19.3.2009 | 07:54
Stuttur fundur
Þessi ákvörðunartaka er mjög óheppileg, það liggur fyrir. Enginn hefur varið hana. Eina manneskjan sem hefur sagt eitthvað jákvætt um þetta mál er frænka mín. Hún sagðist elska þessa menn. Í vinnunni hjá henni komu menn í kaffinu og ,,rifu sig niður í rassgat" eins og hún sagði það. ,,Þetta er fáránlega vitlaus ákvörðun" sagði einn mótmælandinn.
,,Þeir sem eru sammála, rétti upp hendi" kallaði frænka mín
Nánast allir réttu upp hendi.
,, Þeir sem eru á móti" enginn rétti upp hendi. Síðna kom löng þögn, og síðan hlátur. Tilefnið til þess að ágreiningur var ekki til staðar.
![]() |
Hreinlega siðlaust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2009 | 21:51
Trúarpólitík
Á menntaskólaárum mínum þótti fínt að vera sósíalisti. Ef þú varst það varst þú inni og engar spurningar voru settar fram. Ef einhverjir voru ekki sósíalistar þá voru þeir einfaldlega fífl. Sumir höfðu lesið Karl Max og aðrir sögðust hafa gert það. Gagnrýnin hugsun var ekki inni. Einn kennara okkar sjokkeraði hópinn með því að segja að við værum sósíalistar af því að við nenntum ekki að hugsa. Þessi kennari gaf sig aldrei upp í pólitík, en síðar átti ég gott spjall við hann og komst að því að hann var sennilega sá eini sem var sannur sósíalisti.
,, Sauðir gera aldrei gagn í pólitík" sagði hann.
Egill Helgason hefur af mörgum verið talinn Samfylkingarmaður. Það kom því mörgum á óvart að þegar hann ræddi við stjórnmálamenn s.l. sunnudag um leiðir til þess að hjálpa heimilunum í greiðsluerfiðleikum og Árni Páll Árnason byrjaði að ræða ESB. ,, Er það töfralausn ykkar í öllum málum" . Árni varð kjaftstopp, en Egill óx í áliti. Sigmundur kom fyrst með 25% afskrift lána, hugmynd sem mér finnst verið að ýta út af borðinu, án umræðna.
Konan í Vesturbænum kaus Sjálfstæðisflokkinn af því að hún var ópólitísk. Hún las tuggurnar sínar úr Morgunblaðinu, og lærði frasana utanað. Mér finnst vera talsvert af konum úr Austurbænum hér á blogginu. Þær eru á móti Sjálfstæðisflokknum og Framsókn, og síðan Davíð og Hannesi Hólmsteini. Þær eru á móti ,,gróðraröflunum" og ,,nýfrjálshyggjunni". Þær býsnast yfir ástandinu sem var auðvitaði ,,hinu liðinu að kenna" en það koma aldrei lausnir. Kannski er konan úr Vesturbænum og hin úr Austurbænum systur, a.m.k. eru þær alveg eins. Aldrei dytti þeim að gagnrýna neinn úr sínu liði eða efast um þá stefnu eða málflutning sem eigið lið hefur.
Ég hef kallað þetta trúarpólitík, og held að hún sé einn vesti óvinur raunverulegs lýðræðis.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.3.2009 | 19:47
Hann lifir kannski í....
![]() |
Húsráð Tryggva Þórs þykja vond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.3.2009 | 15:38
Vill fella niður fimmtung skulda
Tryggvi Þór Herbertsson, þjóðhagfræðingur, sem hafnaði í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vill að 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður og að sama hlutfall verði fellt niður af skuldum fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við nýju bankana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2009 | 22:58
Að nýta þá bestu
Það er ekki gefið að hæfileikaríkustu frambjóðendurnir fái brautargengi. Held að það væri hægt að nýta netmiðla mun betur til þess að frambjóðendur fái að kynna sig, með greinum, með viðtölum og lifandi upptökum. Þessi leið er mun ódýrari en þær leiðir sem frambjóðendur þurfa að fara í dag, auk þess að líklegra væri að fleiri gæfu kost á sér.
Annað er að það er áhyggjuefni hversu þingmenn eru ílla nýttir, dæmi um þetta er Guðfinna Bjarnadóttir fv. rektor, sem af einhverjum ástæðum fékk ekki náð innan Sjálfstæðisflokksins. Annar er Gunnar Svavarsson sem ekki virtist vera í náðinni hjá flokksforystu Samfylkingarinnar.
Það er sterkur frambjóðandi sem vinnur Lúðvík Geirsson, sem örugglega á eftir að nýtast vel á Alþingi. Hins vegar fannst mér Árni Þór setja niður í Silfrinu í dag, þegar hann fór niður á Morfis plan, hnýtandi í Sjálfstæðisflokkinn og einhverja pólitíska andæstæðinga sem voru fjarverandi. Sá stíll er eitthvað sem ég upplifi að fólk úr öllum flokkum sé sammála um að það þoli hvað verst.
![]() |
Talningin í samræmi við lög |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2009 | 14:11
Áfram í Dölum
![]() |
Kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2009 | 23:35
Að nota skoðanakannanir til þess að blekkja
Í dag kemur eftir farandi frétt á visir.is
Flestir vilja Bjarna
Mikill meirihluti vill að Bjarni Benediktsson verði formaður Sjálfstæðisflokksins samkvæmt nýrri könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins. Guðlaugur Þór fengi aftur á móti fæst atkvæði af þeim sem nefndir voru.
Nýr formaður Sjálfstæðisflokksins verður kjörinn á landsfundi síðustu helgina í mars. Bjarni Benediktsson er sá eini sem hefur gefið kost á sér og verður að teljast líklegastur sem næsti formaður flokksins ef marka má nýja skoðanakönnun sem fréttastofa stöðvar 2 og Fréttablaðið létu gera.
Bjarni fengi rúmlega 44% atkvæða en Þorgerður Katrín, varaformaður, fengi tæp 30%. Aðrir sem fréttastofa nefndi sem mögulega formenn voru Kristján Þór Júlíusson, Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri og Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra sem fengi tæplega 4 prósent atkvæða og var lægstur af þeim sem nefndir voru. Rúm 9% vildu sjá aðra en þessa sem formenn og fékk Illugi Gunnarsson þar flest atkvæði eða 5,5%
Þá virðast fleiri karlar vilja Bjarni sem næsta formann, eða rúm 50%. Sé hinsvegar litið á atkvæði kvenna þá fengi Þorgerður Katrín flest, eða rúm 40%.
Þegar atkvæðunum er skipt eftir stjórnmálaflokkum eru það aðeins kjósendur Samfylkingarinnar sem vilja heldur sjá Þorgerði Katrínu sem formann en Bjarna. Kjósendur Framsóknar og Vinstri grænna gáfu Guðlaugi Þór ekkert atkvæði og vildu heldur sjá aðra leiða listann. Illugi var þar oftast nefndur.
Niðurstaðan byggist á 800 svörum sem skiptist jafn á milli karla og kvenna og hlutfallslega eftir búsetu.
Í þessari skoðanakönnun kemur fram að 44% vilja Bjarna sem næsta formann en 30% Þorgerði Katrínu. Í könnun Frjálsrar Verslunar fyrir skömmu kom fram að 57% Sjálfstæðismanna vildu Bjarna sem formann, en 23% Þorgerði. Þegar spurt var almennt án tillits til flokka kom í ljós að Þorgerður hafði meiri stuðning meðal kjósenda annarra flokka. Það væri afar óeðlilegt að gera skoðanakönnun t.d. um næsta formann Samfylkingarinnar, eða Vinstri Grænna, og spyrja kjósendur allra flokka. Rökréttara er að spyrja stuðningsmenn viðkomandi flokka, enda eru það þeir sem fá að kjósa um sín formannsefni. Með ofangreindri frétt er verið að koma ákveðnum skilaboðum, en ekki er ljóst í hvaða tilgangi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.3.2009 | 19:27
Mikilvægur þáttur í endurreisninni
Ríkisvaldið hefur komið bönkunum til aðstoðar í þeim hremmingum sem yfir okkur dunið. Sparisjóðirnir eru enn uppistandandi, en eiga í erfiðleikum. Hugsanlega þarf að sameina þá að einhverju leiti, en það er mjög mikilvægt að þeir fái að halda velli. Þá þarf að aðstoða Sparisjóðabankann. Í framhaldinu þurfa Sparisjóðirnir að taka þátt í uppbyggingunni sem framundan er. Í Sparisjóðunum er feiknarlega mikil þekking í starfsfólki, sem hefur tekist að hafa ánægðustu viðskiptavinina ár eftir ár.
![]() |
Tap Byrs 28,9 milljarðar króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2009 | 12:50
Samt frábær frammistaða
![]() |
Sigurður Ragnar: Sanngjörn úrslit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.3.2009 | 17:31
Leiðtogi kveður
![]() |
Ingibjörg Sólrún hættir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Sigurður Þorsteinsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Fundarstjórn Alþingis Fundarstjóri Alþingis Alfheiður Ingadóttir ávítir Tryggva Herbertsson
Bloggvinir
-
raggig
-
jonatlikristjansson
-
egill
-
hilmir
-
logos
-
ottarfelix
-
don
-
omarragnarsson
-
vidhorf
-
svanurmd
-
vefritid
-
marinogn
-
muggi69
-
gummiarnar
-
saemi7
-
morgunbladid
-
prakkarinn
-
ea
-
zeriaph
-
dullur
-
vinaminni
-
jonarni
-
sparki
-
gesturgudjonsson
-
salvor
-
jenni-1001
-
neytendatalsmadur
-
steinig
-
gbo
-
hugsun
-
palmig
-
gisliblondal
-
gattin
-
ollana
-
gudni-is
-
gudbjorng
-
ludvikjuliusson
-
gudrunkatrin
-
tilveran-i-esb
-
himmalingur
-
askja
-
siggiingi
-
hildurhelgas
-
robbitomm
-
rannveigh
-
hoerdur
-
hallibjarna
-
hvirfilbylur
-
baldher
-
thorsteinnhelgi
-
addabogga
-
vistarband
-
tbs
-
rafng
-
draumur
-
zumann
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
jonvalurjensson
-
seinars
-
heringi
-
kristjan9
-
kolbrunerin
-
jhb
-
halldorjonsson
-
kuriguri
-
diva73
-
westurfari
-
hordurt
-
disagud
-
h2o
-
heidarbaer
-
kuldaboli
-
nr123minskodun
-
kij
-
kristinn-karl
-
hafthorb
-
stjornlagathing
-
armannkr
-
helga-eldsto-art-cafe
-
vgblogg
-
siggus10