19.12.2011 | 12:16
Græn stóriðja?
Bíldudalur er einn af fallegustu stöðum á landinu. Fólksfækkun þar er sorgleg. Þegar ég spurðist fyrir um þróun var mér vísað á stórskemmtilegt skrímslasafn sem brottfluttir Bílddælingar hafa komið upp í sjáflboðavinnu af miklum myndarskap. Jú, svo er kalkþörungaverksmiðja sem gengur víst ágætlega. Ég fékk hins vegar í magann þegar ég heyrði um fiskeldið. Þarna hefur hins vegar verið unnið á allt annan hátt en ég hef áður heyrt um. Fyrst er rannsakað og kannað í botn, og reynsla Íslendings í Noregi nýtt til hins ítrasta. Markaðsmál, fjármál, gæðamál og umhverfismál.
Ég er sammála Kristjáni Möller að þetta er mjög jákvætt framtak og unnið á þann hátt að maður ber virðingu fyrir. Það stingur örlítið í hjartað að kalla þetta vestfirska stóriðju. Vil frekar kalla þetta stórhuga vestfirska atvinnuuppbyggingu.
Á von fólksfjölgun strax á næsta ári og þessi einstaklega fallegi bær muni dafna vel.
![]() |
Sannkölluð vestfirsk stóriðja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.12.2011 | 10:22
Að lenda í jólabjöllunni!
Þegar líða fer að jólum, eykst álagið í þjóðfélaginu. Kaupa inn, þrífa, breyta og bæta. Á sama tíma eykst álagi á Alþingi, ljúka málum fyrir jól. Það eru því oft þreyttir þingmenn í desember. Ásta Ragnheiður þingforseti á víst að hafa talað við nokkra þingmenn sem hafa verið uppivörslusamir voru þar m.a. nefndir fyrrum skipstjóri að norðan, og skólameistari vestan af fjörðum. Til þess að minna þá á álagið í desember batt hún rauða jólaslaufu á bjölluna. Sú vestfirska var að sögn eitt sinn svo þreytt að hún dottaði. Sessunautur hennar ákvað að íta við henni áður en hún færi að hrjóta. Þá muldraði sú vestfirska, ,,ég vil ekki í jólabjölluna, ekki í jólabjölluna" og þegar hún vaknaði starði hún skelfd á jólaskreytta bjöllu þingforsetans. Sagan hefur ekki fengist staðfest en er góð engu að síður.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2011 | 02:28
Ójafn leikur í Kastljósi.
Þeir voru báðir frambærilegir knattspyrnumenn þeir Magnús Orri Schram og Bjarni Benediktsson. Bjarni varð fyrirliði U21 landsliðsins, en Magnús spilaði leiki með U17 ef ég man rétt. Getumunurinn var talsverður í knattspyrnunni, en hann var enn meiri í umræðunni um framkomna tillögu að fella niður málsókn gegn Geir Haarde. Þekkingarmunurinn á álitamálum lögfræðinnar var skerandi, svo og röksemdarfærslan. Helsta niðurstaða umræðunnar, var ágreiningur þeirra félaga hvort rétt væri að stefna manni, sem ekki væri talinn sekur. Búið er að fella niður alvarlegustu þætti ákærunnar, en nú snýst málið um hvort Geir hafi gerst sekur um að hafa ekki boðað til einhverra funda. Verður að telja afar ólíklegt að hann verði sakfelldur fyrir slíkt.
Í sögulegu samhengi, þá eldist kæran á hendur Geir afskaplega ílla. Hrun hefur átt sér stað í fleiri ríkjum og mjög ósennilegt að forráðamenn þjóða verði dregnir fyrir rétt þess vegna. Í ljósi kærugleði Magnúsar Orra Schram er ég sannfærður um að hann muni styðja, ef ekki leggja sjálfur fram skipun rannsóknarnefndar um Icesavesamninganna. Það mál eldist til muna betur. Það má heita alveg ljóst að þau Jóhanna og Steingrímur verði dregin fyrir Landsdóm, en það gætu fleiri gert, t.d. Magnús Orri Schram sem beitti sér á Alþingi fyrir að samþykkja fyrstu Icesave samninganna, sem verða í ljósi sögunnar að teljast hrein aðför að íslensku þjóðinni.
![]() |
Þingi frestað á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
16.12.2011 | 22:44
Yfirlýsing frá meintum brotamanni!
Það er ekki oft sem meintir brotamenn gefa yfirlýsingar i fjölmiðlum. Viðurkennir að hafa brotið af sér í einu tilfelli, en ekki öðru. Sambærilegt og að hafa viðurkennt að hafa brotist inn í tölvubúðina, en ekki í sjoppuna. Eflaust eiga fjölmiðlar í framtíðinni eftir að birta slíkar yfirlýsingar í hudraðatali í framtíðinni, frá þeim sem hafa verið ákærðir. Jú, út frá jafnræðisreglunni.
Auðvitað á Flosi Eiríksson fyrrverandi bæjarfullrúi Samfylkingarinnar í Kópavogi að skammast sín, fyrir þessa yfirlýsingu, og fyrirtækið sem hann vinnur hjá einnig. Dómgreindarleysi á hæsta stigi. Þá ætti Samfylkingin í Kópavogi að biðjast opinberlega afsökunar á Flosa og hinum bæjarfulltrúanum í stjórn lífeyrissjóðsins Jóni Júlíussyni. Það gerir flokkurinn aldrei, því hann biðst aldrei afsökunar og sér aldrei sök hjá sér, eins og sagan segir okkur.
Hitt er annað dæmi, að ákært hafi verið í þessu dæmi, þar sem sjóðsfélagar töpuðu ekki, en engin ákæra hefur verið gefin út á þá stjórnarmenn lífeyrissjóða þar sem milljarðar töpuðust í óvarlegum fjárfestingum. Sumir þeirra stjórnarmanna sitja sem fastast og bera fyrir sig að þeim þykja svo góðar snittur sem fram eru bornar á stjórnarfundum.
Vinnuferlið í skoðun þessa máls finnst mér hreint með ólíkindum og hafa verið sögusagnir í gangi um að það hafi verið að undirlagi fjármálaráðherrans, enda hafi VG ekki átt fulltrúa í stjórn lífeyrissjóðsins.
Ég skora á fjölmiðla að fá til sín fagmenn til þess að fjalla um þetta mál, og bera saman við þau mál sem í gagni eru í kerfinu, og lítið gengur í að kanna.
![]() |
Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóðs ákærðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2011 | 23:44
Jóhanna Sigurðardóttir sendir brottfluttum Íslendingum jólakveðjur.
Venjulegt fólk sendir gjarnan nákomnum brottfluttum Íslendinum jólakveðjur. Það þurfa óvenju margir að gera um þessi jól. Getulaus ríkisstjórn hefur hrakið fjölda fólks úr landi. Jóhanna Sigurðardóttir sendir þessu fólki mjög óvenjulegar jólakveðjur í fréttum RÚV.
,, Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir fólksflutninga nú árið 2011 ekki meiri en í venjulegu árferði. Hún segir stórlega ofsagt að hér séu miklir fólksflutningar."
Allt okkar góða fólk sem flutt hefur síðustu þrjú árin eru væntanlega í hennar huga í fríi í Noregi og þeim öðrum löndum sem fólk hefur flúið til. Sennilega iðjuleysingar.
Gissur Gissurarson, hinn skörulegi fréttamaður á Bylgjunni lýsir tilfinningum okkar hér heima.
Hann byrjaði að fjalla um hryðjuverk í Belgíu og Italíu. Þar sem hann veltir því fyrir sér hvað sé að gerast. Svo segir hann að forviða, en þá Ísland:
"Svo förum við heim til Íslands þá kemur í ljós að forsætisráðherrann okkar sem er svona, samkvæmt þeim titli verkstjóri í ríkisstjórninni, ríkistjórn sem hefur boðað gagnsæi og sannleika sem boðar gagnsæi og sannleika,hún er annað hvort orðin veruleikafirrt eða hún er að tala til þjóðarinnar eins og að hún sé fávitar".
Ef fréttamaður í nágrannalöndum ökkar héldi slíku fram í fréttatíma yrði án efa allt vitlaust. Viðbrögðin hérlendis eru nánast engin, margir kinka bara kolli. Það ber vott um að virðing þjóðarinnar fyrir forsætisráðherranum er komin niður fyrir frostmark.
Þar sem engin von er að Jóhanna biðji brottflutta Íslendinga afsökunar, svo og aðstandendur þeirra ætti Alþingi að samþykkja afsökunarbeiðni til þjóðarinnar og allra þeirra sem málið varðar.
Bloggar | Breytt 15.12.2011 kl. 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.12.2011 | 22:55
Hagvöxturinn að sliga Jóhönnu Sigurðardóttur
Í viðtali við Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttum ríkissjónvarpsins kemur fram að mikill hagvöxtur hérlendis er að sliga kerlingarræksnið. Fyrst dettur manni í hug að hún hafi orðið hrasað um einhvern brandara, en eins og fram kemur í fréttinni er hún að bulla um þetta í fullri alvöru. Er ekki kominn tími til þess að við kjósendur stoppum þessa vitleysu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
13.12.2011 | 07:09
Skatturinn sem styrkir, hressir, bætir og kætir !
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir í á Visi.is lífeyrissjóðina njóta góðs af skattlagningu á sjóðina. Hún sé hluti af aðgerðum til styrktar skuldugum heimilum og sjóðirnir muni njóta góðs af betri stöðu heimilanna.
Það er fráleitt að tala um þetta sem tapað fé lífeyrissjóðanna. Þeir njóta góðs af samlegðaráhrifum, það dregur úr afskriftum og þetta bætir eignasafn sjóðanna. Þá styrkir þetta greiðslugetu skuldunauta sjóðanna. Þetta er fráleitt skattlagning út í loftið og allra síst sett á vegna halla ríkissjóðs.
Nú verður afar áhugavert að sjá hvernig fjölmiðlar fjalla um þennan stórkostlega boðskap... og visku!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2011 | 09:13
Spurðu áður en þau fatta það!
Á Vísi í dag, kemur fram að Stöð 2 og Fréttablaðið hafi gert skoðanakönnun um hvort halda eigi viðræðum við ESB áfram eða ekki og í ljós hafi komið að 65% vildu ljúka viðræðunum.
Á sunnudag var ég í feiknargóðri skötuveislu og þar var m.a. ESB umræðan tekin. Þeir sem tóku þátt að ræða niðurstöðu síðustu daga, viðurkennu flestir að þeir höfðu alls ekki kynnt sér um hvað málið snérist. Einn var ESB sinni og hann sagði niðurstöðu síðustu daga vera mikil vonbrigði. Nú væri alveg ljóst að við værum ekki að fara að taka upp Evru á næstu árum. Hann vildi samt klára þessar viðræður. Aðrir höðu alls ekki kynnt sér hver staðan er, þá voru þeir sem engan áhuga höfðu á málinu, eða voru ekki virkir í samræðunum.
Skoðanakönnun nú er auðvitað bull. Spyrja þarf hver tilgangurinn er. Hvenær var skoðanakönnunin tekin?
Venjulegt fólk á eftir að kynna sér niðurstöðuna. Sjálfur hef ég leitast við að setja mig í það sem hefur verið að gerast bæði í þýskum og enskum fjölmðlum. Niðurstaða mín er að ESB muni skiptast upp, ef ekki alveg þá í deildir. Það skiptir máli í hvaða deild er þá sótt um. Það er alls ekki víst að efsta deildin væri áhugaverð, heldur ekki neðri deildirnar.
Skoðanakönnun Stöðvar2 og Fréttablaðsins ber allan keim að vera áróðursaðgerð fremur en skoðanakönnun.
![]() |
Meirihluti vill ljúka ESB-viðræðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.12.2011 | 01:14
7,4% kjósenda styðja Samfylkinguna
Merkileg skoðanakönnun hjá fjölmiðlum Samfylkingarinnar, Fréttablaðinu og Stöð 2. Þetta er auðvitað stórmerkileg niðurstaða og í ljósi þess nýlegar könnunar þá naut Jóhanna Sigurðardottir stuðnings um 30% Samfylkingarmanna sem gerir þá að um 2,2% landsmanna segjast ætla að styðja Samfylkinguna og jafnframt treysta Jóhönnu best. Í Reykjavík hittist allur þessi hópur einu sinni í viku á Kaffivagninum og segja að það sé rúm fyrir alla aðra gesti. Á Akureyri eru félagarnir tveir fara í kaffi af og til og á Ísafirði er einn stuðningsmaður, sem segir lífið bærilegt af því að hann eigi hund til að fara út með.
Af þeim sem tóku afstöðu studdu 49,6% Sjálfstæðisflokkinn og um 3% gátu hugsað sér að kjósa aðra flokka, eins og Gumsið, Guðmundar Steingríms og Besta flokksins.
Þetta þýðir marga hluti. Ólína Þorvarðar dettur af Þingi og fer eflaust í hundana fyrir vestan og margir verða að fara að leita sér að almennilegri vinnu.
Það vekur athygli að Framsóknarflokkurinn er að síga fram úr Samfylkingunni, sem þjáist af alvarlegum innanmeinum þessa stundina. Þrátt fyrir upplausn innan stjórnálanna nú, er líkegast að fjórflokkurinn muni verða ráðandi í næstu kosningum.
![]() |
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.12.2011 | 23:09
ASÍ fer í ESB-jólaköttinn
Forysta ASÍ hélt í vikunni fund, eða ráðstefnu um gengismál. Það er góðra gjalda vert, en ég hef efasemdir um tilganginn. Niðurstðan var að helsta ástæða fyrir hærri vöxtum á íbúðarlánum hérlendis væru vegna íslensku kónunnar. Hér er í best afalli um mikla einföldun á málinu, en líklega þó um valskynjun að ræða. Helsta ástæða fyrir háum raunvöxtum fyrir íbúðakaupendum á Íslandi er fákeppnin á íslenska fjármálamarkaðinum. Lífeyrissjóðirnir hafa boðið í bréf Íbúðalánasjóðs og notið þess að geta ákveðið vextina saman. Ástæðan fyrir því að lífeyrissjóðirnir fara fram á svo háa vexti, er hár rekstarkostnaður þeirra. Í nágrannaríkjum okkar fá lífeyrissjórir ekki svo háa vexti. Það væri hægur vandi fyrir ASÍ að grípa í taumanna, því að það eru þeirra menn og fulltrúar atvinnurekenda sem eru við stjórn. ASÍ hefur barist harkalega gegn því að eigendur lífeyrissjóðanna, þ.e. sjóðsfélagar sjálfir fái að stjórna sjóðunum. Stjórnendur lífeyrissjóðanna hafa fjárfest á undanförnum árum og tapað hunduðum milljarða. Enginn þeirra tekur pokann sinn og ASÍ þegir þunnu hljóði.
Íslenska krónan er því ekki aðal vandamálið og heldur ekki vertryggingin. Vandamálið er ofurháir vextir ofan á verðtryggingu í skjóli fákeppni. Það er fyrirfram ákveðin niðurstða. Gylfi vill í ESB.
Það er hins vegar allt annað mál að það þarf að taka upp umræðuna um íslensku krónuna versus að taka upp erlenda mynt. Það fylgir því kostnaður að hafa litla smámynt. Ég hef hér á blogginu löngu fyrir hrun viljað láta skoða upptöku t.d. norskrar krónu. Það getur verið kanadískur dollar, sænsk króna, eða leið sem þýðir að Evran og íslanska krónan séu báðar í umferð á sama tíma.
Það tekur enginn marka á gengisráðstefnu ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ hefði alveg eins getað skrifað niðurstöðuna sjálfur. Niðurstöðuna hefði ég líka getað skrifað fyrir Gylfa fyrirfram. Almenn ráðstefna fjöldahreyfinga þar sem farið yrði yfir kosti og galla nýs gjaldmiðls væri hins vegar mjög æskilegí stöðunni til þess að fá fram trúverðuleika.
Umræðuna þarf að taka.
Bloggar | Breytt 9.12.2011 kl. 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10