhb
- halldorjonsson
- kuriguri
- diva73
- westurfari
- hordurt
- disagud
- h2o
- heidarbaer
- kuldaboli
- nr123minskodun
- kij
- kristinn-karl
- hafthorb
- stjornlagathing
- armannkr
- vgblogg
- siggus10
Athugasemdir
Ekki spyr maður að skáldlegheitunum Hjá þér Sigurður. þvílíkur stíll.
Helst að manni detti í hug orð Megasar: Það setur að manni hroll við slíkann sjarma...he he...
Verst hvað innihaldið er eitthvað rýrt..
hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 18:54
Er nú litili kommúnistasnúðurinn kominn á fætur, og hefur gleymt að setja á sig trúðsnefið.
Sigurður Þorsteinsson, 12.12.2009 kl. 19:08
Hehe Sigurður, þú verður sífellt öflugri.
Baldur Hermannsson, 12.12.2009 kl. 21:36
Já nú er kerlan sem er munaðarlaus í pólitíkinni sammála Baldri.
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.12.2009 kl. 21:40
Svona vertu nú ekki að espa hann Sigga upp Baldur, það endar bara með hjáróma falsettum..
hilmar jónsson, 12.12.2009 kl. 21:42
Ég á nú frekar von á sterkum bariton frá Sigga.
Baldur Hermannsson, 12.12.2009 kl. 22:00
Ég skrifa og segi - góður pistill hjá þér Sigurður.
Þráinn - þingmaður er álíka brandari og Ungfrú Baugur 2009 !!
Hver verður þriðji brandarinn ?
Benedikta E, 12.12.2009 kl. 22:44
Góð Benedikta vinkona!
Sigurbjörg Eiríksdóttir, 12.12.2009 kl. 23:16
Ég játa að ég átti von á áhugaverðri innkomu á þing hjá Þráni. Hann gæti komið með innlegg í umræðuna og hrist upp í Alþingi. Því miður hefur hann valið hlutverk hins lúbarða hunds. Hefur ekkert fram að færa og hleypur til þess sem hefur valdið nú. Þegar öllum er ljóst að rotturnar hafa hlaupið í land og skipið getur aldrei náð landi í næstu ferð.
Að vera aumastur allra hunda, er ekki göfugt hlutverk. Þessi Þráinn skrifað í júlí síðastliðnum sjá, sjálfsagt skifað áður en hann varð rakki.
http://thrainn.eyjan.is/
Sigurður Þorsteinsson, 13.12.2009 kl. 02:57
Aldrei fór það svo að St og Jh eignuðust ekki hund, sumir hundar virðast þurfa að gjamma mikið, en því miður skiljum við mannfólkið ekki hvað þeir eru að segja, en oft er nóg að gefa þeim bara bein, þá segja þeir bara voffjá
Eyjólfur G Svavarsson, 13.12.2009 kl. 12:08
Þráinn hefur ekki verið þjóðinni of dýr eins og sumir aðrir. Ég hef alltaf haft trú á honum og hef enn.
Varnir gamla flokks-valdsins eru hjáróma og holar að innan með heldur dapra fortíð til að halda rökum sangirni hátt á lofti. Hér þarf að herða á sultarólum um allt land vegna mistaka og græðgi sumra gamalla gæðinga.
Þráinn skilur að það er dýru verði keypt að þráast við með málþófi til að hleypa gömlu refunum aftur í þjóðarbúið á meðan heimilin í landinu eru látin borga málþófið og blæða.
Áfram Þráinn, þú þorir að standa við þínar skoðanir. Betur að fleiri hefðu manndóm í sér til þess. Með virðingar kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.12.2009 kl. 16:59
Anna Sigríður, ég get alveg skilið fólk sem hefur dálæti á Þráni Bertelssyni og enn betur skil ég fólk sem vill samþykkja Icesave - þótt sjálfur geri ég hvorugt - en tengingar þínar eru svo gjörsamlega út úr öllu korti að maður efast um að þú hafir meðal gripsvit.
Baldur Hermannsson, 16.12.2009 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.