Vill fella niður fimmtung skulda

Tryggvi Þór Herbertsson, þjóðhagfræðingur, sem hafnaði í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vill að 20% af skuldum heimilanna verði felldar niður og að sama hlutfall verði fellt niður af skuldum fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við nýju bankana.

 

Með þessu tekur Tryggvi Þór undir stefnu Framsóknarflokksins. Viðskiptaráðherra er meðal þeirra sem telur þessa leið ekki færa. (samkv. frétt RÚV)
Við gjörbreitt landslag í efnahagsmálum, þarf að koma til nýjar lausnir.
tryggvi þór Herbertsson

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Tryggvi ætti að ganga í Framsóknarflokkinn strax enda um sambærilegar lausnir. Við höfum ekki séð tillögur til lausnar frá Sjálfstæðismönnum Sigurður. Ert þú fylgjandi tillögu Tryggva Þórs?

Guðmundur St Ragnarsson, 16.3.2009 kl. 16:29

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Mér fannst hugmyndin mjög athyglisverð strax þegar Framsóknarflokkurinn setti hana fram. Ef ég man rétt sagði Bjarni Benediktsson að hann gæti stutt hugmyndir í þessa átt og hana ætti að skoða. Tryggvi gengur lengra og leggur til nánast sömu hugmynd og Framsóknarflokkurinn gerir. Hef á tilfinningunni að menn vilji blása þessa hugmynd út af borðinu, af flokkspólitískum samkeppnisástæðum.  

Sigurður Þorsteinsson, 16.3.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Þorsteinsson

Höfundur

Sigurður Þorsteinsson
Sigurður Þorsteinsson
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • Þor
  • Þor
  • Birna Einarsdóttir
  • Birna Einarsdóttir
  • kjöt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband